Bændablaðið - 11.06.2002, Side 12
12
BÆNDABLAÐIÐ
Þriðjudagur ll.júní 2002
Rakstrarvélar
( Heyþyrlur
Vinnslubreidd 5,5 - 7,0m
Sláttuvélar
Pökkunarvél
Rúllubindivél)
G.SKAPTASON & CO
Tunguháls 5 • sími 577 2770
Ferðaþjónusta bænda:
Vaxtarbroddurinn
í sveitum landsins
„Við stefnum að því að vera í
fararbroddi í umhverfisvænni
ferðaþjónustu á íslandi. Á síðasta
aðalfundi var samþykkt að ferða-
þjónustubændur mörkuðu sér um-
hverfisstefnu og ynnu eftir mark-
miðum Staðardagskrár 21. Mikil
sóknarfæri eru í umhverfisvænni
eða grænni ferðaþjónustu. Gestir
eiga að geta verið vissir um að þeir
séu að heimsækja ferðaþjónustu-
aðila sem hugsar vel um um-
hverfið. Slík viðleitni getur verið
allt frá því að þurrka þvottinn úti á
snúru og til þess að jarðgera allt
lífrænt sorp; nota umhverfisvænar
vörur, allt frá sápu til hús-
byggingaefnis. Það er líka mikil-
vægt að upplýsa ferðamanninn um
umhverfið því upplýstur ferða-
maður er verðmætur ferðamaður.
Sagt er að slíkur ferðamaður drepi
ekkert nema tíma, skilji ekkert
eftir sig nema fótspor og taki
ekkert nema myndir. Ef ferða-
mönnum mun fjölga jafnmikið og
spáð hefur verið næstu árin viljum
við taka þátt í því verkefni að
lágmarka neikvæðar hliðar þess"
sagði Marteinn.
-Ferðaþjónustan hefur lengi
verið aukabúgrein hjá bœndum, en
eru ekki einhverjir farnir að lifa
eingöngu á ferðaþjónustunni?
„Það er rétt að margir bændur
eru með ferðaþjónustuna sem
aukabúgrein og eru þá með fáein
herbergi sem þeir leigja út. Síðan
er sá hópur orðinn býsna stór sem
er búinn að leggja niður hefð-
bundinn búskap og er eingöngu í
ferðaþjónustunni, með 30 til 50
herbergi, veitingasölu og jafnvel
ráðstefnuaðstöðu. Þeir eru alveg
sambærilegir við stór gistihús og
hótel. Þróunin á síðustu árum
hefur orðið sú að ferðamanna-
tímabilið hefur lengst í báða enda
og það hefur gert fólki kleift að
stunda ferðaþjónustuna eingöngu."
Marteinn Njálsson,
ferðaþjónustubóndi í
Suður-Bár við
Grundarfjörð, var
kjörinn formaður
stjómar Félags
ferðaþjónustubænda á
aðalfundi félagsins í
mars sl. Hann segir að
á þeim fundi hafi verið
samþykkt mjög
merkileg
umhverfisstefna.
-Er ferðaþjónusta bœnda sam-
keppnishœf við aðra ferðaþjónustu
í dreifbýli?
„í mjög mörgum tilfellum er
hún það, en gæðamálin eru eitt af
því sem við leggjum þunga áherslu
á um þessar mundir. Við erum ný-
búin að fara hringinn í kringum
landið og heimsækja alla ferða-
þjónustubæi og gera gæðaúttekt.
Utkoman var mjög góð og margir
bæir með afbragðsaðstöðu. Svo
eru þeir líka til sem þurfa að taka
sig á, og ég lít á það sem verkefni
stjórnarinnar að veita ferða-
bændum aðhald í þessum málum.
Við vinnum út frá ákveðnum
gæðastaðli, og höfum raunar gert
það um árabil. Við erum fyrstu
heildarsamtök í ferðaþjónustu á Is-
landi sem tóku upp ákveðinn
gæðastaðal. Gestir geta gengið að
ákveðnum gæðum vísum og það
teljum við afar mikilvægt þegar
verið er að markaðssetja ferða-
þjónustu. Gæðamerki okkar er
græni burstabærinn og hafa þeir
einir rétt til að nota það sem er í
félaginu og standast settar kröfur.
Brögð hafa verið að því að óvið-
komandi aðilar noti merkið okkar.
Félagaskrána má hins vegar finna í
íslenska bæklingnum sem er að
koma út þessa dagana."
-Nýtur ferðaþjónusta bœnda
einhverra opinberra styrkja?
„Ekki frekar en önnur ferða-
þjónusta í landinu. En upplýsinga-
miðstöðvamar og starf ferða-
málaráðs er kostað af ríkinu og er
vissulega mikill stuðningur. Það
má segja að upplýsingamið-
stöðvarnar séu okkar „hafnir" og
því afskaplega mikilvægar í
vaxandi ferðamannafjölda og
þeirri viðleitni okkar að taka vel á
móti þeim."
Fjarskiptakerfið flöskuháls
Marteinn segir að ferða-
þjónustubændur séu að koma sér
upp miðlægu bókunarkerfi fyrir
ferðaskrifstofu sína, Ferðaþjónusta
bænda hf„ sem annast markaðs-
setningu og sölu á ferðaþjónustu
bænda.
„Nú er líka verið að sækja
fram á Intemetið og við erum
komin með netfangið www.sveit.is.
Við vinnum að þeim málum í anda
verkefnisins „Færum heiminn
heim í hlað" sem er upprunnið
í landbúnaðarráðuneytinu. Til
stendur að koma á miðlægu
bókunarkerfi þannig að bókunar-
staða ferðaþjónustubæja sé ljós á
einum stað. Næsta skref í þessu
verkefni er að tengja ferðþjónustu-
bændur við kerfið, en því miður er
fjarskiptakerfi dreifbýlisins flösku-
háls fyrir okkur. Ef við ætlum að
tengja okkur við miðstöð okkar í
Reykjavík er það kostnaður upp á
tugi þúsunda á mánuði, á meðan
fyrirtæki í þéttbýli sem nota ADSL
þjónustu greiða 4-5 þúsund krónur
á mánuði fyrir sítengingu óháð
notkun innanlands. Okkur býðst
bara ISDN kerfið sem gerir ekki
ráð fyrir sítengingu og þau notkunar-
gjöld sem við þyrftum að greiða
eru mjög há. Þetta er í raun
byggðapólitískt mál en vonandi
verður þessi aðstöðumunur jafnaður
í framtíðinni," segir Marteinn
Njálsson.
Ferðapiúnustubændum mun Ijfllga
Marteinn segist telja öruggt að ferðaþjónustubændum muni
fjölga á næstu árum, „enda má segja að ferðaþjónustan sé
vaxtarbroddurinn úti í sveitum landsins. Víða um iandið vex
ferðaþjónustan hratt og ég sé ekkert sem ætti að geta stöðvað þá
þróun. Samt hefur ferðaþjónusta bænda sem búgrein fjarlægst
aðrar hefðbundnar búgreinar. Þessu viljum við breyta og fá
ferðaþjónustu viðurkennda sem fullgilda búgrein, og kannski
verður hún álitin hefðbundin eftir einhver ár!"
Sparaðu fé og fyrirhöfn
Felqur
/ Dráttarvéladekk /
/ Heyvinnuvéladekk /
/ Vörubíladekk /
/ Jeppadekk /
/ Fólksbíladekk /
f
Rflfgeymor
Keðjur
Bflsamottur
Oryggisheliur
Hjá Cámmívinnslunni
fœrð þú alU á einurn stað/
Kannaðumðtiðð
www.gv.ls
Sendum um altt land -
Sama veró fré R&ykjavik
■m.
i
&
Gúmmfvinnslan hf.
RóUarhvamml 1 > Akureyri
Hrteftó «f (M (rekwi
Wml 46I 26&0 * («* 461 Wb
Þýsku básamottumar frá Gúmmívinnslurmi
má nota jatnt undir hesta, kýr, svín og fleiri dýr
Eigum á lager 100,110 og 120 cm breiðar mottur i ýmsum
kjngdum, etnníg dregia og motturí kerrur.