Bændablaðið - 12.11.2002, Blaðsíða 19

Bændablaðið - 12.11.2002, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 12. nóvember 2002 BÆNDABLAÐIÐ 19 Búferlaflutningar í janúar- september 2002 Dregur úr fúlksttningum fil höfuOborgarsvæðisins Hagstofa íslands hefur birt tölur um búferlaflutninga fyrstu 9 mánuði þessa árs. Þar kemur fram að dregið hefur úr fólksflutningum frá landsbyggðinni til höfúðborg- arsvæðisins. Aðfluttir umfram brottflutta á þessu tímabili voru 525, en voru á sama tíma í fyrra 1324. Á fyrstu níu mánuðum ársins var skráð 43.891 breyting á lög- heimili einstaklinga í þjóðskrá. Þar af fluttu 23.517 innan sama sveit- arfélags, 13.888 milli sveitarfé- laga, 3.239 til landsins og 3.193 ffá því. Á þessu tímabili fluttust aðeins 46 fleiri einstaklingar til landsins en frá því. Brottfluttir íslendingar voru 692 fleiri en aðfluttir. Aftur á móti voru aðfluttir erlendir ríkis- borgarar 738 fleiri en brottfluttir. Á sama tíma árið 2001 voru að- fluttir umfram brottflutta til landsins umtalsvert fleiri en í ár, eða 1.051. Til höfúðborgarsvæðisins voru aðfluttir umfram brottflutta 525. Á landsbyggðinni fækkaði íbúum vegna búferlaflutninga um 479. Ekkert landsvæði utan höfuð- borgarsvæðisins var með fleiri að- flutta en brottflutta. Flestir fluttu frá Norðurlandi vestra (115), Vesttjörðum (106) og Austurlandi (94). Af einstökum sveitarfélögum fluttust flestir til Kópavogs (398) og Hafnarfjarðar (238), en flestir frá Reykjavík (234), Vestmannaeyjum (64) og Húsavíkurbæ (51). LANDSTÚLPI1W - Fjós eru okkar fag - • Weelink fóðrunarkerfi • Innréttingar og básadýnur - ath! bæði í legubásafjós og básafiós. • Steinrimlar og flórsköfukerfl í gripahús • Veitum aðstoð og ráðgjöf við hönnuri fjósa - hafið samband, við mætum á staðinn • Loftræstingar - í nýjar og eldri byggingar Bændum býðst að flokka ull sína sjálflr Gengið hefur verið frá samningi milli Istex, Bændasamtaka Islands og Landssamtaka sauðfjárbænda um móttöku, meðferð og greiðslu fyrir ull til 1. september 2003. Vegna erfiðleika á ullarvöru- markaði felur samningurinn í sér 4,5% meðaltals lækkun á ullar- verði í krónum talið milli ára. Enn fremur er lækkað hlutfall ullarverðs, sem greiða skal 1. dag þriðja mánaðar eftir móttöku úr 80% í 70% og greiðslufrestur eftirstöðva er lengdur í allt að niu mánuðum frá móttöku. Umsamið ullarverð er sem hér segir (kr/kg af hreinni ull): HÚ: 520,51 H1: 437,01 H2: 362,50 H3: 61,46 M1-S: 362,50 M1-G: 362,50 M1-M: 362,50 M2: 34,43 M3: 6,11 Sú nýbreytni er tekin upp í þessum samningi, að bændum gefst nú kostur á að flokka sjálfir ull sína og fá fyrir það 15 kr. á kg af óþveginni ull. Það er þó áskilið að matið sé rétt. Trúnaðarmenn í ullar- þvottastöð munu kanna flokkunina og sé því svo ábótavant að nauðsynlegt reynist að endurflokka ullina, verður ekki greitt fyrir heimaflokkunina. Sé heimaflokkun bónda breytt, skal við uppgjör gera honum grein fyrir ástæðum breytinganna. Samhliða þessum valkosti geta bændur valið að senda ullina ómetna til ístex eða fengið ullar- matsmann heim svo sem verið hefúr. Bændur sem flokka sjálfir verða að kynna sér vel matsreglur og hvemig ganga skal frá ullinni til sendingar. 1 þeim tilgangi hefúr verið dreift ffæðslubæklingi um ull og ullarmat ásamt myndbandi um sama efni til allra leiðbeininga- miðstöðva, þar sem bændur geta nálgast þetta efhi, en bæklingurinn var sendur öllum sauðfjárbændum fyrir nokkrum ámm. Bændur eru hvattir til að kynna sér þessar leiðbeiningar og takast á við ullar- matið. Það auðveldar bændum flokkunina og eykur öryggið að flokka æmar eftir lit (gulku/mislit) og ástandi ullar áður en rúið er. Hér á eftir fylgir samantekt á helstu atriðum í skilgreiningum mismunandi ullarflokka. H-Úrval. Alhvít. gallalaus og óskemmd ull. Ullin skal vera togfín, þelmikil og gljáandi og al- gerlega laus við galla (sbr. H1). H1 -1. flokkur hvít ull. Hvít, hrein, fremurtogfín ull, nær laus við gul hár og laus við galla, svo sem rusl, mor, þófa, mýrarrauða, húsagulku og tvíklippingu. Laus við þófasnepla og hnúta í togi. H2 - II. flokkur hvít ull. Hvít óskemmd ull sem ekki er tæk í I. flokk vegna minni háttar galla, svo sem gulra eða dökkra hára, grófs togs, lítils þels, minni háttar húsagulku, lítlls háttar þófa eða þófasnepla og tvíklippingar. Laus við rusl, heymor og mýrarrauða. H3 - III. flokkur hvít ull. Hvít, gölluð eða skemmd ull sem þó er söluhæf, þ.e. ull sem er aðeins þófin eða með þófasnepla í togi, ull með mýrarrauða, ull með rusli eða heymori í litlum mæli og áberandi tvíklippt ull. M1 -1. flokkur Sauðalitir. Sauðsvart: Svört ull, laus við grá eða móleit hár og sem stenst að öðru leyti kröfur um I. flokk Mórautt: Mórauð ull, laus við gráan blæ (ekki grámórauð) og sem stenst að öðru leyti kröfur um I. flokk Grátt: Grá ull með steingráan blæ, laus við móleitan blæ og sem stenst að öðru leyti kröfur um I. flokk M2 - II. flokkur mislit ull. öll önnur óskemmd mislit ull, sem stenst kröfur um II. flokk. Snoðull er flokkuð samkvæmt þessum skilgreiningum en auk þess eftir lengd, sem hér segir: I. flokkur - meðallengd yfir 6 cm og þellengd yfir 2,5 cm II. flokkur - meðallengd yfir 4,5 cm og þellengd yfir 1,5 cm III. flokkur - of stutt fyrir II. flokk. Kviðull fer að iafnaði í II. flokk fhaustull) eða III. flokk fvetrarullV sömuleiðis aróf læraull. Gula hnakkaull á að aðskilja frá reifinu við rúning og fleygja henni. (Ef hún blandast ullinni getur það fellt hana um flokk.) Ull með miklu rusli eða heymori, verulega þófinni ull og ull með skítakleprum skal fleygt. Sumarrúin ull (rúið eftir sauðburð) telst ekki verslunar- vara og skal fleygt. Ull sem klippt er af gærum telst ekki verslunarvara. Skemmdri og mjög gallaðri mislitri ull skal fleygt. Flokkuð ull er sett í poka og merkt með ullarflokki og nafúi innleggjanda. Ull sem send er til innleggs þarf að fylgja flokkunar- blað, þar sem ffam kemur nafn innleggjanda og fjöldi poka í hverjum flokki. Ullin er vigtuð í ullarþvottastöð áður en hún fer í þvott. Orðsending frá ístex um merkingar á ullarpokum Mikilvægt er að ullarinnleggjendur merki alla poka greinilega með nafni, heimilisfangi og kennitölu. Einnig er nauðsynlegt að merkja fjölda af pokum á alla merkimiða svo öll ullin sé metin í einu og ekki vanti poka í uppgjörið. Framhlið á merkispjaldi: '-3999 "afn: .. — JonMPá/sson He,mi'i: OrUnti Kenn*«/a; 150565.3 Pokafjöldi: 15 Innleggjendur sem flokka ullina sjálfir verða að skrifa nafn á flokki greinilega á hvern poka. Fyrir aftan nafn á flokki þarf að merkja hvort sendingin sé haust, vetrar eða sumarull með stöfunum H, V eða S Bakhlið á merkispjaldi: (dæmi um 1. flokk haustull). Lárus Arnar Bjarni s: 437 0023 / 869 4275 s: 486 5656 / 898 9190 Bændur í Bænum - Gistið í Kópavogi Stúdíóíbúð með öllum búnaði til skammtímaleigu. Upplýsingar í símum 898 9782 og 564 2424 Allt til rafhitunar Fyrir heimili og sumarhús Oso-hitakútar Oso hitakútar eru úr ryðfríu stáli að innan. 30 ára frábær reynsla. Margar stærðir. Meðal annars 5 til 300 1. Blöndunarloki, öryggis- og aftöppunarlokar fylgja. Einföld og fljótleg uppsetning. Hagstætt verð. WÖSAB olíufylltir ofnar wMmm Wösab olíufylltir ofnar. Fallegir, vandaðir olíufylltir veggofnar með termostati. Innbyggð stilling til að halda 5° hita. Stærðir: 400, 750, 800, 1000, 1600 og 2000 w. Hæð: 30 eða 60 cm. Hagstætt verð. Oso hitatúpur Margar stærðir. Meðal annars 5 til 15 kw. Henta meðal annars fyrir miðstöðvarhitun og einnig fyrir neysluvatn. Hagstætt verð. Einar Farestveit & Co. hf Borgartúni 28. sími: 562 2901 og 562 2900. K onjókeöjur fyrir ÖH feraitelá.... Aðeins vara frá viðurkendustu framleiðendum Tellefsdal - Trygg - OFA Gunnebo-Weed ..! einum greenum Smiðjuvegur 8 - Kóp Sími: 577 6400

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.