Bændablaðið - 11.06.2002, Síða 8
8
BÆNDABLAÐIÐ
Þriðjudagur ll.júní 2002
dk BUBOT UPPFYLLIB KRÚFUR
BSK UM BAFBÆNT BÚKHALD
Eins og kunnugt er hafa Bænda-
samtök íslands á boðstólum,
handa lögaðilum á lögbýlum er
stunda búrekstur af einhverju
tagi, bókhaldskerfið dkBúbót er
uppfyllir kröfur RSK um raf-
rænt bókhald samkvæmt yfir-
lýsingu hönnuða dkBúbótar þar
um. Því er ekkert því til fyrir-
stöðu að taka upp þessa aðferð
fyrir þá aðila er það vilja. Þar
sem hér er um nýja aðferðafræði
að ræða í þessari atvinnugrein
vil ég fara yfír nokkur helstu
atriði er þarf að hafa í huga
vegna reglna er RSK setur þar
um.
Rafrænt bókhald byggir á
þeirri hugmyndafræði að minnka
útprentun á pappír, t.d. reikningum
sem allstaðar eru notaðir í við-
skiptum í einni eða annarri mynd.
Þegar rekstraraðili tekur ákvörðum
um að taka upp rafrænt bókhald
má hann að uppfylltum skilyrðum
prenta reikning út á óforprentað
blað, td. A4. Ef sá aðili er kaupir
vöruna hefur yfir rafrænu bók-
haldskerfi að ráða er engin þörf á
útprentun en reikningurinn þess í
stað sendur í tölvupósti eða með
öðrum stafrænum hætti til
kaupanda vörunnar sem hefur þá
eftir þeim reglum er þar gilda um,
heimild til að nýta innskatt af
vörunni.
Þó þetta sé vissulega spenn-
andi kostur og hluti af framtíðinni,
þá kemur á móti sú kvöð að afrita
gögn bókhaldsins með tryggum
hætti og geyma öll rafræn gögn í
sjö ár. Ef tölva bilar eða gögn úr
rafrænu bókaldskerfi tapast og
ekki er unnt að ná þeim til baka
með afriti er litið á það sem brot á
bókhaldslögum og meðhöndlað
sem slíkt. Við sem störfum við
þjónustu og þróun hugbúnaðar
verðum æ oftar vör við að
diskettur, sem eru gjarnan notaðar
við afritun, eru orðnar langt frá því
að vera áreiðanlegur kostur. Því
mæli ég endregið gegn notkun
þeirra við afritun á gögnum eins og
úr rafrænu bókhaldi. Þeir kostir
sem koma þar til greina eru Tape-
stöð (segulband), R/W Geisladrif
(skrifari), Zip drif og síðast en ekki
síst svokölluð netafritun sem
byggir á því að afrit eru flutt dul-
kóðuð á netþjón einhvers staðar í
veröldinni sem geymir þau með
tryggum hætti.
Til að rekstraraðili megi nota
rafrænt bókhald og skrifa út úr því
reikninga á auð blöð þarf yfír-
lýsingu frá hönnuði kerfisins þar
um. Slík yfirlýsing er fengin með
milligöngu Bændasamtaka Islands
frá dkRetis og þá undirskrifuð af
prókúruhafa þess fyrirtækis og
stfluð á nafn rekstraraðila/lögaðila.
Mörgum kann að þykja þetta
mikið mál en þetta er unnið
samkvæmt regium RSK og
reglugerðum ráðherra. Eftir sem
áður er gamla aðferðin að prenta
með nálaprentara á forprentaða
reikninga í þríriti í fullu gildi og
styður dkBúbót við slíka prentun
og þarf þá ekki neina sérstaka
yfirlýsingu um rafrænt bókhald þar
sem þá gilda reglur um bókhald og
góðar bókhaldsvenjur.
Fyrir þá sem vilja kynna sér
kröfur vegna rafræns bókhalds enn
frekar skal bent á leiðbeiningar
RSK og reglugerð nr. 598/1999 og
reglugerð nr. 015/200 lum breyt-
ingu á reglugerð 598/1999 um
rafrænt bókhald.
Leiðbeiningar og reglugerðir
er að finna inn heimasíðu RSK á
slóðinni http://www.rsk.is
Þetta eru eingöngu punktar um
rafrænt bókhald og bókhald
almennt og eiga eingöngu að
nýtast sem slfldr. Frekari upp-
lýsingar vegna skattareglna er að
fá hjá RSK og eins og áður segir á
heimasíðu þeirra. Hvað dkBúbót
sjálfa snertir þá sjá starfsmenn
tölvudeildar um daglega þjónustu.
Hjálrnar Ólafsson, forritari
og þjónustufullirúi í tölvudeild
Bœndasamtaka íslands
Nýip sMmenn
Bændasamtakanna
Hallgrímur
Sveinn
Sveinsson,
búfræði-
kandidat og ]
kerfis-
fræðingur hóf I
störf hjá i
Bændasam-
tökunum um
síðustu
mánaðamót.
Hallgrímur er'
þrítugur að aldri. Hann lauk
kandidatsnámi í búvísindum frá
LBH á Hvanneyri 1997 og námi í
kerfisfræði frá Háskólanum í
Reykjavík nú í vor. Hallgrímur
mun starfa á ráðgjafarsviði og
einkum sinna þróunarverkefnum á
sviði búfjárskýrsluhalds og öðrum
verkefnum í búfjárrækt. Aður en
Hallgrímur hóf nám í kerfisfræði
var hann héraðsráðunautur í bú-
fjárrækt hjá Búnaðarsamtökum
Vesturlands.
Sigurður
Eiríksson,
rekstrar-
fræðingur,
hóf störf hjá
Bændasam-
tökunum um
síðustu
mánaðamót.
Hann er 36
ára að aldri.
Hann lauk
námi í rekstrar-
fræði (B. Sc.) frá rekstrardeild
Háskólans á Akureyri 1998.
Sigurður mun starfa á ráðgjafar-
sviði og sinna tímabundið
verkefnum á sviði búrekstrar,
bókhalds og áætlanagerðar. Starfs-
aðstaða hans verður að hluta í
húsnæði BSE á Akureyri. Síðustu
tvö ár hefur Sigurður verið
verkefnisstjóri við undirbúning og
innleiðingu gæðastýringar í
sauðljárrækt við Landbúnaðar-
háskólann á Hvanneyri.