Bændablaðið - 01.01.1988, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 01.01.1988, Blaðsíða 10
"Baldvin & fiorvaldur söðlasmíðaverksiœði AUSTURVEGI 21 800 SELFOSSI SÍMI 99-1900 Framleiðum alls konar reiðtygi úr leðri. Einnig höfum við úrval af hesta- vörum, þar á meðal reið- buxur, stígvél, peysur úlpur og margt fleira. Nýkomið er Biótin bæti- efni fyrir hross sem hafa slæma hófa. TÖKUM í VIÐGERÐIR PÓSTSENDUM Réttur til bóta : : Tryggingastofnunar ríkisins. Hver er hann? Svarið er að finna í bæklingum okkar. Bíðjið um þá, 1 1' ImH , — TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS Blaðadeilur um lifeyrls- sjóðl Helgarpóstuinn og Upplýsinga- þjónusta landbúnaðarins heyja nú með sér sérkennilega ritdeilu sem hófst með því að HP „fletti ofan af“ Lífeyrissjóði bænda sem einni spillustu stofnun landsins. Einn alvarlegasti þátturinn í lífeyrismál- um þessarar stéttar er að iðgjöld eru rukkuð í gegnum vöruverðr dregið af launalið bóndans við endanlega ákvörðun verðs. Þetta telur HP að þýði að margrómaðir „neytendur" borgi fyrir bændur. Það væri for- vitnilegt að vita hvaða iðgjöld neyt- endur greiða ekki, samkvæmt þess- um fræðum, því væntanlega hefur það alltaf áhrif á verð vöru eða þjónustu hvað fólk í viðkomandi stétt þarf sér til viðurværis. Annars snúast skrif HP um fleira og eftir að Ólafur H. Torfason hjá UL svaraði skrifunum reis blaðamaðurinn upp að nýju og það stefnir allt í hörku- rifrildi Símar í ólestri Símamál á Iandsbyggðinni eru víða í slæmu gengi og sumsstaðar svo að litlu skiptir hvaða númer er valið þegar hringt err það hringir bara einhversstaðar. Ferðaþjónusta bænda hefur látið þetta málr eins og fleiri hagsmunamál, sig nokkru varða og hafa yfirmenn hjá Pósti og síma beðið ferðabændurnar að taka niður hvar og hvenær helst er ólíðandi álag þannig að þeir hafi eitthvað í höndunum þegar kemur að úrbótum. Bændaskógrækt ekki í fjárlög! Ekki tókst að koma skógræktar- áætlun Biskupstungnamanna á blað í fjárlögum. Bændur á níu bæjum sem allir eiga land við þjóð- veginn milli Laugaráss og Reyk- holts hafa ákveðið að leggja 420 hektara undir ræktun nytjaskógar, en kostnaður við ræktunina mun nema 25 til 27 milljónum króna. Bændur höfðu fyrr í vetur gengið frá málinu af sinni hálfu og Skóg- rækt ríkisins unnið ræktunaráætl- un fyrir verkið. Það sem á skorti var ekki annað en að stjórnvöld stæðu við fögur fyrirheit um stuðning við ræktun nytjaskóga. Mikill áhugi er fyrir málinu í landbúnaðarráðu- neyti og hjá Skógræktinni og ekki þykir spilla fyrir að land þetta er stutt frá Mosfelli í Grímsnesi þar sem Skógræktin er að fara út í stór- framkvæmdir og þegar búið að herfa upp flög sem á að planta í næsta sumar. Borgin eignlst Skálholt önnur tíðindi úr Tungunum eru þau að einn framámanna í sveitinni hefur stungið uppá að Skálholts- staður verði færður Reykjavikur- borg að gjöf til ráðstefnuhalds og annarra nota, líkt og gert var með Viðey. Þetta gerði Þorfinnur Þórar- insson bóndi á Spóastöðum og varaoddviti hreppsnefndar í grein í innansveitarblaðinu Litla Bergþóri. í sömu grein drepur Þorfinnur á að ástand helstu sögustaða, Skálholts, Gullfoss og Geysis, sé um margt miklu lakara en skyldi og ástæðan kannski sú að heimamenn hafa lítið með stjórnun þeirra að gera og þar til bærar stofnanir fyrir sunnan áhugalitlar um framfarir. Það er ekki gott að átta sig á hvort alvara liggur á bakvið hugmyndina um að borgin eignist Skálholtr en líkast ti) er hér verið að skjóta á núverandi eiganda, kirkjuna fyrir aðgerða- leysi á hinum forna höfuðstað. Fátt hefur mátt gera til að prýða staðinn seinni ár, fornleifarannsóknir geng- ið hægt eða ekkert, skólasagan öll hin hörmulegasta og mörgum heimamönnum þótti súrt í broti þegar Skógræktinni var synjað um land i Skálholti. Af Skálholtsskóla gekk sú saga um hátiðar að honum yrði lokað nú fljótlega uppúr ára- mótum, vegna þess að engir nem- endur eru eftir. Þeim hefur farið ört fækkandi og oft verið innan við 10 á staðnum nú seinustu ár, kennarar næstum jafn margir og rekstur allur brösuglegur og dýr samkvæmt heimildum Bændablaðsins... Flytja það allt í burt... Að friða allt vatnasvið Þing- vallavatns er ein þeirra hugmynda sem hefur skotið upp kollinum öðru hvoru. Bændur við vatnið eru ekki mjög spenntir fyrir hug- myndinni og einn þeirra hefur leyft sér að setja fram róttæka athugasemd: „Ef það á að friða, fyrir hverju á þá á að friða. Er það ekki frá mannfólkinu sem all- ur andskotans ófriður kemur. Bara flytja það allt í burtu. Já og hvert. Bara aftur til Noregs og ír- lands og láta ekki nokkurn mann sjá þetta svo allt sé nú í ævarandi friði hér uppi á hjara veraldar...“ Bændur! . • Nú er hægt að gera GÓÐ KAUP Á GRASKÖGGLUM Hafið samband — við erum til viðræðu um greiðslukjör ef tekin

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.