Bændablaðið - 12.11.2002, Blaðsíða 4
4
BÆNDABLAÐIÐ
Þríðjudagur 12. nóvember 2002
Séra Karl V. Matthíasson alþingismaður:
HluOaus últekt I
fötækt nauösynleg
Komin er fram á Alþingi þingsályktunar-
tillaga um að gerð verði könnun á um-
fangi fátæktar í landinu. Lagt er til að
félagsmálaráðherra láti fara fram úttekt
á umfangi, orsökum og afleiðingum
fátæktar á Islandi með það að markmiði
að leggja fram tillögur um úrbætur sem
treysti öryggisnet velferðarkerfisins.
Séra Karl V. Matthíasson alþingismaður
er einn af flutningsmönnum tillögunnar.
„Astæða þess að tillagan er flutt er sú mikla
umræða sem verið hefur um fátækt í land-
inu. Þeir sem hafa haldið umræðunni á lofti
hafa vísað til Rauða krossins, Mæðra-
styrksnefndar og Hjálparstofnunar kirkjunn-
ar og annarra sem hafa samskipti við þá sem
leita stuðnings. Stundum hefúr mönnum þótt
sem þeir aðilar væru ekki hlutlausir. Þess
vegna erum við að óska eftir því að skipuð
verði nefnd til að ffamkvæma hlutlausa
úttekt sem tekur af öll tvímæli um ástandið,"
sagði séra Karl í samtali við tíðindamann
Bændablaðsins.
Snertir bcendur
Hann var spurður hvort staða bænda
hefði verið könnuð sérstaklega í þessari
umræðu. Hann sagði svo ekki vera, en þeir
myndu koma mjög mikið inn í þetta ef rann-
sóknamefnd yrði sett á laggirnar til að fara
ofan í fátæktarmálið.
„Orðið fátækt hefur borið á góma þegar
bændastéttin hefúr verið nefnd, og þá alveg
sérstaklega sauðíjárbændur. Margir halda
því fram að þeir séu fátækasta stétt landsins.
I framhaldi af því, ef sú verður niðurstaðan,
er þörf aðgerða í þágu þeirrar stéttar. Það er
óþolandi nú á tímum að eiga heila stétt sem
er fátæk og til að útrýma þeirri fátækt þarf
að láta þá stétt hafa aukið hlutverk í þágu
samfélagsins," sagði séra Karl.
Margt hœgt aó gera
í því sambandi nefndi hann landvörslu,
landgræðslu, varðveislu gróðurs og
náttúrunnar. Umræðan um varðveislu lands-
ins okkar og auðlinda samfélagsins verður
sífellt meiri. Bændur, sem eru í nánum
tengslum við náttúruna, gætu þá fengið gott
og nauðsynlegt hlutverk í því sambandi.
Þunnur þráðurinn
Séra Karl var spurður hvort hann teldi að
öryggisventlar velferðarkerfísins væm að
bresta. „Eg held að þráðurinn sé því miður
orðinn afar þunnurog að það þurfi að taka til
hendinni ef hann á ekki að slitna og vel-
ferðarkerfið að hrynja. Allar íréttir undan-
farið um aukin vanskil og gjaldþrot benda
einnig til þess að fátækt sé að aukast hér.
Það er skylda stjómvalda að hafa vakandi
auga með því sem er að gerast í samfélaginu
og bregðast við þar sem pottur er brotinn og
þess vegna komum við með þessa þings-
ályktun sem ætti einnig að vera þeim
fagnaðarefni sem halda því fram að
fátæktarumræðan sé alltof mikil.“
Togstreíta milli
v áðuneyta kemur I
veg fyrir úttekt á
jarOskjálftasvæOum
Margrét Frímannsdóttir ásamt
sjö öðrum þingmönnum, þar á
meðal fjórum þingmönnum
Suðurlandskjördæmis, hefur
lagt fram þingsályktunartillögu
um að fram fari úttekt á ástandi
eigna á öllum helstu jarð-
skjálftasvæðum landsins. Þetta
er í þriðja sinn sem tillagan er
flutt á Alþingi en hún hefur
aldrei fengist afgreidd.
Margrét var spurð hvemig á
því stæði að jafn sjálfsögð tillaga
og þessi, sem þingmenn úr öllum
flokkum standa að, fengist ekki
afgreidd á Alþingi.
Rannsóknarmiðstöðin á Selfossi
ætti að hafa yfirumsjón
„Það er dálítið einkennilegt
vegna þess að það hafa komið
mjög góðar umsagnir um þessa
tillögu víða að. Auk þess virðast
allir sammála um að það þurfi að
fara í svona úttekt og þá ekki bara
á Suðurlandi, jarðskjálftasvæðin
eru víðar á landinu. Af einhverjum
ástæðum virðist vera togstreita
milli ráðuneyta um hver eigi að sjá
um verkefnið. Ég hef lagt til að
Rannsóknarmiðstöð um jarð-
skjálfta á Selfossi verði falið þetta
verk, en eins og er deilist það
niður á umhverfisráðuneyti og
menntamálaráðuneyti og deildir
innan þeirra. Þar er ákveðin tog-
streita á milli um það hver á að
vinna verkin og síðan kemur
iðnaðarráðuneytið með Orku-
stofnun innan sinna vébanda inn í
dæmið líka. Mér þykir það alveg
sjálfsagt að Rannsóknarmiðstöðin
á Selfossi hafi yfirumsjón með
verkinu sem allir viðurkenna að
bráðliggi á að vinna,“ sagði Mar-
grét Frímannsdóttir.
Nýr stapfsmaður
í Búgapði
Baldur Benjamínsson frá Ytri-
Tjörnum í Eyjaljarðarsveit
hefur verið ráðinn í hlutastarf
sem ráðunautur hjá Búnaðar-
sambandi Eyjafjarðar, Suður og
Norður Þingeyinga.
Starfssvið Baldurs er naut-
griparækt, með áherslu á fóður-
leiðbeiningar. Baldur er búfræði-
kanditat frá Landbúnaðarhá-
skólanum á Hvanneyri, en hefur
auk þess nýlokið meistaraprófi í
kynbótafræði ífá Landbúnaðarhá-
skólanum í Kaupmannahöfn.
Baldur hefur skrifstofúaðstöðu í
Búgarði. /VS
Landskeppni w-
hunda að Hraunmúla
Landskeppni fjárhunda var haldin að Hrauns-
múla í Kolbeinstaðahreppi dagana 26.-27. okt.
AIIs tóku 13 hundar þátt í keppninni, þar af 4
unghundar. Stóðu bæði smalar og hundar sig vel
svo úr varð góð helgi.
Úrslit í unghundakeppninni voru:
Brynjar Hildibrandsson með Gutta, Kristján
Sigurvinnsson með Snoppu, Svanur Guðmundss-
on með Sunnu og Gísli Þórðarsson með Spólu.
Úrslit í almenna flokknum eftir forkeppni á
laugardeginum.
Svanur Guðmundsson með Skessu 74 stig,
Anna Dóra Markúsdóttir með Kát 71 stig,
Guðmundur Guðmundsson með Sokka 67 stig,
Gísli Þórðarsson með Tinnu, Valgeir Magnússon
með Skottu og Svanur Guðmundsson með Vask.
‘'■ V*? W 1
5 J 1 V#;i| ..! I
1 nv/Mi í 1 'Æ&sx- 'ni Hfil '1
Hér má sjá þá sem komust í úrslit í almenna flokknum. Á myndinni eru frá vinstri: Svanur Guðmundsson,
Anna Dóra Markúsdóttir, Guömundur Guðmundsson og Gísli Þórðarsson.
Svanur Guðmundsson og Skessa
Svanur Guðmundsson hefúr
lengi átt góða smalahunda og
hefur sigrað í landskeppninni
tvö ár í röð.
Hvaða grunn hundurinn
þarf að hafa áður en þú ferð
með hann í kindur?
„Áður en ég fer að vinna
með þá í kindum vil ég geta
stoppað þá af hvar sem er og
kallað á þá til mín. Ég byrja að
vinna með þá 6-8 mánaða, sem
er í raun fullsnemmt en ég gæti
þess vel að vinna með þá í
þjálum kindum. I alvöru vinnu
eða smalamennsku fer ég ekki
með þá fyrr en þeir eru orðnir
töluvert tamdir, hins vegar nota
ég þá í vinnu við kýmar.“
Hvað varð til þess að þú
ákvaðst að byrja að keppa með
hunda?
„Ég byrjaði á því fyrir
fjórum ámm og þá fyrst og
ffemst til að hafa gaman af því.
Þá var ég með eins og hálfs árs
gamla tík og lenti í verulegum
vandræðum í brautinni en
skellti skuldinni á kindumar.
Þegar ég fór að skoða rennslið á
spólu varð mér ljóst að þar var
fýrst og fremst um klúður hjá
mér og tíkinni að ræða. Hún
vann alltof hratt og alltof
nálægt kindunum.Þá áttaði ég
mig á því að þetta er í raun við-
verandi vandamál við notkun
smalahunda í dag. Hundur sem
lendir í vandræðum í braut
lendir líka í vandræðum í
vinnu.“
Tekur þú þátt vegna keppn-
innar eða til að sjá hundana
þína í samanburði við aðra?
„Ég kem með Skessu í
keppni til að lofa fólki að sjá
hund sem er orðinn nokkuð
ömggur í braut, en yngri
hundana fyrst og ffemst til að
sjá veiku punktana hjá þeim.
Hundamir mínir eru tamdir til
að nota við vinnu og hafa aldrei
verið æfðir í braut.“
Það vakti mikla athygli
þegar þú sýndir hvernig þú
getur stjórnað hundi gegnum
talstöðvarsamband, hefur þú
notað þetta mikið í haust?
„Þegar við erum komin
með svona mikið tamda hunda
vinna þeir langtímum saman í
500m til 1500m Qarlægð ffá
manni. Það hefúr alveg
gríðarlega þýðingu að halda
þeim vel ffá kindunum þannig
að ekki komi til árekstra (sömu
lögmál og í keppnisbraut). Ég
gæti kennt þeim að hlýða flautu
en þar sem þeir em aðeins
notaðir í 10 daga á ári í þessari
fjarlægð þá finnst mér mikið í
lagt að kenna þeim annað
skipunarkerfi. Ég hef notað
talstöðina á 2 ára hund í
smalamennskum í haust og það
hefúr gengið frábærlega."