Bændablaðið - 08.07.2003, Side 10

Bændablaðið - 08.07.2003, Side 10
10 Bændablodið Þriðjudagur 8. júli2003 Hægt ei* að úlrýma garnaveiki úr landinu Svigrúm hefur skapast til að gera atlögu gegn gamaveiki með það markmið að útrýma henni úr landinu. Bólusetningu hefúr verið hætt á nokkmm svæðum, oft með góðum árangri enda hafa skilyrði verið ströng og eftirfylgni heimamanna góð. Þessi eru aðalskilyrðin: * Þegar hætt er bólusetningu sé um að ræða heilt varnarhólf með tryggum aðalvarnarlínum. * Engin ný tilfelli hafi komið upp á svæðinu síðastliðin 10 ár í sauðfé, nautgripum eða geitum. * Bólusetning hafi verið framkvæmd óaðfínnanlega og í tæka tíð á öllum bæjum á svæðinu. * Sýni hafí verið tekin úr fullorðnu sauðfé, nautgripum og geitum i sláturluisum og heimaslátruðu. * Leitað sé upplýsinga um vanþrifagripi og gripi sem cytt er heima og þeir verið rannsakaðir. * Tryggt sé með prófum, að garnaveiki leynist ekki í nautgripum á bæjum þar sem hún var síðast. * Sauðfé á svæðinu hafí verið skoðað á húsi og í haustréttum, og allar vanþrifakindur rannsakaðar. * Upplýst hafi verið um aukna hættu af flutningum frá sýktum svæðum þegar bólusetningu er hætt. * Skipulagt sé af heimamönnum eftirlit til að uppgötva veikina láti hún á sér kræla næstu árin. * Samstaða sé um að hætta bólusetningu og með aðstoð héraðsdýralæknis skulu sveitarstjórnir afla sér fullvissu og gefa yfírlýsingu um að ofantöld skilyrði hafí verið eða verði uppfyllt. Það yrði sauðfjárræktinni til verulegs hagræðis og einnig til hagsbóta fyrir nautgriparæktina, ef útiýming gamaveiki tækist. Aætlað hefúr verið, að 100 kindur og 10 kýr tærist upp árlega af völdum gamaveiki og langtum fleiri vanþríílst og skili óeðlilega lit(um afúrðum vegna þess að þær gaftga með sjúkdóminn dulinn að mestu. Þetta tjón yrði úr sögunni. Affétt yrði þeim kostnaði, sem bólusetning hefur í för með sér. Það myndi losa mjög um þau höft, sem vérið hafa í gildi við flutningum nautgripa milli landssvæða, ef gamaveiki yrði útrýmt. Það er. einnig í þágu ímyndar ffamleiðslunnar að hér á landi séu sem allra fæstir sjúkdómar. Hafa ber einnig í huga að erlendis hafa komið ffam kenningar um að sjúkdómsvaldur gamaveikinnar eigi einnig sök á svonefhdri Crohn's veiki í mönnum. Það er því ljóst, að því fyrr sem sjúkdómnum verður útrýmt, þeim mun betra er það fyrir alla aðila sem tengjast sauðfjárrækt og nautgriparækt. í febrúarblaði Bændablaðsins var auglýst eftir bændum til að hýsa bandaríska háskólanema í nokkra daga. Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar skipu- lagði ferðina en hún er hluti af námi í alþjóðaviðskiptum hjá Drew-háskóla í New York borg. Hópurinn er nú farinn af landi brott en alls dvöldust sextán ungmenni ásamt tveimur kennurum á íslandi í þrjár vikur. Að sögn fararstjórans, Noru Ann Colton, var ferðin í ár einstaklega vel heppnuð. Mark- miðið sé að nemendur kynnist ólíkri menningu og heimsæki fyrirtæki og einstaklinga. Dvölin á sveitabæjunum hafí tvímæla- laust verið hápunktur ferðar- innar og almennt hafi Háskólakrakkarnir gistu í Laugardalnum þegar þeir voru i Reykjavík. krakkarnir verið ánægðir. Matarmenningin ólík þeirri bandarísku Nemamir fengu að sjálfsögðu að taka til hendinni á sveita- bæjunum. Nokkrir komust í girðingarvinnu, aðrir mjólkuðu kýr og sumir plöntuðu trjám. Höfðu þeir sérstaklega á orði að matar- menningin heföi komið þeim á óvart og líkað vel. Slátur, svið og hrossakjöt hafi verið á mat- seðlinum en ekkert af því höföu þau bragðað áður. Sjö bœir tóku á móti gestum Sæunn Þórarinsdóttir og Halldór Áki Óskarsson á Lágafelli í A-Landeyjum fengu þrjá stráka í heimsókn til sín, þá Corey, Coilin og Robert. Sæunn sagði að dvöl þeirra hafi verið með ágætum og þeir helst ekki viljað fara þaðan. Piltamir hefðu m.a. farið á hest- bak, litið í fjósið, séð kú bera og tekið þátt í að þrífa fjárhúsin. "Það var ekki síður lærdómsríkt fyrir okkur að fá þessa heimsókn, við spjölluðum mikið og það var gaman að heyra hvemig þeir upp- lifa sitt samfélag. Bömin höföu líka gott af að kynnast strákunum," sagði Sæunn. Hún sagði að þau myndu ekki hugsa sig um tvisvar ef þeim væri boðið að taka slíka gesti í vist á ný. Aðrir bæir sem tóku á móti krökkunum vom Garðsauki í Hvolhreppi, Vellir í Mýrdal, Bjömskot á Skeiðum, Hagi í Gnúpverjahreppi, Akbraut i Holtahreppi og Ingólfshvoll í Ölfúsi. Nokkrir bændur halda enn i þann sið að reka fé á fjall en við slíkt tækifæri var þessi mynd tekin. Hér má sjá séra Gísla í Glaumbæ i Skagafirði og aðstoðarfólk hans er þau áðu hjá Skarðsá í Sæmundarhlíð og tóku til við að snæða nestið í blíðunni sem leikið hefur við landsmenn í vor og sumar. Frá vinstri: Þorbergur i Glaumbæ, Kalli í Árgerði, Gísli, Aldís Gísladóttir, Bryndís á Ytra-Skörðugili III og loks Stefanía Björgvinsdóttir. Bændablaðið/Gunnar. Heyflmningar Miklir heyflutningar eiga sér stað landshluta á milli. Talið er víst að riðuveiki geti borist með heyi og vitað er að gamaveiki berst með heyi. Aðallega em það hestamenn, sem kaupa hey. Stundum taka þeir hey og flytja með sér í ferðalögum. Með því gætu þeir valdið stórtjóni. Þetta ættu þeir ekki að gera, heldur kaupa hey þar sem þeir fara umt-Þeir brjóta lög með flutningum á heyi milli vamarhólfa án leyfis. Skorað er á sveitarstjómir og búfjáreftirlitsmenn að fylgjast með því, hvaðan er flutt inn í sveitina og fá menn til að spyrjast fyrir um það hjá héraðsdýralækni eða fúlltrúum yfirdýralæknis á Keldum hvað óhætt er. Reynt verður að svara greiðlega slíkum spumingum. /SS llr samþykklum aflalfundan Landssamtaka sauflfjðrbænda í " ' . v .. ‘ Aðalfundur Landssamtaka sauð- fjárbænda var haldinn í Hótel Vin í Eyjafjarðarsveit í liðnum mánuði. Hér á eftir verður stiklað á stóru i samþykktum fundarins, en samþykktirnar er að fínna óstyttar á heimasíðu Bænda- samtakanna - www.bondi.is. Fundurinn samþykkti að belna því til "stjómar félagsins og búnað- arþingsfulltrúa að beita sér fyrir endurskoðun búnaðargjalds með það í huga að hluti þess fjármagns sem rennur til Lánasjóðs land- búnaðarins verði nýttur til markaðs- setningar á dilkakjöti." Aðalfúndurinn gagnrýndi "þá málsmeðferð og afgreiðslu sem til- lögur aðalfúndar LS 2002 um endurskoðun á sauðfjársamningi fengu. Jafnffamt beinir fúndurinn þvi- til stjómar samtakanna að fylgjast grannt með gangi W.T.O. samninga og ffamkvæmd gæða- stýringar, í ljósi þess að óska eftir endurskoðun á sauðfjársamn- mgnurn telji hún ástæðu til." Aðalfúndurinn beindi "því til stjómar LS að kanna hvort nýta megi hluta tryggingargjalds til að fjármagna forfallaþjónustu fyrir sauðfjárbændur". Fundurinn sam- þykkti að beina því til "yfirdýra- læknis og Sauðfjárveikivama að efla rannsóknir og eftirlit með öllum hugsanlegum smitleiðum á riðu." Aðalfúndurinn beindi "því til yfirkjötmats ríkisins að áffam verði unnið að samræmingu á kjötmati milli sláturhúsa. Einnig verði könnuð þróun í kjötmati erlendis, einkum mdð tilliti til sjálfVirkrar tækni. Eirmíg er ítrekuð ályktun ffá aðalfúndi LS 2002 um að aflestur fitumæla verði skráður á vigtarseðil bóndans." Aðalfúndurinn "harmar þau mistök sem vom gerð við notkun á nýjum sæðisvökva ffá sauðfjár- sæðmgastöð Suðurlands á síðasta vetri, og beinir því til stjómar LS að fylgja því eftir að bændum verði bættur sá skaði er af hlaust" Þá var því beint til "ullar- matsne&dar og stjómar LS að Ieita raunhæffa leiða í lækkun á söfhunarkostnaði á ull". Fundurinn hvatti "stjómvöld til að veita fjármagni til úreldingar sláturhúsa" og fúndurinn taldi "að það ástand sem ríkir á kjötmarkaði sé óviðunandi. Fundurinn átelur þau vinnubrögð lánastofnana að halda uppi fyrirtækjum sem em í raun gjaldþrota. Sauðfjárbændur hljóta að íhuga hvort viðskipti þeirra eigi heima hjá lánastofnun- , n um. Aðalfúndurinn harmaði "að ekki hafi tekist að stofna sölu- samtök allra útflytjenda kindakjöts en meðan svo verður ekki væntir fúndurinn þess að sláturleyfishafar hafi með sér náið samráð á þessu sviði og eftirlit með útflutningi verði í fúllkomnu lagi." Aðalfúndurinn fól "stjóm LS að gefa út viðmiðunarverð fyrir komandi sláturtíð og gera tillögur í samráði við BI um útflutnings- hlutfall kindakjöts með það að markmiði að birgðir minnki vem- lega á milli ára." Vegna fjölda athugasemda um slælega snyrtúigu á dilkakjöti beindi aðalfúndur LS "því til kjöt- matsformanns og sláturleyfishafa að betur verði fylgt eftir reglugerð frá 1998 um gæðamat, flokkun og merkingu sláturafúrða. Jafnffamt skorar fúndurinn á kjötsala að láta ekki banakringlu og afsagaðan hækil fylgja niðursöguðu kjöti í neytendapakkningum."

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.