Bændablaðið - 12.11.2002, Blaðsíða 20
20
BÆNDABLAÐIÐ
Þriðjudagur 12. nóvember 2002
Jóhannes eftirherma
Kristjánsson og Vestfirðingur
kom á hátíðina og vakti
stormandi lukku. Nefndinni
fannst snjallt að fá Jóhannes
til að skemmta því þá væri
hægt að fá einn mann sem
gæti brugðið sér í gervi
fjölmargra - en á kaupi eins.
Eins og fram kemur á forsíðu
þá var haldin glæsileg Bændahátíð
í Valaskjálf á Egilsstöðum fyrir
skömmu. Sigurbjörn Snæþórsson,
formaður búnaðarsambandsins og
bóndi í Gilsárteigi sagði að með
veitingu viðurkenninga á bænda-
hátíð væri verið að nota tækifærið
til að staldra við að hausti og
leggja mat á og viðurkenna góðan
árangur i hefbundinni land-
búnaðarframleiðslu.
Viðurkenning fyrir góðan
árangur í suuðfjárrœkt
í ræðu Sigurbjöms sagði að í
sauðfjárrækt hafi mörg síðastliðin
ár verið þrjú bú afgerandi á toppn-
um, ekki aðeins ái
Austurlandi heldur |
einnig á landsvísu.
Þetta eru búin í
Lundi, Klausturseli I
og á Jökulsá. Sam-I
kvæmt fyrrgreind-1
um reglum hlutu|
verðlaunin að þessu I
sinni þau Katrín Guðmunds-
dóttir og Þorsteinn Kristjánsson
á Jökulsá. Verðlaunagripurinn er
smíðaður hjá Álfasteini á Borgar-
firði, gefmn af Sláturfélagi Austur-
lands og veittur af Búnaðarsam-
bandi Austurlands í samráði við
Félag Sauðfjárbænda.
Viðurkenning fyrir
mjólkurfrantleiðslu
Undanfarin ár hefur eitt bú haft
nokkuð afgerandi forystu í mjólk-
urafurðum á Austurlandi. Þetta er
búið á Hánefsstöðum í Seyðisfirði,
þar sem búa hjónin Jón Sigurðs-
son og Svanbjörg Sigurðardótt-
ir. Þegar Sigurbjörn veitti verð-
launin sagði hann að verðlauna-
gripurinn hefði einnig verið smíð-
aður hjá Álfasteini á Borgarfirði,
en hann er gefinn af Mjólkurbúi
Flóamanna og veittur af Búnaðar-
sambandinu í nánu samstarfi við
Félag Nautgripabænda á Héraði og
Fjörðum.
Kjarkur og þor
Viðurkenningin „Kjarkur og
þor sveitanna“ hefúr þegar skapað
sér hefð, en gripurinn er unninn
og gefinn af þeim hjónum Eddu og
Hlyn í Listiðjunni Eik á Mið-
húsum. „Aldrei fer hjá því þegar
verðlaun sem þessi em veitt að
margir em kallaðir, en aðeins einn
útvalinn. Nefndin var þó einhuga
um að í þetta sinn færi farand-
gripurinn í ársvörslu hjá Ragn-
heiði Samúelsdóttur og Stefáni
Sveinssyni á Útnyrðingsstöðum,“
sagði formaðurinn, en á verðlauna-
gripnum stendur að þetta sé viður-
kenning fyrir hug og dug við
markvissa uppbyggingu og öflugt
markaðsstarf á sviði ferðaþjónustu
í dreifbýli.
Ragnheiður og Stefán settust
að á Útnyrðingsstöðum árið 1990,
á fjárleysisárunum, en ákváðu þó
strax að setja ekki á stofn fjárbú
þar. Á þessum tíma var Stefán í
kokkanámi í Valaskjálf. Ragn-
heiður starfaði þá við tamningar,
en þau hafa starfrækt tamningastöð
síðan. Jafnffamt hafa þau unnið að
hrossarækt, þó aldrei með margt,
en reynt að vanda til og nota bestu
stóðhesta sem völ hefur verið á
hverju sinni.
Raunvemlegt upphaf þátttöku
þeirra í ferðaþjónustu má segja að
hafi verið þegar þau hófú að starf-
rækja hestaleigu á Hallormsstað, en
það gerðu þau á sumrin árin 1994
og '95. Eftir það hafa þau einkum
lagt áherslu á að bjóða upp á lengri
hestaferðir af Héraði og um
Borgarfjarðarsvæðið. Árið 2000
stofnuðu þau fyrirtækið Gæðinga-
tours sem þau hafa lagt mikla
áherslu á að markaðssetja á
erlendum vettvangi. Þau fara í því
markmiði reglulega á kaupstefnur
og sýningar erlendis og eiga um
það m.a. samstarf við Ferðaskrif-
stofúna Terra Nova Sól. Ferðamenn
koma nú ýmist með beinu flugi til
Egilsstaða eða til Keflavíkur, en
þangað sækja þau hópa í eigin bíl
og aka með þá um landið. Þessir
hópar em gjaman í hálfan mánuð á
íslandi og eru þá í um það bil viku í
hestaferðum hér fyrir austan. Árið
2001 fengu þau ferðaskrifstofúleyfi
sem ferðaskipuleggjendur og fengu
jafnfram gistihúsaleyfi á
Útnyrðingsstöðum. Þau geta því
boðið upp á mjög heildstæða
ferðaþjónustu.
Ragnheiður og Stefán hafa þó
ekki látið staðar numið við beina
ferðaþjónustu, því árið 2001 tók
Ragnheiður sig upp með unga
dóttur þeirra og dvaldi vetrarlangt á
Hólum til að afla sér réttinda sem
reiðkennari. Hún hefúr síðan haldið
fjölmörg námskeið bæði innan
lands og utan. Þess er án efa að
vænta að verðlaunahafamir eigi
eftir að leita margra nýrra leiða í
framtíðinni.
Kampakádr veislugestjp!
Þetta er hópurinn sem stendur fyrir Bændahátíðinni á Egilsstöðum - og
hefur gert í fimm skipti. í hópnum eru þrenn hjón, Jóhann Gísli
Jóhannsson og Ólöf Ólafsdóttir á Breiðavaði, Edda Björnsdóttir og
Hynur Halldórsson frá Miðhúsum og frá Brekkugerði koma hjónin
Jóhann Þórhallsson og Sigrún Ólafsdóttir. Með hópnum starfar Freyja
Gunnarsdóttir. Þess má geta að hópurinn er sjálfskipaður og að sögn
Freyju er afar erfitt að komast í nefndina.
„Bændahátiöir voru haldnar hér á árum áður. Við eldhúsborðið heima
kom svo upp sú hugmynd að endurvekja þessar samkomur," sagði
Jóhann Gísli í stuttu rabbi við Bændablaöið. Á fyrstu samkomunni voru
220 manns en um daginn var lagt á borð fyrir 250 gesti sem komu af öllu
búnaðarsambandssvæðinu - auk nokkurra Eskfirðinga sem vissu hvar
væri gaman að skemmta sér - og fóru því á Bændahátíð.
„Markmiðið er bara að koma saman og skemmta sér,“ sagði Jóhann Gísli
og bætti því við að skemmtanahald væri um margt svipað búskap. „Þetta
er stundum dálítið valt,“ sagði Jóhann Gísli og hló eins og honum er
einum lagið.
Heiðursgestir
Bændahátíðarinnar voru þau
Jón Pétursson, fyrrverandi
héraðsdýralæknir og eiginkona
hans Hulda Matthíasdóttir. Jón
hóf starf sem héraðsdýralæknir
á Egilsstöðum 1. mars 1958 og
hann lét af því starfl röskum
fjórum áratugum síðar. „Margt
er breytt síðan ég fór í mína
fyrstu vitjun á Héraði. Eg fór
upp í Fjallssel, komst á bíl
norður fyrir Fljót og Vignir á
Ekkjufelli fór með mig á snjóbíl
upp eftir,“ sagði Jón og minntist
þess að hafa setið fastur á
Lónsheiði í 12 tíma og hafa
villst á Breiðdalsheiði.
Glæsileg bændahátíð á EgilsstðOum
Sjá nokkpep myndip til wlótap á landbunadur.is
Katrín Guðmundsdóttir og Þor-
steinn Kristjánsson á Jökulsá.
Jón Sigurðsson og Svanbjörg Sig-
urðardóttir á Hánefsstöðum
Ragnheiður Samúelsdóttir og Stefán
Sveinsson á Útnyrðingsstöðum