Bændablaðið - 11.06.2002, Blaðsíða 13
Þriðjudagur ll.júní 2002
BÆNDABLAÐIÐ
13
Björn Gunnlaugsson, tilraunastjóri
Garðyrkjuskólans:
Vðgesdr í garOIOndum
Sumarið er komið og þá lifnar
allt af dvala, líka skordýr í
görðum sem svo mörgum er illa
við og nauðsynlegt er að
bregðast við ef gróðurinn á ekki
að fara illa. Bjöm Gunnlaugsson,
tilraunastjóri Garðyrkjuskólans
að Reykjum í Ölfusi, mun halda
fyrirlestur þann 8. júní nk. um
það hvernig best sé fyrir fólk að
bregðast við vágestum í görðum,
sem eru einkum trjámaðkur,
blaðlús, ryðsveppur og kál-
maðkur. Hinn síðastnefndi er
auk þess mikill vágestur hjá
garðyrkjubændum sem stunda
kálrækt.
Kálmaðkur vandi
garðyrkjubænda
„Það er rétt, kálmaðkurinn er
vandamál fyrir bændur og menn
nota vamarefni til að glíma við
hann. Varnarefnið sem um ræðir
heitir Birlane og það er fastur liður
hjá garðyrkjubændum að strá því
yfir garðlöndin til að verjast
kálmaðkinum. Ef bændur ætla að
fá uppskeru sem atvinnumenn
verður ekki hjá þessu komist.
Neytendur eiga þó ekki að þurfa að
óttast að fá efnið í sig við neyslu
afurðanna því strangar reglur gilda
um leyfilegt magn og uppskeru-
frest þegar efnið er notað og
efnaleifar hafa mælst undir við-
miðunarmörkum," sagði Bjöm í
samtali við Bændablaðið.
Bæklingur Ferðaþjónustu
bænda - Upp í sveit - er komin út.
í honum era upplýsingar um þá
120 bæir út um allt land sem bjóða
upp á gistingu, máltíðir og af-
þreyingu. Þama má fmna flest það
sem fólk þarf að vita um staðina
svo sem upplýsingar um síma-
númer, heimilisfang, póstföng,
fjölda gistirýma og tegund gisting-
ar. Einnig er getið þeirrar af-
þreyingar sem er í boði á staðnum
og opnunartíma ferðaþjónustunnar
á viðkomandi bæ. Bæklingurinn
Upp í sveit er fáanlegur á öllum
upplýsingamiðstöðum, öllum
Esso-bensínstöðvum og skrifstofu
FB. Einnig má leita upplýsinga á
slóðinni sveitás
Ferðaþjónusta bænda er við
Síðumúla 13 í Reykjavík. Síminn
er 570 2700
Óþarfi að úða birki
Það er algegn sjón þegar
kemur fram í júní og júlí að sjá
menn með grímur og í sérstökum
fatnaði úða á tré í görðum. Þá era
þeir að eitra fyrir blaðlús og
trjámaðki.
„Eg held að segja megi að
frekar auðvelt sé að ráða við þessi
skordýr. Margir velja þá leið að
úða ekki neitt og það getur
stundum gengið. Ef fólk er með
birki í görðum sínum er til dæmis
óþarfi að úða því það jafnar sig
alltaf þegar líður á sumarið. Hins
vegar era til víðitegundir sem
verða alveg uppétnar ef ekki er
úðað," segir Björn.
Garðeigendur þurfa
að vera á verði í júní
Hann var spurður hvort
veðurfar yfir veturinn hefði eitt-
hvað að segja varðandi líf þeirra
skordýra sem hrjá trén mest. Björn
segir að varðandi trjámaðk og
blaðlús þá séu það egg þeirra sem
lifa af veturinn, en þau sitja á
greinum trjánna. Ef veður era hörð
yfir veturinn geta orðið afföll á
eggjunum og því dregur úr þessum
skordýrum eftir harða vetur. Bjöm
bendir á að frosthörkur í nóvember
og febrúar á liðnum vetri gætu haft
þau áhrif að minna yrði um blaðlús
og trjámaðk í ár en oft áður.
„Síðan skiptir veðrið á maðka-
tímanum miklu máli. Trjámaðkur
er á ferðinni í u.þ.b. tvær vikur í
júní og ef það er votviðrasamt á
þessum tíma dregur úr maðkinum.
En það er sem sagt í júnímánuði
sem fólk þarf að vera á verði og
fylgjast vel með þegar maðkurinn
kemur í trén og úða þá strax,"
sagði Bjöm Gunnlaugsson.
Ryðsveppurinn
Bjöm að ryðsveppurinn hafi
undanfarin ár verið vaxandi
vandamál á gljávíði og ösp um
sunnanvert landið. Ryðsveppir lifa
af veturinn sem gró og það skiptir
litlu máli varðandi skaða þótt vetur
séu harðir. Það er ekki alveg sama
hvort um er að ræða ösp eða gljá-
víði, gangur mála er mismunandi
eftir því hvor tegundin er.
Asparryðsveppurinn hefur lerki
sem millihýsil en veldur bara
skaða á ösp. Gljávíðiryð finnst
hins vegar einvörðungu á gljávíði,
Hægt er að draga úr ryðsvepp á
gljávíði með því að úða með
sveppalyfi en lítið er hægt að gera
við asparryðsvepp.
525 8070
er pöntunarsíminn
...eða veladeild@ih.is
fyrir Kverneland Taarup Spin rúlluplastið
V ROLUTBtHaS 3000 m SCBM8&&JÍ' ROliftTEXWJJS T OfíSm/uW 3000 m l
Sami pöntunarsími fyrir CLAAS Original
stórbaggagarnið og netið.
750 mm 5.495 kr. án vsk.
500 mm 4.495 kr. án vsk.
Flutningur er innifalinn í verði
hvert á land sem er*
*á áfangastaði Landflutninga
- miðað við lágmarkspöntun
14 stk. 500 mm rúllur
eða 12 stk. 750 mm rúllur
Umboðsmenn um land allt
Ingvar
Helgason hf.
Sœvarhöfða 2
Sími 525 8000
www.ih.is