Bændablaðið - 01.01.1988, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 01.01.1988, Blaðsíða 8
Páll Jóhannesson bóndi á Bæjum: ...ALLTAF FÆKKANDI! „Hér fer alltaf fækkandi og þegar bóndinn sem var á Tyrðilmýri auglýsti sína jörð til sölu þá fékk hann engin viðbrögð^ þannig að eftir því er þetta verðlaust hérna,“ sagði Páll Jóhannesson bóndi á Bæjum í Snæfjalla- hreppi í samtali við Bændablaðið en nú eru ekki nema fjórir bæir byggðir í hreppnum7 Æðey er einn þeirra en hinir þrír eru í landi. í vetur eru íbúar 12—13. Sveitin er yst við ísafjarðardjúp að norðanverðu og þaðan er tæp- lega 230 km vegur á ísafjörð, eða sú sama og suður í Dalsmynni í Borgarfirði. Páll sagði að af þeim fjórum bændum sem nú búa í sveitinni væru þrír komnir yfir sextugt og sá elsti þeirra um áttrætt. Menn eru uggandi um að nokkur taki við þó að á öllum þessum bæjum sé vel bú- ið, þar eru blönduð bú með um 20 kýr og 200 til 300 kindur. Það sem aftur á móti er áhyggjuefni fyrir kúabúskapinn er hversu mikil eyða hefur myndast í röð kúabúa á þess- arri leið til ísafjarðar. Hann er nú víðast hvar aflagður í Nauteyrar- hreppi, sem er næstur fyrir innan. A vetrum er mjólk bændanna á Snæfjallaströnd flutt með Djúp- bátnum með því móti að henni er dælt á stóra lausa tanka sem siðan eru hífðir um borð. í vetur brá þó svo við að fært var fyrir mjólkurbíl allt til jóla en flesta vetur er vega- sambandslaust við Snæfjalla- ströndina þar sem vegurinn lokast um Kaldalón. Heimamenn fá allar sínar vörur með bátnum og sjálfur kvaðst Páll alls ekki hafa vanist því að fara í verslun og tína úr hillunum heldur pantaði hann allt. Það sem þó einkum þykir gera búsetu í þessarri sveit erfiða fyrir ungt fólk er fjarlægð frá skóla. Barnaskóli er að Reykjanesi í 90 km. fjarlægð og frá 10 ára aldri eru börn þar í heimavist en koma heim aðra hverja viku og eru þá fjóra daga. Smalamennskur gerast og erfiðar í fámenni en sumt af fé heimamanna gengur alla leið í eyði- byggðir Jökulfjarða og hafa bænd- ur treyst á hjálpsemi áhugasamra vina og ættingja annarsstaðar að þegar að smalamennsku kemur. Á annað ár hefur nefnd setið á rökstólum og rætt um sameiningu hreppanna fjögurra við Djúp en tveir þeirra telja innan við 50 íbúa og samaniagður íbúafjöldi allra er rétt á þriðja hundraðinu. Aftur á móti er þjóðvegur í gegnum þessi sveitarfélög um 200 kílómetrar. Engilbert Ingvarsson fyrrum bóndi á Tyrðilmýri: EKKI LEYFT AÐ NYTJA MÍNAR EIGIN EIGNIR! „Maður hefur ekki lengur leyfi til að nytja sínar eignir,“ sagði Engil- bert ingvarsson fyrrum bóndi og oddviti á Tyrðilmýri sem reyndi á síðasta ári að selja jörð sína en án árangurs. Að sögn Engilberts er brunabótamat húsa á jörðinni rúm- lega 9 milljónir króna en kvóti jarð- arinnar er innan við 300 ærgildi og því helst til lítill til þess að þar megi búa við hefðbundinn búskap. Engilbert sagðist í samtali við Bændablaðið telja að kvótakerfið hefði farið afar illa með Vestfirð- inga þrátt fyrir að skilyrði búskapar í landinu væru hvergi betri. Afurðir eftir hverja kind væru meiri en til dæmis sunnanlands og búskapur- inn því hagkvæmari. Engilbert sagði að framleiðsla á þessu svæði hefði líka verið mjög lítil og því frá- leitt að offramleiðsla hefði hlotist af þeim búskap. Með kvótanum væru offramleiðslusvæðin að nota sér meirihlutavald innan bænda- stéttarinnar til þess að bjarga eigin skinni. Offramleiðsla kom ekki frá þessum svœóum hérna en bœndur af öðrum svœðum nota meirililutavald sitt til að bjarga eigin skinni, — Engilbert Ingvarsson. Úr Isafjarðardjúpi. Menn hafa nú vaxandi áhyggjur af byggðaþróun íþessum sveitum en bændum við Djúp þykir sem land- búnaðarstjórnun hafi litið tekið tillit til aðstœðna þar vestra. Myndir: Tíminn. Sigmundur Sigmundsson bóndi á Látrum: „VAR PLATAÐUR TIL AD BYGGJA FJÓSUT „Ég byggói þetta 30 kúa fjós í tengslum við Inndjúpsáætlunina en þá var lögð áhersla á uppbygginga fjósa til þess að fullnægja mjólkurþörf svæðis- ins og stuðla að bættum samgöngum sem voru í ólestri. Með þessarri áætl- un átti að bjarga öllu hérna en það fór samt svo að allir byggðu þá fjárhús og þetta var eiginlega eina fjósið sem byggt var,“ sagði Sigmundur Sig- mundsson bóndi á Látrum við sunnanvert ísafjarðardjúp en hann fékk upphaflega úthlutað fullvirðisrétti uppá um 60 þúsund lítra en telur sig þurfa a.m.k.100 þúsund til þess að nýta nýja fjósið. Ástæðan fyrir þessum knappa fullvirðisrétti er einkum að viðmið- unarárin svokölluðu var Sigmund- ur bóndi að þóknast markaðinum á svæðinu með því að færa fram- leiðsluna sem mest á vetrartímann. Afleiðingin var minni framleiðsla þessi tilteknu ár. Nú hefur bóndinn fengið nokkra leiðréttingu með því að hann má framleiða 87 þúsund lítra á þessu ári en svar þar að lút- andi barst ekki fyrr en um jólin núna þegar liðnir eru nær fjórir mánuðir af framleiðsluárinu og óvíst hvort þessi aukning gildi leng- ur en til næsta hausts. Hluti af aukningunni er vegna leigu á full- virðisrétti frá nágrannabónda, en samningur þeirra var gerður áður en núgildandi reglugerð um bann við tilfærslu milli bæja gekk í gildi. „Það er verið að glundra 13 milljónum í Djúpbátinn sem vœri betur varið á annan hátt..., “ — Sigmundur Sigmundsson bóndi á Látrum. „Maður getur alveg viðurkennt að það er offramleiðsla fyrir hendi og eitthvað þurfti að gera við því. En þegar bóndi getur selt sinn full- virðisrétt í sauðfjárframleiðslu og fyllt svo fjárhúsin af svínum til þess að framleiða ennþá meira kjöt en áður þá dettur manni í hug að þetta sé frekar í þá veru að eiga að vera atvinnuskapandi fyrir skrifstofulið í Reykjavík. Og bændasamtökin sem áður voru til þess að halda fram rétti bænda eru búin að tapa öllum áttum þannig að það er tími til kominn að athuga möguleikana á að stofna raunhæf hagsmuna- samtök bænda. Stefnan sem nú tj^fur verið að leyfa takmarkalausa framleiðslu á öllu því sem lifir af innfluttu fóðri því þá græða innflytjendurnir. Hitt sem þrífst af því sem landið gefur af sér verður að takmarka," sagði Sig- mundur. Þá kvaðst hann telja óeðli- legt hvernig skerðing á framleiðslu- rétti væri með öllu óháð því hvort önnur atvinnutækifæri væru fyrir hendi á viðkomandi svæði. í Djúp- inu hafi verið ráðist i fjárfestingar samkvæmt sérstakri Inndjúpsáætl- un en nú fengju menn ekki að nýta þær sömu fjárfestingar. „Ég var plataður til að byggja þetta fjós og sagt að það yrði til þess að bæta samgöngur í héraðinu sem voru í ólestri og eru það enn,“ sagði Sigmundur. „Það er verið að glundra 10 til 13 milljónum á ári í Djúpbátinn sem væri betur varið á annan hátt. Á vissan hátt standa þessar fjárveitingar í vegi fyrir eðli- legri uppbyggingu hérna. Alltaf þegar þarf fé fyrir einhverjar sam- göngubætur á landi er bent á að bú- ið sé að verja svo og svo miklu fyrir bátinn. Það mætti halda öllum veg- um við Djúp opnum fyrir 13 millj- ónir á ári og jafnvel þó það væri ekki allt notað. í rauninni er mjög snjólétt hér á vetrum nema þá norðanmegin í Djúpinu, næst jökl- inum. En margt fólk í Djúpi telur að hér eigi að halda uppi öflugum samgöngum á sjó, landi og i lofti sem er alls ekki raunhæft fyrir svona lítið byggðalag. Eðlilegast væri að koma hér á góðu vegasam- bandi eins og er í öðrum sveitum og það væri nóg.“ Sjónvarpið: EÐLILEG VINNUBRÖGÐ VIÐ FRÉTTAFLUTNING (Aðspurður um skýrslu þá sem Ó.R. skilaði til útvarpsstjóra lét Ómar rit- stjóra Bændablaðsins eftirfarandi texla í té.) Vegna ásakana Bændablaðsins um „fréttamisferli“ og aöild Stjón- varpsins að „herför gegn landbún- aði í Grímsnesi“, óska ég eftir að eftirfarandi komi fram: Um „upplogna skýrslu" vísa ég til athugasemda Andrésar Arnalds í blaðinu, varðandi það mál. í Bændablaðinu var dregið í efa, að óbirtar niðurstöður ástandsmæl- inga RALA leggist mjög á sömu sveif og gert er í áliti beitarþolssér- fræðingsins, en þó haggar blaðið þessu hvergi, enda ítrekar Andrés Arnalds í viðtali við blaðið, að ástandsmælingar RALA sýni, að, „mjög alvarleg jarðvegseyðing herj- ar á Grafning". Um efnistök og uppbyggingu sjónvarpsfréttarinnar er það að segja, að fyrst var varpað fram þeirri spurningu, hvort álit beitar- þolssérfræðingsins væri á rökum reist, eða hvort það væri á misskiln- ingi byggt. Síðan kom vettvangslýs- ing úr Botnadal og spurt var, hvort gróðureyðing væri bundin við hann einan, eða hvort hún væri víðar á þessum slóðum. Þessu næst var leitað svara hjá fulltrúum and- stæðra sjónarmiða um gróður- ástand og landnýtingu og svör þeirra birt eða þau endursögð. Ég tel val þessara fulltrúa, annars veg- ar oddvita Grafningshrepps, og hins vegar fulltrúa frá Skógræktar- félagi Reykjavíkur, fullkomlega eðlilegt, bg einnig það, hvernig. fréttin í heild var sett upp, eins og hver maður sér, sem kynnir sér efni hennar. Ég vona, að rangfærslur, dylgjur og ásakanir Bændablaðsins um þessa sjónvarpsfrétt séu mistök í hita leiksins en ekki sú aðferð, sem aðstandendur blaðsins telja sér sæma að beita vísvitandi að stað- aldri. Sjónvarpinu er skylt að fjalla um hvers kyns opinber álitamál, og það lýsir misskilningi á eðli mál- efnalegrar fjölmiðlunar, ef slik um- fjöllun er sjálfkrafa talin þátttaka i herferð annars aðilans gegn hinum. Með beztu kveðjum og óskum um málefnalega umfjöllun í blað- inu í framtíðinni. Ómar Þ. Ragnarsson, fréttamaður.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.