Skátaforinginn - 01.02.1991, Side 27

Skátaforinginn - 01.02.1991, Side 27
Skáta- starf á Akur- % eyri Nyliði segir fra: Skemmitlegt, lærdómsríkt og góður félagsskapur „...öðlast þátttaiuMict* urnlr þekklngu sem hver og elr»n gæti þurft að nota hvenser sem er”. Þegar starfsemi nýliðaflokks HSSA hófst í haust bjrjaði ég að starfa í honum. Að bald þeirrar ákvörðunar voru margar ástaeð- ur: Ég var ekki alls ókunnugur starfi sveitarinnar þegar ég byrj- aði, ég hef starfað með skátun- um í nokkur ár og því kynnst starfi HSSA lítillega. Þar hef ég meðal annars verið notaður sem sjúklingur á æfingum. Ég held að það sé ekki síst vegna þessara kynna minna af starfinu sem ég byrjaði. Einhvern veginn var þetta eðlileg þróun fyrir mig, rétt eins og aö fara í níunda bekk á eftir áttunda bekk. Starf nýliðaflokksins hefúr í vet- ur aðallega byggst á vikulegum kvöldnámskeiðum. Þar hefur verið farið í útbúnað, rötun, fjar- skipti, Unuleit, böruburð og fleira. Einnig er búið að fara f eina útilegu þar sem ýmis atriði voru aefð. Údlegan tók einn og hálfan sólarhring og þurfti m.a. aö finna slasaöan mann og koma honum í hús kl. fjögur um nótt- ina. í desembermánuði fer nær allur tími nýliða, eins og allra annarra meðlima sveitarinnar, ívinnu við flugeldasölu og undirbúning hennar. Eftir áramót eru fleiri námskeið, þar á meðal helgar- námskeið í skyndihjálp og útih'fl. Eftir að hafa gengið í gegnum nýliöaþjálfunina er maður mun betur undir það búinn að að- stoða þcgar á reynir. Þetta er skemmtilegt og lær- dómsríkt starf og félagsskapur- inn er góður. Eg held að sem flestir ættu að prófa þetta, því þó þeir komi ekld til með að starfa lengi öötast þátttakendurnir þekldngu sem hver og einn gætí þurft að nota hvenær sem er. Eitt er víst að ég á ekki eftír að sjá eftir þeim tíma sem ég hef varið í riýliðastarfið. Égvonast bara tíl að sjá sem flesta nýliða á næsta ári. Högni Hallgrímsson Hjálparsveit skáta Akureyri 20 ára „Þátttaka í vfrku atarfl göðrar hjálpar* svaltar ®r atnstakl- iagmsm stórkosticigt tmtMmri tH náms og þ|áifunar”. Þessi orð voru rituð í fúndar- gerðarbók þann 17. janúar 1971 þegar ungir og óþolin- móðir menn stofnuðu róver- og hjálparsveit skáta, sem síö- ar var breytt f Hjálparsveit skáta á Akureyri. Á þessum 20 ára ferli sveitar- innar hcfur margt breyst, bæöi hvað varðar tækja- og húsakost hennar. í fyrstu fundargerð sveitarinnar segir að hér sé verið að stofna „létt- vopnaða” hraðleitarsveit sem lítíð ættí að eiga af búnaöi sjálf, heldur skyldi hver ein- staklingur eiga svo futlkom- inn ferðabúnað sem kostur væri. Sveitín ættí að starfa f smáhópum sem stunduöu haröa þjálfún. Útbúnaöur sveitarinnar hefur auldst jafnt og þétt miöaö viö kröfúr samfélagsins. Einnig hafa kröfúr um þjálfún og við- bragðsflýti sveitarinnar auk- ist. Markmiðiðerþóalltafhið sama, að vera ávallt viðbúin að bregðast við hinum ýmsu aðstæðum er kunna að skap- ast. Nokkur ár eru síðan ákvcðið var að sveitín skyldi starfa f flokkum tíl þess að félagar gætu betur sérhæft sig á hin- um ólfku sviðum. Skyndi- hjálparflokkur með það að markmiði að sjá um þjálfun annarra félaga f skyndihjálp og afla nýrrar þelddngar í þeim efnum. Urih'fsflokkur sem sér um útbúnaðar- og ferðamennskunámskeið. Innan þess flokks eru líka starfandi þeir sem sérhæfa sig í björgun úr klettum og bratt- lendi við erfíðar aöstæður. Véiadeild sem sér um allt er snýr að farartækjum sveitar- innar. Stjómstöðvarflokkur sem sér um uppbyggingu stjómstöðvar og fylgist með nýjungum í þeim efiium. Þá hefúr verið starfandi nýliða- flokkur síðan 1979 og sér hann um að þjálfa þá félaga sem æskja inngöngu f sveit- ina. Til að svo getí orðið þarf viökomandi að hafa starfað í nýliöiðaflokki og lokið við ákveðin grunnnámskeið sem snúast um það að veita sem víðtækasta grunnþekkingu á sviði björgunar. Þjálfun þessi tekur hið minnsta 2 ár og aö þvf loknu, með samþykki stjómar, undirrita menn eið- staf svcitarinnar, þar sem menn eru minntir á þær skytdur sem hvíla á þeim sem fullgildir félagar í hjálpar- sveit. HSSA er aðili að Landssam- bandi hjálparsveita skáta, LHS, og hefúr verið frá stofh- unþess. Því er ætlað aö vinna aö sameiginlegum málum hjálparsveitanna og vcra nauðsynlegur máisvari þeirra gagnvart opinberum aðilum. Fyrir um ári síðan var gert átak f þvt að flokka sveitír innan LHS svo betur mættí meta getu hverrar sveitar fyrir sig. Það er án efa hvatning fyrir sveitína að reyna að bæta sig tíl að komast sem efst í þessari flokkun. Félagar HSSA er um 50 en mun fleiri hafa tekið þátt í starfinu frá stofnun hennar. Þaö er alltaf alvara á ferðum þegar hjálparsveit er kölluð tíl björgunarstarfa. Þá em félagar sveitarinnar tílbúnir aðverða aðhvers konarliði tíl hjálpar almenningi, oft við hin erfiðustu skilyrði, fjarri byggð. Þar reynir ekld hvað sfst á andlega hhð björgunar- mannsins, því bak við hina hörðu skel er jú mannleg sái. Með skátakveðju, Magnús V. Amarsson sveitarforingi 27 - Skátaforinginn

x

Skátaforinginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátaforinginn
https://timarit.is/publication/909

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.