Bændablaðið - 11.06.2002, Blaðsíða 9

Bændablaðið - 11.06.2002, Blaðsíða 9
Þriðjudagnr ll.júní 2002 BÆNDABLAÐIÐ 9 Nýr framleiðslustjóri hjá Hólalaxi Hugmyndir uppi að flytja fisk lifandi frá Hólum til SauðárkPúks Friðrik Steinsson fiskeldis- fræðingur hefur verið ráðinn framleiðslustjóri hjá Hólalaxi hf. í Hjaltadal. Friðrik hefur síðastliðið ár verið stöðvarstjóri á Lambanes-Reykjum í Fljótum hjá Máka hf, en áður starfaði hann við fiskeldi í Noregi í fímm ár og veitti þar m.a. forstöðu stöð sem stóð fyrir margvís- legum eldistilraunum. Friðrik sagði í samtali að mjög áhugavert væri að koma til starfa hjá Hólalaxi. Fjárhagsstaða fyrir- tækisins væri góð og menn hyggðu á talsverða framleiðsluaukningu á næstu árum, jafnvel gæti orðið um margföldun á framleiðslunni að ræða ef öll áform gengju eftir. Friðrik sagði að framleiðsla Hóla- lax væri nú um 100 tonn af bleikju á ári, en einnig væru þar framleidd laxa- og bleikjuseiði. Áætlað er að auka bleikjueldið um 50-60 tonn á ári. Undanfarin ár hefur Hólalax verið í nánu samstarfi við Fisk- iðjuna á Sauðárkróki sem er stærsti hluthafmn í Hólalaxi. Þannig hefur allri framleiðslunni verið ekið í húsnæði Fiskiðjunnar eftir slátrun, þar sem gengið er frá vörunni samkvæmt kröfum kaupenda. Fiskurinn fluttur lifandi til Sauðárkróks! Friðrik segir að áform séu um að byggja geymslutank við Fisk- iðjuna sem geri það kleift að flytja fiskinn lifandi til Sauðárkróks, og jafnvel geyma hann einhverja daga áður en honum er slátrað. Með þessu vinnist m.a. að ekki sé dýrmætt pláss í eldisstöðvunum bundið fyrir sláturfisk og það geri því í raun mögulegt að nýta rýmið fyrir fisk sem er í uppvexti. Samfara þessu þurfi einnig að þróa flutningsaðferðir á lifandi fiski og Friðrik Steinsson framleiðslustjóri Hólalax við eldisstöð Máka í Fljótum á dögunum. /Bblmynd Örn. einnig að bæta vinnsluaðstöðuna í Fiskiðjunni. Meira bleikjueldi í Skagafirði? Friðrik sagði að starfsmenn Hólalax og Hólaskóla hefðu í hyggju að kortleggja Skagafjörðinn nákvæmlega með bleikjueldi í huga. í ljósi þess að víða er jarðhita að finna má ætla að hægt sé að hefja bleikjueldi á ýmsum stöðum. Þess má að lokum geta að Pétur Brynjólfsson sem verið hefur framkvæmdastjóri Hólalax undanfarin ár og gegnt því starfi af frábærri samviskusemi hefur flutt úr héraðinu. /ÖÞ DEUTZ-FAHR RÚLLUUÉLAR HF REYKJAVÍK - AKUREYRI REYKJAVIK: Armúla 11 - Sími 568-1500 AKUREYRI: Lónsbakka - Sími 461-1070 MP-121 Rúllubindivól Sópvinda, 1,67 m Tvöföld garnbinding Verð, frá MP-122 Rúllubindivél Breið sópvinda, 2,10 m Mötunarvals Tvöföid garnbinding MP-130 Rúllubindivél Breið sópvinda, 2,10 m Mötunarvals og söxun Garn- og netbinding Flothjólbarðar án vsk. Verð miðast við gengisskráningu 5. júní 2002 Rafrænt skýrsluhald í nautgriparækt www.velar.is LAlltaf SKREFI FRAMAR Allt í heyskapinn Vélar á verði sem allir eru sáttir við / \ /-------- * ... ir-í.--- --L P, aqf TH nn XnrrA r\/ér a u u lUSkl Case IH dráttarvélar Steyr dráttarvélar McCormick dráttarvélar Krone heyvinnuvélar McHale pökkunarvélar Stoll heyvinnuvélar Stoll ámoksturstæki L »« VELAR& ÞJéNUSTAHF ST0US HKRONE /VT-Va/e McCORMICK Þekktir fyrir þjónustu Járnhálsi 2 ■ 11o Reykjavík ■ SÍMi: 5-800-200 ■ Fax: 5-800-220 ■ www.velar.is Óseyri 1a « 603 Akureyri ■ Sími: 461-4040 ■ Fax: 461-4044 Hafið samband við sölumenn okkar og FAIÐ NANARI UPPLYSINGAR.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.