Bændablaðið - 11.06.2002, Side 7

Bændablaðið - 11.06.2002, Side 7
Þriðjudagur ll.júní 2002 BÆNDABLAÐIÐ 7 Ráðunaut hótað með vatni! Jóhannes Símonarson, ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands, lét sér eitt andartak detta í hug að sprauta vatni á samstarfsmann sinn, Guðmund Jóhannesson þar sem þeir voru staddir í sunnlensku fjósi. Guðmundur gat ekkert annað en spennt greipar sem hann og gerði.... Matvæli Ipé heimkaiitssvæíiiiiii Borist hefur bréf frá Karen Hollett sem býr í norðvesturhéruðum Kanada (Northwest Territories). Hún rekur fyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu og dreifingu á ýmsum matvælum sem upprunnin eru á heimskautasvæðum, og notar netið til þess. Hún vill komast í samband við aðila sem framleiða slíkar vörur hér á landi, en eru smáir í sniðum og óþekktir á hinum stóru mörkuðum. Um er að ræða matvæli sem a) geta geymst óskemmd í langan tíma og b) eiga uppruna sinn í villtri og óspilltri náttúru. Sem dæmi nefnir hún ber, jurtir (bæði til matar og í te), marmelaði og hlaup af ýmsum gerðum, sýróp, fisk eða kjöt sem hefur verið þurrkað, reykt eða soðið niður, paté og flest annað sem uppfyllir framangreind skilyrði. Fyrirtækið er fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu matvæla í heima- héraði sem ræktuð eru eða framleidd með vistvænum hætti án hjálparefna. Einnig sérhæfir fyrirtækið sig í heildsölu á hvers kyns matvælum og öðrum vörum sem kenna má við heimskautasvæði og ætluð eru sælkerum. Auk þess versla þau með listmuni og handverk af norðurslóð. Fyrirtæki hennar er staðsett í Yellowknife í Northwest Territories rétt við heimskautsbaug. Fylkið er óhemju stórt og strjálbýlt, eða á stærð við Indland, en með aðeins 60.000 íbúa. Vetur eru kaldir og langir en sumur eru stutt og hlý. Verslun í gegnum netið færist sífellt í vöxt. Þar með skapast nýir og áður óþekktir mögu- leikar til markaðssetningar. Er hugsanlegt að þessi aðferð við að koma vörum á markað, henti einhverjum hér á landi. Með þessu móti er allur kostnaður við markaðsstarf væntanlega í lágmarki. Þeim sem kynnu að hafa áhuga skal bent á að hafa samband við; Karen Hollett Arctic Wild Harvest Co 41-705 Williams Ave Yellowknife, NT Canada X1A3W9 Heimasíðan er; www.ArcticHarvest.com Hún gefur upp eftirfarandi tölvupóstfang; awhco@intemorth.co og sales @ arcticharvest.com Einnig sk. „Toll Free“ símanúmer 1-888- 333-0650 Arni Snœbjörnssoti, hlunnindaráðunautur BI Gamla myndin Líklega var myndin tekin í ferð á vegum Búnaðarfélags íslands - en við spyrjum: Hvar og hvenær er þessi mynd tekin og hvaða fólk er þarna á ferð? Myndin fannst í myndasafni BÍ. Upplýst hefup veriO að gamla myndin af Land Rover jeppunum 11, sem við birtum í síðasta tbl. Bændablaðsins, er frá haustinu 1961. Finnbogi Eyjólfsson, starfsmaður Heklu sagði okkur að myndin hefði verið tekin á blaðamannafundi sem Hekla hélt í tilefni þess að innflutningur á jeppum hafði verið gefinn frjáls. Þess má til gamans geta að jeppinn með dekkinu á húddinu er fyrsti langi Land Rover jeppinn sem fluttur var til landsins. Fyrstu Land Rover jepparnir voru fluttir til landsins 1951, en þá þurfti leyfi fyrir innflutningnum. Finnbogi sagði að mennirnir í gluggunum á efri hæð hússins að Hverfisgötu 103 séu blaðamennirnir sem sátu fundinn. Mælt af munni fram Víða plagar mývargur menn og skepnur úr því að þessi árstími er kominn, einkum við ár og vötn. Versti staður landsins hvað þetta varðar er Mývatn og nágrenni. I Vindbelg í Mývatnssveit bjó um aldamótin 1800 Sigmundur Ámason, merkur maður og kraftaskáld, og ganga af honum sögur. Belgjarætt er talin ffá Sigmundi. Einhveiju sinni þegar mikill mývargur var í Mývatnssveit orti Sigmundur þessa mergjuðu vísu sem sagt er að muni lifa meðan Mývatnssveit ber nafh með rentu: Af öllu hjarta eg þess bið andskotann grátandi, að flugna óbjarta forhert lið fari í svarta helvítið. Varnarsigrar__________________ Það er gamall siður íslenskra stjómmálamanna að játa aldrei að þeir hafi tapað í kosningum; í versta falli unnu þeir vamar- sigur. Þannig var það líka í nýafstöðnum sveitarstjómar- kosningum. Um þetta orti Hjálmar Freysteinsson á dögunum: Kosningar öðru kæta meir og kempur skapa því varnarsigra vinna þeir sem virðast tapa. Gjörningaveður Sjálfsagt muna allir eftir hinum hörðu viðbrögðum Bjöms Bjamasonar frambjóðanda og Geirs H. Haarde fjármálaráðherra þegar Jón Kristjánsson og Ingibjörg Sólrún undirrituðu viljayfirlýsingu um byggingu hjúkrunarrýma fyrir aldrað fólk í Reykjavík. Hjálmar Freysteinsson orti um þennan atburð: Ingibjörg Sólrún suma gerði reiða svekktur Bjöm fór næstum því að orga er Nonni Kristjáns gerði henni greiða sem Geir hennar Ingu Jónu þarf að borga. Hjörsi snýtari Hjörtþór Hjörtþórsson var frægur maður í Vestmanna- eyjum á sinni tíð en hann batt ekki bagga sína sömu hnútum og samferðamennimir. Hann var kallaður Hjörsi snýtari því hann lék það að snýta sér með sérkennilegum hætti fyrir ferðamenn. Minni snýtan kostaði 50 aura (fyrir stnð) en sú stærri kostaði 1,25 krónur, enda hmndu þá steinar úr Heimakletti. Eitt sinn var Hjörsi sendur á Klepp til lækninga hjá dr. Helga Tómassyni. Hjörsi sat prúður í stól á meðan dr. Helgi blaðaði í einhveijum skjölum um krankleika Hjörsa. Allt í einu kom Hjörsi með stærri snýtuna. Dr. Helgi þeyttist upp úr stólum og skall niður í hann aftur allur skjálfandi. Þá segir Hjörsi: „Emð þér slæmur á taugum dr. Helgi?" Umsjón Slgurdór Sigurdórsson. Netfang: ss@bondi.is

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.