Bændablaðið - 01.01.1988, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 01.01.1988, Blaðsíða 2
BÆNDABLAÐIÐ 1. tölublað janúar 1988 Útg.rFélagið Bændasynir. Starfsm: Bjarni Harðarson ritstj., Anna Björk Sigurðar- dóttir blm., Jón Daníelsson auglýsingastjóri, Einar Benediktsson umboðsmaður norðan heiða og Elín Gunnlaugsd. prófarkalesari. Setning og umbrot: Filmur og prent. Prentun: Blaðaprent. Pökkun: Plastpökkun hf. Skrifstofur: Skúlagötu 32, 3. hæð, í Rvík, s. 91-17593 og í Eyjafirði að Hjarðar- haga í Öngulsstaöahreppi, s. 96-25930. Hs. ritstj.er 91-25814. Bændablaðið kemur út mánaðarlega og áskriftarverð er 650 kr. fyrir 7. tbl. BÚSKAPUR OG BYGGDAPÓLITÍK Snarræöi þarf til aö koma í veg fyrir aö Snæfjallaströndin viö ísa- fjaröardjúp fari í eyöi á næstu árum og ef ekkert veröur aö gert bíða sömu örlög allra hreppanna fjögurra viö Djúp. Sama máli gegnir um fjölda margar aðrar jaöarbyggöir í þessu landi. Ríkiö hefur kostað miklu til í svokallaöa Inndjúpsáætlun með upp- byggingu fjárhúsa og fjósa en tekur sjálft ávinninginn af því starfi í burtu meö harkalegri framleiöslustjórnun. Fyrir nokkrum árum fundu forystumenn bænda upp þá klisju aö landbúnaðurinn væri ekki í stakk búinn til þess aö halda uppi heilli byggöastefnu. Þeirsömu forystumenn athugaekki aö stórhluti þjóö- arinnar er tilbúinn til þess aö styöja við landbúnaðinn og rýmilegum fjárframlögum honum til handa ef þaö má veröa til þess aö viðhalda byggðamynstrinu. Ekki af brennandi búskaparhugsjón. Þaö er auövitað ekki réttlætanlegt aö nota heilan atvinnuveg alfariö til aö stjórna byggö en á hinn bóginn er tæplega réttlætanlegt heldur aö stjórna landbúnaöinum án þess aö horfa um leið á áhrif þess fyrir sveitirnar. Tilfelliö er aö í verstu jaðarbyggðunum eru lítil bú og þaðan kemur óverulegur hluti heildarframleiöslu landbúnaö- arins. Þaö heföi því litlu munaö þó þessi svæöi heföu verið skilin undan í skerðingu á framleiöslurétti þegar breytt var úr kvóta í full- viröisrétt. Veröi ekkert slíkt að gert fara sveitir í eyði. Byggöakeöjan á íslandi er veik og eyöing fámennustu sveitanna getur haft ófyrir- séðar afleiöingar fyrir nágrannabyggöir þeirra. Jaöarbyggöir eru í öllum landsfjóröungum,- jafnvel nærri höfuö- borginni eins og Selvogurinn og sveitirnar viö Þingvallavatn. Víöa á Vestfjörðum er byggð oröin alltof strjál og stendur tæpt. Sama á viö um svæði fyrir austan, noröan og vestur í Breiðafirði. Algjör eyöing byggöa á þessum svæöum skapar margháttaöan vanda, ekki bara fyrir þaö fólk sem þaðan veröur að hrekjast í burtu heldur ekki síður vegna þess óöryggis sem skapast fyrirvaxandi fjölda feröafólks sem flæðir yfir landiö. Þaö er mjög umdeilt hvort nægileg þekking sé fyrir hendi til þess aö haga framleiðslustjórnun í sauðfjárbúskap meö tiliiti til beitar- þols eöa landkosta. Slík stjórnun verður vafasöm þegar hún er látin gagna jafnt yfir heilu landsfjórðungana. Bændablaöiö gerir þaö aö tillögu sinni aö framleiöslustjórnun veröi látin taka miö af byggöa- hagsmunum þannig aö þar sem byggö stendur tæpt og ekki er aö ööru aö hverfa en hinum hefðbundnu greinum megi auka fullviröis- rétt einstakra bænda sem vitanlega yröi þá á kostnað góösveitanna þar sem meiri möguleikar bjóöast. Hlutafjársöfnun: MATARSKATTURINN DREGUR ÚR FERDA- MANNASTRAUMI — ísland oröiö hættulega dýrt, er haft eftir ferðaþjónustufólki ytra. Matarskatturinn kann að verða til þess að draga úr aðsókn erlendra ferðamanna til landsins auk þess sem ýmsir spá því að þau kreppueinkenni sem hafa látið á sér kræla á verðbréfamörkuðum dragi úr vinsældum dýrari landa, svo sem Islands. Þegar talað hefur verið um hátt verðlag hér á landi miðað við nágrannalönd okkar mun- ar ekki hvað minnst um hátt matarverð og samanburður okkar í þeim efnum versnar enn eftir þessa síðustu skattabreytingu. Hvað sem „framfærsluvísitölu“ líður er hæpið að lægra verð á ýmsum innfluttum iðnvarningi verði til að laða að ferðamenn. Paul Richardsson formaður Ferðaþjónustu bænda er nýkominn heim af World Travel Market í Lx>ndon og sagðist hafa heyrt það víða að það þætti orðið hættulega dýrt að fara til íslands og kvaðst ætla að matarskatturinn yrði enn til að auka á þann vanda. „Matar- skatturinn verður svo sannarlega ekki til að bæta ástandið því ef maður ber saman verð hér á landi erlendis þá hefur það einkum verið maturinn sem er dýrari. Erlendis eru til dýrari matsölustaðir innan- um en það vantar meiri breidd i matsölu hérna,“ sagði Paul Richardsson. „Ég hef fengið það staðfest hjá skattstofunni að það leggst sölu- skattur á alla matsölu í Iandinu en við hjá Ferðaþjónustu bænda send- um sölumönnum okkar ytra verð- skrá fyrir næsta sumar í september síðastliðnum og það er erfitt að breyta henni héðan af. Pannig að þessi söluskattur kemur beint til frádráttaraf þeim lágu launum sem bóndinn reiknar sér fyrir þjónust- una.“ Þá sagði Paul það vera áhyggju- efni að Bandarikjamenn eru nú með sérstakt söluátak á ferðum frá Evrópu og mættu á fyrrnefndan ferðaþjónustumarkað í London en í fyrra voru þeir ekki með sölumenn þar. Nú bjóðast ferðir milli Banda- ríkjanna og Englands, fram og til baka, fyrir aðeins 9000 krónur. Lágt gengi Bandaríkjadollars styrkir líka stöðu þeirra á markað- inum þar sem það verður fyrir vikið ódýrara fyrir Evrópubúa að ferðast um Bandaríkin. LETIFÉLAG KÚABÆNDA Kúabændur á sex bæjum í Austur-Landeyjum hafa stofn- að „Letifélagið“. Letifélagið réð til sín afleysingamann sem fer með jöfnu millibili á bæina sex. Þegar hann birtist er það eins og við manninn mælt, við- komandi bóndi leggst í leti. Frá þessu var sagt í Þjóðólfi fyrir skömmu. En án gríns, þá ákváðu bændurnir sex að ráða sam- eiginlega til sín mann, sem gæti leyst þá af við bústörfin t.d. þeg- ar þeir vilja fá að sofa út einn og einn morgun á ári eða bregða sér burt af bænum í nokkra daga. Afleysingaþjónusta bænda tekur einungis til for- falla-og neyðarþjónustu þannig að hún veitir ekki þá þjónustu sem starfsmaður Letifélagsins veitir. Að læra sig vitlausan... Margar sögur eru til af þeirri öldnu kempu Ólafi Ketilssyni sér- leyfishafa á Laugarvatni og braut- ryðjanda í bifreiðamenningu ís- lendinga. Einhverju sinni kom karl að húsi sem þótti ekki sérlega vel úr garði gert af hendi arkitekts og einhverjir höfðu það á orði. Frá Ólafi hraut þá þessi gullvæga setning um gildi menntunar: „Hann fæddist ekki svona vitlaus maðurinnr hann lærði sig svona vitlausan...“ mikið stapp fallist á kröfur eig- enda um að flytja grindina með þyrlu á staðinn en sement, sand og annað slíkt með hestum upp í brekkuna þar sem staurarnir standa og grafið var fyrir undir- stöðunum með handafli. Þetta þótti ýmsum sem við þetta unnu ansi gamaldags, óhagkvæmar og seinlegar aðfarir. En með þessu móti sparaðist öll vegalagning og brambolt með stórvirk tæki og segja heimildir Bændablaðsins að þessir staurar hafi orðið þeir ódýrustu í uppsetningu á allri línunni! GENGUR MJ0G VEL Hlutafjársöfnun Bændablaðsins gengur vonum framar og nú þegar þelta blað fer í prentun hafa verið skráðar niður áskriftir um 100 hluta hjá næstum því eins mörgum áskrifendum Bændablaðsins, en samanlagt gerir það um hálfa millj- ón króna. Þaö er Ijóst að stór hluta bænda í landinu vill styðja það að óháð málgagn bænda og lands- byggðar skjóti sterkum rótum í fjölmiðlaflóru landsins. Eins og fyrr hefur verið kynnt er ætlunin að með hlutafjársöfnun- inni skapist nógu sterkur fjárhags- legur grunnur til að fara út í útgáfu á öflugu dreifbýlisblaði sem á erindi til allra landsmanna. Dreif- býlisblaðið nýja kæmi þá út mán- aðarlega og Bændablaðið yrði áfram gefið út mánaðarlega, en útgáfa þessara blaða mun skarast. Áskrifendur annars blaðsins fengju hitt blaðið sjálfkrafa ókeypis og þannig mætti auka útbreiðslu Bændablaðsins, útfyrir raðir bændanna sjálfra. Öll þessi útgáfa verður í eigu bænda í landinu og mun hafa það eitt að leiðarljósi að taka málstað þeirra og verja hagsmuni þeirrar stéttar og landsbyggðarinnar. Jafn- framt teljum við það vera styrk þessa blaðs að vera ekki neinum tengslum við hið hefðbundna fé- lagskerfi bændastéttarinnarr að því alveg ólöstuðu. Frumstætt og ódýrt! Það er margt að sjá í Grafningi eins og fram hefur komið í Bændablaðinu. En meðal þess sem blaðamenn skoðuðu þar var skógrækt Bjarna Helgasonar og fleiri í Hagavík sem á fáa sína líka í landinu. Þessvegna var það að sérstaka áðgæslu þurfti þegar háspennustaurar voru settir upp í þessu landi fyrir allmörgum árum. Annarsstaðar höfðu Rafmagns- veiturnar farið yfir lönd bænda með mikið jarðrask, vegalagninu og akstur steypubíla sem víða skildi eftir sig sár í viðkvæmu heiöalandi. En í Hagavík var eftir Leiðréííing við leiðara í leiðara síðasta Bændablaðs var talað um Haffjarðará og það ömur- lega eignarhald sem þar er búið að vera við lýði síðan Thor Jensen keypti mestallann Hnappadalinn. Sagt var að síðan hafi þessar jarðir tilheyrt hans ætt en þar gætir nokk- urrar ónákvæmni. Það rétta er að eftir Thor eignaðist einn sona hans, Richard, þetta góss og börn hans að honum látnum. Það er því lítill hluti núverandi niðja Thors Jensen sem hér á í hlut og biðst blaðið vel- virðingar á þessu. Ritstj.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.