Bændablaðið - 01.01.1988, Blaðsíða 5

Bændablaðið - 01.01.1988, Blaðsíða 5
BÆNDA BLAÐIÐ / grein sinni reynir A ndrés að gertf lítið úr málflutningiþeirra Stefáns Sigfússonar hjá Landgrœðslunni, Ólafs Dýrmundssonar landnýtingarráðunauts og Bjarna Helgasonar jarðvegsfrœðings í Grafningsmálinu. Ennfremur hefur beitarþolssérfrœðingur- inn uppi dylgjur um að viðtölin séu rangt eftir höfð, sem ekki er nokkur fótur fyrir. sumar var vitnað í skýrslu beitar- þolssérfræðings Landgræðslunnar um Grafninginn en Andrés Arnalds er skráður aðalheimildarmaður fréttamanns. í samtali við mig stað- festi Andrés að umrædd skýrsla hafi aldrei verið skrifuð og í 1 grein nú segir hann að það hafi ,£nnþá“ ekki verið gert. Mér er forvitni á að vita hvort það standi yfirleitt til? Þegar ég spurði í viðtalinu forðum um þessa skýrslu afhenti umrædd- ur Andrés mér eigin samantekt undir heitinu „Kommentar um Grafninginn“. Umrætt blað er birt hér á síðunni. Þrátt fyrir að skýrslan sé engin til segir Andrés nú að þekkingin á Grafningi sé yfrið nóg og tíundar heimildir. Sú fyrsta er ágætis grein eftir skógarvörð á Vesturlandi sem birtist í Morgunblaðinu fyrir nærri 20 árum. Af lestri þeirrar greinar get ég ekki séð að þar sé kominn grunnur undir allt það sem segir í punktunum um Grafninginn sem ég birti hér á síðunni. Auk þess er grein þessi fyrst og fremst skoðanir eins manns frekar en afrakstur beinna rannsókna. Aðrar heimildir eru skýslur RALA sem sumar hafa ekki verið birtar en aðrar fjalla um mjög af- mörkuð svæði sveitarinnar. Andrés vitnar í Nesjavallaskýrsluna á þann hátt að með eindæmum er: „Ástæður eyðingarinnar má lesa í Nesjavallaskýrslunni: „Jarðvegur- inn er oftast laus í sér og auðrofinn, og því er traust gróðurhula nauð- synleg til að vernda jarðveginn fyrir vatni og vindum.“ Mikið beitarálag rýfur þennan skjöld." í tilvitnaða textanum segir ekkert um ástæður eyðingarinnar eins og Andrés gefur sér ranglega en til að bæta úr því þá bætir hann þeirri setningu við að það sé beitarálagið, — sem hann náttúrlega veit að er mjög mikið án þess að þurfa að benda á neina heimild því til stuðn- ings! Ef sú heimild væri til kæmi væntanlega fram að beitarálag í Grafningsafrétti hefur stórlega minnkað á seinustu áratugum með því að sauðfjárbúskapur er að mestu aflagður í Ölfusi. En það er önnur saga. Það er ekki að sjá af þeim heimildum sem Andrés vitnar í að þær styðji fullyrðingar hans í hinu einstaka plaggi, „Kommentar um Grafninginn". Allt umdeilt og sumt ósatt í stuttu máli er staðan þessi: Þær skoðanir sem Andrés og fleiri hafa á Grafningnum eru mjög umdeild- ar meðal manna sem hafa jafn- sterkan fræðilegan og praktískan grunn að byggja á. Á liðnu sumri var því komið inn hjá fréttamönn- um velflestra fjölmiðla að ofbeit í Grafningi væri næsta óumdeilt atr- iði og ástandið einna verst hjá bóndanum á Villingavatni. Auk þess að til væru nýjar skýrslur sem sýndu þetta og sönnuðu að skjótra úrbóta væri þörf. Allt þetta er mjög umdeilt og sumt ósatt. Ástæðan fyrir þessu upphlaupi var alls óskyld sumarbústaðaþræta. Bændablaðið birti m.a. viðtöl við menn sem voru ósáttir við þessa einhliða mynd sem fjölmiðlar höfðu verið fengnir til að draga upp. Til þess að verja eigin hendur grípur aðalheimildarmaður fjöl- miðlanna, Andrés Arnalds til þess að segja að ég hafi logið þessum viðtölum upp eða fært þau í stílinn. Það rétta er að allir viðmælendur blaðsins lásu viðtölin yfir og af samtölum við þá seinna meir veit ég að þeir eru sáttir við efnismeðferð- ina. Dylgjur um annað er tilhæfu- laus atvinnurógur. Sjálfur hef ég ekki sett fram nein- ar skoðanir um Grafninginn og flest það sem mér eða blaðinu er eignað í margnefndri grein Andrés- ar eru tilvitnanir í viðtöl. Ég — eða blaðið — svara ekki fyrir skoðanir viðmælenda. Það er bara ekki okk- ar hlutverk. Það er heldur ekki mitt hlutverk að hafa skoðun á því hvort einstakir skikar eru ofbeittir. Til „SKÝRSLAN“ Þessa samantekt lét Andrés Arnalds fréttamönnum á Sjónvarp- inu, Morgunblaðinu og ef til vill víðar, í té á liðnu sumri. Fótur fyrir því sem þarna segir virðist vandfundinn og vísindamaðurinn hefur ekki séð ástæðu til að taka fram að beitarálag í Grafningi fari minnkandi, — eins og hann þó kannast við i skrifi sínu í Bændablaðinu. Annars talar skýrslan best sínu máli. Hún er birt hér orðrétt, stafrétt og frá upphafi til enda! KOMMENTAR VEGNA GRAFNINGS — 19/5 1987 l. Grat'ningurinn er þvi miður eitt af fjölmörgunt dæmum um tandbúnaðarupp- byggingu sem ekkert tillit hefur tekið til landkosta. 2. Gróður og jarðvegur á þessu svteði er ákaflega viðkvæmur. Jarðvegurinn hefur litla bindiciginlcika og hætta á jarðvegseyðingu cr mikil ef gróðurhulan rofnar t.d. vegna of mikillar beitar. 3. í Grafningshreppi hefur um langa hrið verið allt of margt fé miðað við landkosti. Beitartimi fjárins hefur einnig verið lengri en tiðkast viða annarsstaðar, sem hefur aukið enn á álag á gróðurinn. 4. Aflciðingin er hraðfara gróður- og jarðvegseyðing scm er einhver sú alvarlcgasla á landinu. Meginhluti Grafiningsins er flakandi í jarövegssárum og viö blasir ótölu- lcgur fjðldi ntolda og rofabarða. Það cr rétt eins og landið æpi á mann: „Gefið gróðrinum grið". 5. Rannsóknastofnun landbúnaðarins hefur l'ramkvæmt mælingar á ástandi gróöurs og jarðvegs sem staðfestir það hve Mælingarnar alvarlcg jarðvegseyðingin er i mcginhluta Grafningsins. Niðurstöðurnar, sem Itafa ckki verið birtar enn, benda til þess að skjótra aðgerða sé þörf til úrbóla. Þarna eru bændur að láta sauðfcð éta upp höfuðstólinn i bókstaflegri merkingu og eyða þeim arli sem ætlaður cr kom- andi kynslóðum. 6. Það sem er að eyðast er að mestu jarðvcgur sent hcfur verið að myndast siðustu 10.000 árin og eftir stendur nakin jökulurðin . Með jarðveginum hverfa lífræn cfni, uppsafnaður næringarforði og fræ til að mynda nýjar plöntur. 7. Jarðvcgur á örloka landi cr um margt einslakur ef miðað er við önnur lönd. Hann cr með fádæmum ól'rjór og áratugi eða öllu frekar aldir geta liðið áður cn sambærileg landgæði og þau scm eru að eyðasl hal'a náð aö myndast á ný. 8. Grafningurinn er þvi miður ekki cinsdæmi og það cr áriðandi að landbúnaðurinn sé lagaður bctur að landkoslum. Það virðist t. d. ckki skynsamlegt að halda uppi ntikilli sauðfjárframleiðslu á svæðum þar sem mikil gróðurcyðing á sér stað á santa tima og byggðir standa tæpt á svæðunt sem þola beitina beiur. LÍÚ brást á ábyrg- ann Itátt við svörtum skýrslum um ástand fiskislofna, og nú þarf bændastéllin að taka á á santa Itátt vcgna þeirrar auðlindar sem gróður landsins er. Taka verður rikt tillit til ástands gróðurs og jarövegs og hættu á eyðingu vegna vcikrar jarðvegsgerðar við þá fækkun sem verða kann á sauðfé á næstu árum. þess skortir mig fræðilegan grunn. En þegar maður kemur með grein í blaðið og segir við mig (í votta við- urvist) að hann hafi tekið þá stefnu að snúa málinu frekar upp á mig en kollega sina í gróðurfræðunum af því að það sé þægilegra fyrir hann sjálfan þá set ég fram þá persónu- legu skoðun að greinarhöfundur sé óvandur að meðölum. í lokin vil ég svara þeirri fullyrð- ingu Andrésar að hann sé í blaði okkar borinn sökum sem jaðri við atvinnuróg. Ég held að þetta megi til sanns vegar færa — en þessar sakir birtast allar og aðeins svo óyggjandi sé í viðtalinu við hann sjálfan og eins og við Andrés vitum báðir þá endurskrifaði hann viðtal- ið upp í eigin tölvu og telst því höf- undur þess til jafns við undirritað- an. Bjarni Harðarson ritstjóri Bændablaðsins Noröfjöröur: KÆRA ÚTHLUTUN FULLVIRÐISRÉTTAR Harðar deilur hafa risið upp í Norðfirði vegna úthlutunar á full- virðisrétti í injólk sem Búnaðar- samband Austurland hefur haft til uinráða og hafa þrír bændur í sveit- inni sent inn kæru vegna þessa máls sem nú er í hönduni Landbúnaðar- ráðuneytisins. Þá hefur Búnaðar- samband Austurlands vísað frá sér Landsbanki og þingmenn.... Það er margt skrafað um áhrif - landsbyggðarinnar í landsstjórn- uninni. Nokkrum sinnum hefur löggjafarvaldið stuðlað að jöfnun atkvæðisréttar miðað við höfða- tölu en um leið í hvert skipti rýrt pólitíska stöðu fámennari byggð- arlaga sem tapa fleiri og fleiri á mölina. Fyrir löngu var það við svona uppákomu að Dalamenn - höfðu miklar áhyggjur af sinni stöðuy að þeir myndu nú missa þingmann sinn, sem og varð. En kaupfélagsstjóri Saurbæinga sem þá var, Einar Guðbjartsson, sagði þeim að taka þessu létt. Næst skyldu þeir bara lofa að Iáta allan sinn atkvæðisrétt af hendi til Reykvíkinga bara út á það að ein stofnun í borginni, Landsbankinn, flytti höfuðstöðvar sínar í Dali... úthlutun á fullvirðisrétti fyrir þetta ár, vegna þessa máls og kemur hún því í hlut Framleiðsluráðs. En þar bíða menn eftir afgreiðslu á kær- unni frá ráðuneytinu. Samkvæmt heimildum Bænda- blaðsins er kæra þremenninganna í Norðfirði þessefnis að við úthlutun á því magni sem BA hafði til um- ráða 1985 og síðar hafi þeir fengið mest í sinn hlut sem mestan full- virðisrétt höfðu fyrir og gengið hafi verið gróflega framhjá öðrum bændum sveitarinnar. Einkum eiga það að vera tvö bú í Norðfirði sem fengið hafa meira í sinn hlut. Mál þetta hefur orsakað mjög harðar deilur í sveitinni og samkvæmt heimildum blaðsins innan Fram- leiðsluráðs er það litið mjög alvar- legum augum á þeim bæ. Óstaðfestar heimildir herma að í væntanlegri afgreiðslu ráðuneytis- ins standi til að taka að minnsta kosti hluta af kröfu þremenning- anna sem kæra, til greina. Þeir hafa farið fram á að allar gjörðir Bún- aðarsambands Austurlands í út- hlutun á fullvirðisrétti mjólkur verði gerðar ógildar. Deilur vegna úthlutun heima I héraði hafa komið upp á nokkrum stöðum þó kærumál hafi verið fá. Framleiðsluráð hefur haft nokkur afskipti af úthlutun í Vestur Barða- strandasýslu og borist óánægju- raddir víðar að. Bændur — Varaafl Athugið að um siöustu áramót féllu niður 35% tollur og 24% vörugjald. RAFALAfí DRÁ TTARVÉLARAFALAR NORBURlJÓShf. RAFVERKTAKAR FURUVÖLLUM 13-600 AKUREYRI SÍMAR (96)25400 & 25401 Alhliða rnfverk og rekstur verslunar Önnumst m.a. húsarafmagn, skiparafmagn, bílarafmagn, töflusmíði og hönnun byggingastaðatafla. ■ BÍLARAFMAGN ■ HÚSARAFMAGN ■ SKIPARAFMAGN

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.