Bændablaðið - 11.06.2002, Side 4
4
BÆNDABLAÐIÐ
Þriðjudagur ll.júní2002
IUiðurgreiddur hns-
hitunurkostnuður
í lok þinghalds á Alþingi var
samþykkt frumvarp til laga
um niðurgreiðslur húshitunar-
kostnaðar. Verulegum fjár-
munum ríkisins er ráðstafað til
ýmissa aðgerða til að minnka
orkukostnað notenda á þeim
svæðum á landinu þar sem
hann hefur verið mestur. Þetta
er gert þar sem talið er
mikilvægt að tryggja öllum
landsmönnum aðgang að orku
á viðráðanlegu verði.
Niðurgreiðslur á raforku til
hitunar íbúðarhúsa hófust árið
1982 og frá þeim tíma til loka
ársins 2000 hafa tæpir 9
milljarðar króna verið lagðir í
þessar niðurgreiðslur. Ekki hefur
legið fyrir löggjöf sem mælir
með skýrum hætti fyrir um
hvemig þessum fjármunum skuli
ráðstafað, eða hvemig eftirliti
með ráðstöfun fjárins skuli
háttað. Er frumvarpinu ætlað að
bæta úr þessu.
Helstu breytingar
Helgi Bjamason, skrifstofu-
stjóri í iðnaðarráðuneytinu, var
formaður níu manna nefndar sem
samdi frumvarpið. Hann segir að
frumvarpið sé til komið vegna
þess að engin lög hafa verið til
um hvemig fjármunum til niður-
greiðslu húshitunarkostnaðar
skuli ráðstafað heldur aðeins
reglur.
Hann segir að í frumvarpinu
séu nokkrar nýjungar og
breytingar frá núverandi reglum
Helstu breytingamar eru:
1. Mögulegt verfiur afi greifia nifiur hitun
mefi olíu hjá þeim sem ekki eiga kost á
annarri hitun.
2. Eigendur smávirkjana eiga kost á
niöurgreifislum á ralhitun og verfiur
notkunin þá afi vera mæld.
3. Ef notufi er varmadæla vifi hitun íbúfiar
flokkast orkan inn á hana sem raforka til
hitunar og nýtur nifiurgreifislna, en þessi
notkun hefur ekki verifi nifiurgreidd. Þak er
lægra fyrir þessa notkun en fyrir beina
rafhltun.
4. Hitaveitur sem ekki eru opinberar veitur
geta fengifi styrk til stofnunar nýrrar veitu
efia stækkunar eldri veitu.
5. Komifi er á opinberu eftirliti mefi
tramkvæmd þessara afigerfia.
6. Settar eru skýrar reglur um í hvafia
tilvikum kyntar hitaveitur skuli njóta
nifiurgreifislna.
Varmadœlur
Helgi segist vilja nefna
sérstaklega þriðja liðinn um
varmadælur. Hann segir að víða
séu volgrur sem hægt er að nýta.
Þá dæla menn volgu vatninu upp
og hita það í varmadælunum upp
í 60 til 70 gráðu hita. Raforkan
sem knýr varmadæluna verður,
samkvæmt frumvarpinu,
niðurgreidd eins og önnur
raforka til húshitunar. Þetta segir
Helgi að sé alger nýjung. Stefnt
verður að því að kortleggja
landið og kanna hvar menn eigi
möguleika á að komast í volgt
vatn og nýta varmadælur. Um
leið búi menn sér þá til sínar
eigin hitaveitur.
Búnaðarsambönd Eyjafjarðar og S-
Þingeyinga:
Gl Kúpavogs
Búnaðarsambönd Eyjafjarðar og S-Þingeyinga hafa mótmælt þeirri
ákvörðun skólayflrvalda að flytja allt bóklegt nám í kjötiðnaði frá
Verkmenntaskólanum á Akureyri í Menntaskólann í Kópavogi sem
er kjarnaskóli í matvælagreinum. Bent er á að Eyjafjörður og
Þingeyjasýslur séu eitt mesta matvælaframleiðslusvæði landsins og
því eðlilegt að nemendur í matvælaiðnaði hjá fyrirtækjum á
Norðurlandi geti lokið námi í heimabyggð.
Svana Halldórsdóttir, formað-
ur Búnaðarsambands Eyjafjarðar,
segir að Norðanmenn telji að
Verkmenntaskólinn á Akureyri sé
alveg nógu burðugur til að annast
þetta nám.
„Þess vegna teljum við óeðli-
legt að flytja námið frá Akureyri
til Kópavogs og mótmælin eru
tilkomin þess vegna. Ég á alveg
eins von á því að menn hér um
slóðir muni fylgja málinu eftir
fyrst það er komið á hreyfingu,"
sagði Svana Halldórsdóttir.
Veldur ýmsum erjiðleikum
„Bókleg kennsla í þessum
greinum hefur farið fram með
hléum hér í Verkmenntaskólanum
um árabil. Síðasti hópurinn sem
var hjá okkur lauk námi vorið
2000. Til okkar hafa komið
nemendur sem eru á samningi hjá
matvælafyrirtækjunum á Norður-
landi til þess að ljúka bóklega
náminu. Þar með gátu þeir lokið
námi sínu hér, bæði hinu verklega
og bóklega. Síðan gerðist það að
Menntaskólinn í Kópavogi var
RANNSOKN A KALFALATI
Ákall frá dýralæknanema
Charlotta Oddsdóttir, dýra-
læknanemi í Kaupmannahöfn,
vinnur nú að rannsóknarverkefni
um orsakir kálfaláts. Hún nýtur við
það aðstoðar danskra fræðimanna.
Fleiri kýrfóstur þarf að skoða, svo
rannsóknin geti skilað raunhæfum
svörum. Alls hafa verið send 9
kýrfóstur að Keldum, en við
þyrftum að fá a.m.k. 30. Við
beinum því til kúabænda að þeir
sendi okkur kýrfóstur sem dáið
hafa fyrir burð (ástæðulaust er að
senda, ef vitað er úr hverju fóstrin
drápust, t.d. köfnun eða lemstrun í
fæðingu).
Rannsókninni miðar vel áfram.
Veíjabreytingar hafa fundist í 5
fóstrum af 9. Meðal þessara var
eitt steinfóstur (mumificeret) og
ekki var unnt að greina vefina
nánar vegna þornunar. Tvö fóstur
hafa drepist vegna sýkingar með
Hvanneyrarveikisýklum og staf-
sýklum til hilda, sem leitt hefur
til graftarmyndunar og dreps í
hildahnöppum (pyonekrotiserende
placentitis). í einu fóstri var bráð
blóðfylling í lungum og lifur auk
blæðinga. í því fimmta (sem ekki
fylgdu hildar) var lifrardrep,
sérstaklega kringum æðar í miðju
lifrarbleðla (centralvener) auk
vefjabreytinga í heila. Það var
slæmt að hildarnar skyldu ekki
fylgja í því tilfelli, því líklega
hefði orsökina verið að finna þar.
Orsakir og afleiðingar þessara
vefjabreytinga verða kynntar síðar,
þegar sérlitunum vefjasneiðanna
o.fl. er lokið.
Sigurður Sigurðarson
dýralœknir, Keldum.
gerður að svokölluðum kjama-
skóla í matvælagreinum. Skólinn
er byggður upp af myndarskap
hvað varðar alla aðstöðu og annað.
Strax komu fyrirmæli um að
bóklega námið í þessum greinum
ætti allt að fara fram þar, svo og
verkleg þjálfun," sagði Hjalti Jón
Sveinsson, skólameistari Verk-
menntaskólans á Akureyri.
Hann segir að vissulega sé
óánægja á Norðurlandi með þessa
ákvörðun, enda margir nemendur í
matvælafræðum fjölskyldufólk sem
þarf nú að fara suður og dvelja þar
í heilan vetur við nám. Meðan
kennslan fór fram í Verk-
menntaskólanum var hægt að
hliðra til þannig að nemendur gátu
jafnvel stundað námið með
vinnunni. Þess vegna setji þessi
breyting strik í reikninginn fyrir
marga.
Fólk kemur ekki
alltaf norður á nýjan leik
Aðspurður hvort engin leið sé
til að breyta þessu aftur sagði
Hjalti Jón að það væri nú í athugun
hvort Verkmenntaskólinn mætti
ekki taka upp kennslu í þessum
greinum á nýjan leik með ein-
hverju samstarfi við skólann í
Kópavogi. Hugsanlegt væri að
nemendur þyrftu ekki að fara nema
í stutta lotu í skólanum í
■r*
Kópavogi.
„Dæmi eru um að fólk á náms-
samningi hjá fyrirtækjum hér
nyrðra hafi farið suður í Mennta-
skólann í Kópavogi. Reynslan
hefur sýnt að oftar en ekki flytja
þeir samninginn til fyrirtækja
syðra og starfa þar áfram að námi
loknu en koma ekki aftur norður.
Hættan er sú að ef ekki er
boðið upp á nám af þessu tagi á
svæðinu þá snúi fólk sér hreinlega
að öðrum greinum, sem unnt er að
stunda hér.
Þetta þarf að gera með sam-
vinnu skólans og vinnustaðanna.
Norðurland er orðið mjög stórt og
öflugt matvælaframleiðslusvæði
og mörg af stærstu matvæla-
fyrirtækjum landsins eru staðsett
hér. Þessi fyrirtæki hafa áunnið sér
gott orð og þess vegna ætti að vera
hægt að treysta þeim og Verk-
menntaskólanum til að annast
þessa kennslu í góðu samstarfi við
Menntaskólann í Kópavogi. Við
erum að vinna í þessu og því er
ekki fyrirséð hvernig þetta verður í
framtíðinni, en von okkar er að fá
að halda kennslunni áfram," sagði
Hjalti Jón Sveinsson.
Búvélasalnið vinsælt
Mikil aðsókn hefur verið að
Búvélasafninu á Hvanneyri það
sem af er árinu. Sem dæmi má
nefna að frá áramótum til mafloka
komu rösklega 1000 gestir. Flestir
eru gestimir nemendur í skóla-
ferðalögum. Þá hafa ýmsir starfs-
ÖLUtraktorsdekk á sértilboði
EIGUM ALLAR
HELSTU STÆRÐIR AF
BÚVÉLA- OG VINNU-
VÉLADEKKJUM FRÁ
LLIANCE Á LAGER.
Hafðu samband og athugaðu hvað við getum gert fyrir Þig!
Skoðaðu einnig vefsíðu okkar: www.dekkjahollin.is
BEINN
INNFLUTNINGUR
hagstætt verð
AKUREYRI, S. 462 3002
FELLABÆ, S. 471 1179
mannahópar litið inn. Hópar eldri
borgara eru einnig reglulegir
gestir. Ósjaldan eru í þeim hópum
ýmsir sem geta bætt við þekkingu
okkar á gömlum vélum og verkum
tengdum þeim. Flestir nýta þessir
gestir sér aðra afþreyingu á
staðnum, svo sem Ullarselið og
Kertaljósið, auk þeirrar fræðslu
um starfsemi Landbúnaðar-
háskólans sem jafnframt er veitt.
Frá 1. júní er Búvélasafnið
opið daglega kl. 13-18.
Tekið er á móti hópum á
öðrum tímum ef pantað er með
góðum fyrirvara (s. 437 0000).
Ullarselið vinsæla er við hlið
safnsins og verslunarmiðstöðin
Kertaljósið einnig.
Drifsköft og
drifskaftsvarahlutir
VÉLAVAL-Varmahlíð hf
S: 453 8888 fax: 453 8828
vefur: www.velaval.ls
netpóstur: velaval@velaval.is