Bændablaðið - 12.11.2002, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 12.11.2002, Blaðsíða 18
BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 12. nóvember 2002 Á 18 Kýr komast í háa nyt strax eftir burð. Mjólkin er mjög kalkrík og t getur dagsnyt af henni innihaldið margfalt það magn af kalki sem er í blóðinu. Því þarf að fara í gang mjög öflug upptaka af kalki úr beinum og meltingarvegi til að anna þörfmni. Ef þetta upptöku- kerfí kalks er ekki að fullu virkt eða verður fyrir truflun fær kýrin doða. Kalkið er einnig nauðsyn- legt til að hreyfmgar vöðva séu eðlilegar. Þetta á m. a. við um slétta vöðva vambar og legs. Aður héldu menn að offóðrun á kalki fyrir burð væri orsök doða en nú hafa nýlegar rannsóknir erlendis sýnt ótvírætt fram á að ofgnótt af kalí í fóðri fyrir burð er söku- ^ dólgurinn. Margir þættir hafa áhrif - ofgnótt af kalí er einn þeirra. Fyrir rúmu ári hófú tveir kúa- bændur á Suðurlandi fóður- athugun með aðstoð Erlendar Jóhannssonar fóðurfræðings hjá Fóðurblöndunni. Markmiðið var að reyna að draga úr doða- einkennum við burð með því að fóðra kýrnar á sérstökum geld- stöðukögglum sem Erlendur útbjó í þessu skyni. Rannsóknir sýndu að með því að lækka sýrustig í þvagi (sýru- Tstig blóðs breytist lítið vegna „buffer“ kerfa - beinin eru helsta „buffer“ kerfið) geldkúa niður í pH 6-7 í stað pH 8 eða yfir þá jókst kalkið í blóðinu og nýting kalks úr beinum varð mun virkari. Hægt er að hafa áhrif á sýrustigið í þvagi með fóðrun. Ofgnótt af kalí heldur pH í þvagi háu. Auð- veldasta leiðin til að lækka sýrustig í þvagi er að gefa kalísnautt fóður í 3 vikur fyrir burð. Það er oft erfitt ♦ þar sem grös eru yfirleittt kalírík. Rannsóknir hafa sýnt að að hægt er að draga úr áhrifum kalís með því að setja súr Svanhvít í Hjallanesi 1. er með 48 mjólkandi kýr Framleiðslu- réttur: 173 þúsund lítrar. sölt í fóðrið seinustu 3 vikumar fyrir burð. Þegar fóðrað er með súmm söltum þarf mikillar aðgæslu við því að ofnotkun getur ofsýrt blóðið og valdið skaða. Sýrustig í Magnússon, Akbraut í Holtum og Karl Jónsson og Jónína B. Kristinsdóttir á Bjargi í Hruna- mannahreppi. í mars á þessu ári gengu þau hjón Svanhvít Guð- mundsdóttir og Kjartan Elíasson á Er doði menningarsjúkdómur? Karl bóndi á Bjargi sagði að líklega mætti segja að doði væri menningarsjúkdómur. I árdaga hefði náttúran séð til þess að dýr eignuðust afkvæmi á vorin. „Það var erfitt með fóður á veturna og það var oft lélegt og ekki síst vikurnar fyrir fæðingu afkvæmisins. Nú fóðrum við mennirnir skepnurnar okkar á kjarngóðu hásumarfóðri á veturna. Þetta getur ekki passað,“ sagði bóndinn á Bjargi, og hin tóku undir og bættu við að það þyrfi að búa til „náttúrulegri skilyrði fyrir kúna“ nokkru lyrir fæðingu kálfsins. Með þessari fóðrun væri kýrin byggð upp fyrir mjaltaskeiðið. Karl sagði að jórturdýr væru nú einu sinni þannig af Guði gerð að þau þyrftu á miklu kalí að halda á ákveðnum tímum. „En kalí í vetrarfæðu iórturdvra í náttiirlegiun aðstæðum er miög lágt.“ þvagi er nánast það sama og í blóði. Auðvelt er að mæla sýrustig í þvagi með pH pappír. Súr sölt eru afskaplega bragðvond og geta dregið úr áti. . Ekki er blaðinu kunnugt um að rannsóknir hafi verið gerðar hér á landi á áhrifum kalís í geldstöðu- fóðri á tíðni doða. Kögglamir sem bændurnir hafa notað innihalda súr sölt sem hafa þau áhrif að auka virkni „buffer“ kerfisins - auka niðurbrot beina og sýrustig lækkar. Bændumir hefja kögglagjöf allt að þremur vikum fyrir burð. Yfir- leitt gefa þeir um tvö kíló á dag, en ef kýrin er í góð- um holdum virðist hún þurfa meira magn. Bragðið er sagt afar vont en kýmar láta sig hafa það, enda ekki boðið upp á réttUr:136 anna^- þúsund lítrar. Bændumir eru þeir Daníel Karl á Bjargi er með 30 mjólkandi kýr Framleiðslu- Hjallanesi 1 í Landssveit til liðs við Daníel og Karl en í Hjallanesi 1 vom mikil vandamál varðandi súrdoða sem kom upp viku eftir burð. Fyrir rúmu ári stóð Karl yfir kúnum sínum þar sem þær voru illa haldnar af doða. Eðlilega var hann áhyggjufullur. I fjósið kom nýlega útskrifaður svissneskur dýralæknir og hann spurði hana, hvað væri að kúnum. Hún spurði á móti hvort þær fengju geldstöðu- fóðrun. Karl spurði hvað það væri, en fékk ekkert svar. Hann fór þá í símann og leitaði ráða hjá Erlendi í Fóðurblöndunni. Erlendur rifjaði upp að fyrir ára- tug hefði hann sett saman geldstöðu- fóður sem ekki hefði fengið braut hljómgrunn þá. ermeð16 „Þegar ég kom mjó|kandi kýr með mitt vanda- pcamleiðslu- mál þá skildi Er- réttur; 96 lendur að nú væri þúsund |ítrar. líklega kominn Daniel I Ak- tími til að dusta rykið af gömlu hugmyndinni því þama væri kominn rétti maðurinn. Við nán- ari athugun kom svo í ljós að rann- sóknir á þessu vandamáli voru í gangi bæði austan hafs og vestan.“ Og Daníel rifjar upp að fyrir fjórum árum var hann og Kristinn Guðnason á Þverlæk að bera saman mjólkurkúrfumar hjá kún- um hvor hjá öðrum og þá kom í ljós að meðalkýrin hjá okkur var ekki eins. Hjá Daníel var toppur- inn í öðrum mánuði eftir burð en hjá Kristni í fyrsta mánuði. „Sumar kýr vom í toppafúrð- um á fyrstu mælingu á meðan aðrar náðu mestri nyt á fimmta mánuði frá burði og var það ekki há nyt. Þær kýr áttu við lystarleysi að stríða þó þær færu kannski ekki beint í súrdoða, en þetta dró úr af- urðagetu þeirra. Þetta var kveikjan að því að við Karl fórum að ræðast við um hvernig á þessu stæði. Þá kom Karl með svo háfleygar útskýringar að ég skildi hann ekki í fýrstu, en því oftar sem við ræddum málin skildi ég hann betur. Þeir sem þekkja Karl á Bjargi vita hvað ég á við, svona hefur þetta undið upp á sig og orðið að efni í vísindatilraun í dag,“ sagði Daníel og vildi benda á að hægt er að fá sýrustigsstrimla í versluninni Deiglan. Karl sagði að fóðrunin og hvemig að henni væri staðið væri í raun grunnurinn að nautgriparækt - gallinn væri bara sá að leið- beiningar um fóðrun á geldstöðu væru ekki til.“„Geldstaðan er það fóðrunartímabil sem er erfiðast viðureignar." Karl gerði heysýni að umtalsefni og sagði að þau væm grundvallaratriði vandinn væri hins vegar sá að þar vantaði trénisgreiningu. „Menn ættu að velja heygerðir og kjamfóður eftir heysýnum. Svo eru sum hey betri en önnur handa geldstöðukúnum." Rúlluheyskapur ætti að gera bændum auðveldara að ganga þannig frá vetrarforðanum að auðvelt sé að ná í rúllur með réttu efnainnihaldi. Karl brosti út í annað og minnti á að það væri betra að menn röðuðu rúllunum eftir merkingum þannig að þær væru aðgengilegar. Ekki er hægt að slá neinu fostu varðandi þessa athugun en svo virðist sem geldstöðukögglamir hafi jákvæð áhrif. Þetta kom ekki síst fram í kúnum í Akbraut en þær sluppu alveg við doða og súrdoða sem voru í tilrauninni, en höfðu æði oft fengið hann áður fyrr um og eftir burð. Hér kann að skipta máli að kýmar í Akbraut eru holdmeiri en kýmar á hinum bæjunum. Kýmar á Bjargi sluppu og mjólkuðu vel fram að fyrsta beiðsli en þá virtist orkuforðinn tæmdur. Ein þeirra fékk ekki geld- stöðuköggla og hún lá flöt í doða við burð. Annarri var hætt að gefa köggla góðri viku fyrir burð og hún slapp. Þess má geta að umrædda köggla má ekki gefa kúm sem em mjólkandi. „Ég finn fyrir jákvæðri breyt- ingu,“ sagði Svanhvít og tók það fram að ein kýr hefði lent í alvar- legum súrdoða þrátt fyrir geld- stöðukögglana. Ástæðan hefði verið sú að kýrin hefði átt að fá meira enda stór og feitlagin - eða kringum 4,5 í holdstigun, en þetta sýnir að stærð gripanna skiptir máli. Viðmælendur blaðsins voru sammála um að bændur ættu að gera meira af því að holdstiga kýmar sínar. (Sjá Grein um holda- stigun íslenskra mjólkurkúa sem kom í 12. tbl Freys 2001, bls 36 - 39). „Holdstigun skiptir miklu máli þegar kýrin fer í geldstöðu," sagði Daníe, en æskileg einkunn er 3,0 til 3,5. Holdstigun kúnna í Hjallanesi var tæpir 2 en á Bjargi um 3. „Kýmar eru famar að mjólka meira en þær gerðu áður,“ sagði Daníel. „Þar með verður doðinn sýnilegra vandamál.“ - Hvert verður framhaldið? Viðmælendur blaðsins sögðu að þeir teldu sig hafa farið inn á svið sem ætti hiklaust að rannsaka betur. „Ávinningurinn er ljós. Skepnan er hraustari við burð og á auðveldara með hann. Kálfúrinn er sprækari. Minna er um fastar hildir. Kýrin kemst fyrr inn í mjólkurframleiðslu með hærri af- urðir - mjólkurkúrfan verður jafnari. Þessir kögglar eru hins vegar ekki heppilegir fyrir kvígur og það þarf að rannsakast betur." Daníel gerði sýrustig í blóði kúnna að umtalsefni og sagði það yfirleitt of hátt í geldstöðufóðrun. Ástæðuna mætti rekja til þess að það væri of hátt hlutfall af kalí, kalki,og fiskimjölspróteini í fóðri. Þessu væri hægt að stýra með kjamfóðurgjöf og áburðamotkun á túnin á vorin. Mikil notkun á bú- fjáráburði og þrígildum áburði væri bein ávísun á erfiðleika við burð. „Það er mikilvægt að fylgjast með kúnum á þennan hátt. Þarna sjá menn hvemig kýriner fóðruð á mjaltaskeiðinu," sagði Daníel. Karl sagði að ef sýrustig á burðar- tíma væri hærra en pH 8 þá gæti gripurinn ekki nýtt sér það kalk sem væri bundið í líkamanum. Svanhvít sagði að þama kæmu geldstöðukögglamir sér vel. í mörgum tilvikum hefðu þeir klár- lega komið í veg fyrir að þau hefðu þurft að grípa til róttækari aðgerða - eins og að gefa kalk. Bólusetning við garnaveiki Bólusetja þarf snemma Mikilvægt er að bólusetja ásetningslömb við gamaveiki sem allra fyrst að haustinu. Ástæðan er sú, að mótefni, sem lömbin fá með móðurmjólkinni (broddinum) og hafa varið þau gegn vorsmiti, v endast ekki lengur en fram í ágúst- september. Eftir það má ætla að þau séu óvarin gegn smiti sem leynast kann í hjörðinni. Bólu- setning er áhrifamikil aðferð til vemdar gegn veikinni. Ein vel heppnuð bólusetning dugar til ævi- langrar vamar. Til þess þarf helst að bólusetja áður en skepnan smitast. Bóluefnið er vandmeðfarið. Sérstaka þjálfun þarf til svo vel fari. Dýralæknar sjá víðast hvar um bólusetningu nú orðið. Við bólusetninguna fá skepnumar sótt- •*¥ hita og varanlegur hnútur myndast á bólusetningarstaðnum. Illa bólusettar ær gefa lömbum sínum lélega vöm og verja þau illa eða ekki gegn vorsmiti. Éf smitið er lítið í hjörðinni, geta liðið ár þar til bera fer á veikinni. Bólusetninguna og undirbúninginn þarf því að vanda vel. Ásetningslömb ætti að ^taka ffá strax. Það er hægt að haustinu og einangra ffá eldra fénu á beit og síðar á húsi. Samkvæmt reglugerð skal bólusetningu alls staðar lokið fyrir áramót. Lömb sem slátra á að vetrinum skal einnig bólusetja nema fengið sé sérstakt leyfi. Það útheimtir einstaklingsmerkingu, skráningu og skýrslugerð. Hventer má hœtta að bólusetja? Á nokkrum svæðum landsins hefur bólusetningu gegn gama- veiki verið hætt. Víðast hvar með góðum árangri en afleiðingamar geta og hafa orðið alvarlegar, ef sjúkdómurinn eða smitið leynist á viðkomandi svæði, eða berst inn á það eftir að bólusetningu er hætt. Þá verður að taka upp bólusetn- ingu að nýju á öllu viðkomandi svæði, sem þýðir 10 ár áður en hætt yrði aftur. Viðmiðunarreglur: 1. Leyfið nái til heils vamar- hólfs með tryggum vamarlínum (vel viðhaldið, bann við flutning- umyfir þær). 2. Ekki hafi orðið vart gama- veiki í 10 ár í vamarhólfinu. Eftir- lit sé virkt, gamasýni úr sauðfé og nautgripum hafi verið skoðuð. 3. Fyrir liggi upplýsingar um heimaslátraðan fénað (fé, kýr og geitur) og sýni hafi verið skoðuð úr þeim. 4. Fyrir liggi upplýsingar um veikindi og vanhöld og skoðaður hafi verið fénaður, sem vanþrifist hefúr, sjálfdauður eða lógað vegna vanþrifa eða grunsamlegra veik- inda. 5. Skoðað hafi verið fé á húsi og í haustréttum á svæðinu. 6. Mat á áhættu fari ffam með sveitarstjómum, sem lýsi yfir vilja og ábyrgð, ef illa fer. Umsókn sveitáfstjóma liggi fyrir. 7. Tryggt sé að veikin leynist ekki í nautgripum á svæðinu. 8. Bændur á svæðinu fái upplýsingar um aukna áhættu ffá öðrum svæðum (dreifibréf). 9. Skipulagt fyrir næstu árin með þátttöku heimamanna hvemig má uppgötva veikina strax láti hún á sér kræla að nýju. Effirfarandi spumingum ætti að svara fyrir hvem bæ á svæðinu áður en bólusetning verður felld niður: - Hefur verið bólusett á bænum, hvert lamb? Hafa skýrslur verið sendar um það til yfir- dýralæknis svo sem gera á? - Er féð á bænum ein- staklingsmerkt með eymamerkjum og skráð? - Hvað var mörgu fé slátrað s.l. haust? Var fleim slátrað en því sem sent var úr? Hvert var það sent til slátrunar, ef um fleiri sláturhús var að ræða? Voru sýni send úr því? - Hve mörgu fé var slátrað heima fúllorðnu? Hve mörgum kindum fúllorðnum var lógað ofan í gröf (ekki hirt)? - Hve nákvæm líffæraskoðun var gerð á því, ef ekki voru send sýni? Er víst að ekki var neinn gamaveikigrunur í líffærum kinda, sem fengu skituköst, vanþrifúst eða tærðust upp? - Hvemig voru fénaðarhöld á bænum? Vantaði eitthvað af fjalli eða fórst eitthvað í heimahögum eða eftir að fé var komið á hús? Hve margt drapst eða vantar? Úr hverju drapst féð, sem vitað er að týndi lífi? Vom send líffæri til rannsóknar úr því? - Telur bóndi engar eða ein- hverjar líkur á að einhver hans kinda, sem drápust eða var lógað og ekki hirtar hafi verið með gamaveiki? Hefúr bóndinn orðið var við uppdráttarsýki með eða án skitukasta (tærðust upp með skitu- köst)? Sigurður Sigurðarson dýralœknir, Keldurn

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.