Bændablaðið - 01.01.1988, Blaðsíða 11

Bændablaðið - 01.01.1988, Blaðsíða 11
Framhaldssagan eftir Skugga: BORÐAÐU KEFLIÐ BRÓDIRI Saga þessi er eftir Jochum Eggertsson frá Skógum í Þorskafirði sem tók sér skáldanafnið Skuggi og gaf þessa bók út árið 1954. „Eg geng að því, — meina það!“ mælti Jón. „Þú sverð! En þá verður þú líka að leggja fram vottorð, á hverju einasta ári, frá trúverðugu fólki, að þú hafir „allt étið“ en engu spillt, ásamt fullri flösku af brennivíni og heilu rullu- pundi, og færa mér þetta sjálfum heim á sumardaginn fyrsta, ellegar þá lögerfingja mínum, ef ég verð dauður á undan þér,“ mælti Drottinn. „Ég geng að því, meina það!“ mælti Jón. „Þú gengur að og meinar! En ef þú drepst frá óétnu færðu ekkert. Og farðu nú inn til konunnar og fáðu að lepja eitthvoð ofan í þig, áður en þú byrjar á gaddavírsátinu, — ekki mun af veita ofan í átjánda sjúkdóminn.“ „Ég geng að þvi og meina það!“ mælti Jón. Hann var þá 42 ára að aldri. Síðan Iiðu 30 ár, að ekkert gerðist annað en það, að sjálfur Drottinn var dáinn, en Erfinginn tekinn við embætti föður- ins. Jón aumingi var búinn að éta helminginn af gaddavírnum, — segi og skrifa 60 pund — því kílóin voru þá ekki komin til sögunnar. Enginn efaði heiðarleik Jóns. Hann var sívinnandi alla tíma og féll aldrei verk úr hendi. Hann vann allt sem hann gerði í ákvæðisvinnu og samdi um greiðsluna fyrirfram, svo allir vissu að hverju var gengið. Hann var allra manna vand- virkastur, samvizkusamastur og áreiðanlegastur. Og þótt hann ynni verk sín gegn lítilli þóknun, hafði han vit og lag á, að láta aura sína ávaxtast og margfaldast, þótt aldrei kæmu þeir í banka. Hann óx svo að viti og ráðdeild, að hann náði heiðinna manna heilsu og kenndi sér einskis meins. Sjúk- dómunum Ienti nefnilega saman; öllum seytján móti þeim átjánda einum, sem endaði með því að sá átjándi drap alla hina, en missti sjálfur heilsuna í þeim átökum, og naut þó lít- illar nærgætni og þaðan af minna þakklætis af eigandanum og almenningi, er nú fóru að aumkva sjálfan átjánda sjúk- dóminn, að eiga svona eiganda. Jón aumingi lét það ekkert á sig fá; kvartaði aðeins um erfiðan vallgang og ærið ljótan meðan sjúkdómarnir biðu bana og söfnuðust til sinna feðra. Þegar Jón aumingi var vel hálfnaður með vírinn, og auk þess orðinn efnaður, þótti ekki lengur skömm að hans skírnar- nafni. Var þá Guð ekkert að því spurður, hvort honum Iíkaði betur eða verr, en látinn framan við nafn Jóns á nýjan leik, eins oghann hafði upphaflega verið skírður, og gerðist nú GuðjónfráEymdum. Hann gekk bæ frá bæ, smíðaði, þæfði, óf og prjónaði, en svarf ofan í sig gaddavírinn í öllum frí- stundum, en þó aðallega undir húslestrum, er þá voru stund- um haldnir tvisvar á dag. Ungdómurinn í sveitinni, strákar og stelpur, höfðu undar- legt gaman af að glápa og horfa upp í Jón, hvar sem hann kom eða var að verki, og stóðu eins og steingervingar tímun- um saman að þeirri iðju. „Þið ættuð nú heldur að taka ykkur til fyrirmyndar dyggð- irnar hans Jóns, heldur en að vera alltaf að horfa upp í mann- inn,“ sögðu mæðurnar. „Bryður hann ekki gaddavírinn eins og kandís," spurðu krakkarnir. „Hann Guðjón frá Eymdum? Ónei! Þarna situr hann und- ir guðsorðinu og sverfur meðan aðrir geispa eða gera ekkert. Honum fellur aldrei verk úr hendi og eignast nú bráðum allt hreppskírið, 31 jörð með öllum kúgildum og hjáleigum, vegna reglusemi sinnar og ráðdeildar. Hann hefur beðið mig, að skammta sér hafmatinn íviðhýrlegar en áður, upp á svarf- ið að segja, því hann blandar þvi út í bleytuna. Annars étur hann allt! “---- Það liðu önnur 30 ár, og þá var Jón búinn að éta allan gaddavírinn, — hvert einasta korn. Erfingi Drottins var dauður, en Erfingi Erfingjans tekinn við, vitlaus drykkjurút- ur og slarkari, er átti einn Idiót að syni og ekki annað barna. Hann hló afskaplega þegar Jón færði honum rullupundið og brennivínsflöskuna, kominn á hundraðasta og annað ár, búinn að éta ofan í sig allan gaddavírinn, 120 pund, hvert og eitt einasta duftkorn ásamt skít og ryki, þjalasvarfi og ann- arrar aukagetu. Þar með orðinn löglegur eigandi alls Nýja- Jórvikurhrepps með öllu jarðargóssi og hjáleigum ásamt kú- gildum. Erfingi Erfingjans hafði aldrei heyrt aðra eins fyndni og veltist um öskrandi af hlátri. Bað hann Jón blessaðan að eiga sig og Idiótinn líka, því nú væri hann sjálfur alveg að enda við, að éta og drekka allan hreppinn út, en Jón étið og drukk- ið allan hreppinn inn, ... og étið allt ofan I sig. „Er það mesta ofaníát veraldarsögunnar, vildi hann meina.“ Þeir væru því sannir bræður og skyldu því drekka dús!“ Hehehehehehahahahaha! — Borðaðu keflið bróðir innan úr gaddavírsdræsunni, gerðu það! Komdu svo í síðasta sinn með brennivínsflöskuna og rullupundið. Þú verður þá orðinn 102 ára og kominn á kvennafar! — Hahahahahehehehe!“ Jón fór þá heim og át trékeflið innan úr gaddavírsrúllunni; tálgaði það niður í örþunna spæni og át það með öðrum mat á sex mánuðum; fór svo strax með brennivínsflöskuna og rullupundið að finna Erfingja Erfingjans, sem fengið hafði æði og búið að slá utan um hann. Við það varð hann djöful- óður, öskraði og dó daginn eftir, en Idiótinn sat og hló eins og heilvita maður. Einhver með viti ávarpaði hann: „Þú átt gott. Þjóðin sér um þig!“ Nú hafði Guðjón frá Eymdum ekkert að lifa fyrir Iengur svo hann lagðist í kvennafar, en tók sér það nokkuð nærri svo hann sálaðist, aðallega af óvana. Það var vinnukona prestsins sem hann var orðaður við, og vildi presturinn jarða Jón án þess að halda yfir honum ræðu, en fékk því ekki framkomið. Presturinn hét Leifur Eiríksson, kallaður Iæifur óheppni af því hann hafði ekki fundið Ameríku eins og alnafni hans Leifur Eiríksson heppni, árið eittþúsund. — Samt sem áður var nú Leifur óheppni á leið til Vesturheims, skilinn við konuna, barnlaus, en orðaður við aðra; er það sí- gild saga, ung og fersk eins og andardrátturinn og tjáir ekki um að tala. — Það var sama vinnukonan sem hann var orðað- ur við eins og Jón aumingi. — Séra Leifi óheppna hætti til að setja og segja Amen þar sem það átti ekki við. Að öðru leyti var hann ágætis prestur. Síð- asta embættisverk prestsins á okkar landi var því að jarða Jón; og hefur ræðustúfurinn haldist að mestu óskemmdur fram á okkar daga svohljóðandi: „Með því ég er nú að leita uppi Ameríku, eða Vínlandið góða eins og forfaðir minn og alnafni, Leifur Eiríksson hinn heppni, er fann þá heimsálfu fyrstur hvítra manna árið eitt þúsund, þá læt ég það verða mitt síðasta verk heima á fóstur- jörðinni, að jarða Jón, enda þótt hann eigi það ekki skilið, með því hann 102 ára, mátti heita að vera lagstur í fullkomið flangs, auntingi með átján sjúkdóma fyrir 60 árum. Það mætti því mér segja, að sá náungi hefði lifað fulllengi fram eftir ævinni, engum til gagns. Og hefði hann ekki fallið í freistni, afgamall auminginn, mundi hann líklega hafa lifað alveg fram í andlátið. Dó, — eins og allir höfðu spáð og ætíð vitað fyrir — af gaddavírs- og spýtnarusláti og nú allrasíðast úr hreina og klára ólifnaði. — Amen. — En áður en ég segi mitt síðasta Amen, og kveð söfnuðinn, þá vil ég hér lesa erfðaskrá Jóns aumingja, þótt vitlaus sé, eins og það væri vit í henni; en verst er þó hans óhóflega Amenbrúkun, sem hann leyfir sér eins og lærður maður og vígður, en var hvorugt, eins og kunnugt er. Væri ég eins blótsamur og séra Jón Vídalín, sem var prestur eins og ég, en auk þess biskup, meistari og postillupabbi með meiru, þá mundi ég sagt hafa „Andskotans Amenbrúkun", en nú er ég ekki líkt því eins blótsamur, lof sé guði. Og nú les ég upp. — Amen: „Ég Guðjón Guðjónsson, kallaður frá Eymdum, fyrrver- andi Jón aumingi, lýsi því hér með yfir, sem löglegur eigandi alls Nýja-Jórvíkurhrepps, að ég arfleiði Fósturjörðina að öll- um fasteignum mínum: Nýja-Jórvíkurhreppi með öllum kú- gildum og hjáleigum ásamt rullupundi óafétnu og brenni- vínsflösku fullri, sem Erfingi Erfingjans entist ekki til að éta og drekka áður en hann dó. Friður sé með sál hans. Amen. Framhald UMBOÐIÐ HF. Skútahraun 15, S: 65-17-25 P.o. Box 59, 220 Hafnarfjörður HJOIA-AR '88

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.