Bændablaðið - 01.01.1988, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 01.01.1988, Blaðsíða 6
I. tbl. 1988 Formaður Stéttarsambands bænda segir að svo geti farið að endurskoða verði samning þann sem Stétta- samband bænda og stjórnvöld hafa gert um framleiðsl- una fram til 1992 þannig að framleiðsla allra sauðfjár- bænda í landinu verði skert frá því sem nú er og bænd- um borgað fyrir að framleiða ekki tiltekinn hluta af full- virðisrétti sínum. Ástæðan er hversu dræmlega bændur hafa tekið tilboðum um fækkunarsamninga og kaup Framleiðnisjóðs á fullvirðisrétti hafa ekki gengið sem skyldi. „Þeir sem ekki fóru eftir kerfinu, þeir hafa oft á tíðum komið best útr því miður,“ sagði Haukur Hall- dórsson formaður Stéttarsambands bænda aðspurður um það hvort dræmar undirtektir bænda táknuðu-að trúnaðarbrestur hefði orðið milli Stéttarsambandsins og bænda í landinu. Samkvæmt opinberum skýrslum um sauðfjárræktina er taiið að 450 til 500 þúsund fjár á vetrarfóðrum dugi fyrir innanlandsneyslu á kindakjöti. Þá er miðað við að heildarneysla verði um 8.500 til 9000 tonn á ári. Með aðgerðum sín- um í haust hefur Framleiðnisjóði tekist að ná úr framleiðslu um 30 til 40 þúsundum fjár en í fyrravetur voru um 675 þúsund fjár á fóðrum. —Búvörusamningurinn gerir ráð fyrir að bændur fái greitt fyrir að framleiða 11.000 tonn af kindakjöti árlega fram til 1992 en þar af skulu 80% kjötsins seld á innanlands- markaði. Fari neyslan niður fyrir það skal samkvæmt samningnum gera ráðstafanir til þess að fram- leiðslan sé minnkuð þar til neyslan innanlands nemur 80% af fram- leiðslunni, því óheimilt er að flytja út nema 20% af framleiðslunni. Enn er langt í land með að fjár- stofninn verði aðlagaður að innan- landsmarkaði og vaxandi tregðu virðist gæta meðal bænda að láta fullvirðisrétt sinn sjálfviljugir af hendi. 100 lömbum slátraö heima Það veikir samninginn hve marg- ir bændur eiga fjárstofn umfram fullvirðisrétt sinn en sóttu þó ekki um fækkunarsamninga sem boðnir voru í haust í „síðasta sinn.“ Þeir sem gengu framhjá þessu tilboði taka þá áhættu að fá aldrei neitt fyrir þann umframfjárstofn sem þeir eiga. Viðbrögð bænda verða því aðeins skýrð á tvo vegu: vantrú á kerfinu og þeim boðskap sem Stéttarsambandið sendir út eða fullkomin örvænting þess sem engu vill sleppa. Vitað er að margir bændur sjá fram á að með sínum fullvirðisrétti geti þeir ekki staðið undir rekstri sinna búa og allt þetta þrýstir á um ólöglega heimasölu kindakjöts. Hjá einum bónda þar sem blaða- maður Bændablaðsins kom til í haust var verið að enda við að slátra um 100 lömbum heima. Hvort hér er um að ræða eitt einstakt tilfelli er erfitt að segja um, þar sem engar áreiðanlegar heimildir eru til um hversu mikil heimaslátrun hefur verið síðastiiðið haust. En sé hins vegar um almenna heimasölu að ræða þá má reikna með að sú sala eða „gjafir“ segi fljótlega til sín í auknum birgðum á kjöti. í haust framlengdi Framleiðslu- ráð landbúnaðarins frest til að gera fækkunarsamninga á sauðfé til 15. nóvember, til þess að aðlaga bú- stofninn neyslu landsmanna á kindakjöti. Frestur til að óska eftir skiptum á fullvirðisrétti í kinda- kjöti og mjólk var líka framlengdur til sama tíma. Það var vandlega auglýst að þetta yrði í síðasta sinn sem mönnum stæði þetta til boða en þegar fullvirðisréttur í sauðfjár- framleiðslu var lagður á, lagði Stéttarsamband bænda áherslu á að sauðfjárbændur yrðu aðstoðað- ir við að aðlaga bústofn sinn að fullvirðisréttinum og í því skyni lagði Framleiðnisjóður fram fé. Hvað bauð Framleiðnisjóður Tilboðunum má skipta i fimm flokka. í fyrsta lagi hið almenna til- boð um kaup eða leigu fullvirðis- réttar sem stendur öllum til boða. í öðru lagi sérstakt tilboð til aldraðra bænda, þ.e. er til þeirra sem urðu 67 ára á árinu 1987 og eldri. í því sambandi er vert að geta þess að um fjórðungur þeirra bænda sem hafa fullvirðisrétt í sauðfjárframleiðslu eru eldri en 65 ára, og um 8% sauðfjárframleiðsl- unnar er hjá bændum sem eru 70 ára eða eldri. í þriðja lagi landshlutabundið til- boð, þar sem sauðfjárbændum á mjólkurframleiðslusvæðum eru boðin sömu kjör og öldruðum bændum. í fjórða lagi sérstakt tilboð til mjólkurframleiðenda í sömu sýsl- um og landshlutabundna tilboðið er. Þá er mönnum boðið að láta fullvirðisrétt í kindakjöti af hendi og fá helming þess greitt aftur í mjólkur-fullvirðisrétti en helming- inn í peningum. í fimmta lagi áðurnefndir fækk- unarsamningar, þar sem Fram- leiðnisjóður greiddi ákveðna upp- hæð á hverja kind sem fargað var. SAMIÐ VID ÁKVEÐNA BÆNDUR? Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambands bænda vill athuga þann möguleika „Menn hafa ekki verið nægilega upplýstir um það scm í boði er og þess vegna ekki viljað sinna tilboð- unum. En það er líka tilfcllið að þeir sem ekki fóru eftir kerfinu eða hlýddu fyrirmælum áður en Fram- leiðsluráðslögin tóku gildi, þeir hafa oft á tíöum komið best út, — því miður,“ sagði Haukur Hall- dórsson formaöur Stéttarsambands bænda í samtali við Bændablaðið. Samkvæmt búvörusamningi bænda og ríkisins skulu 80% af kindakjötsframleiðslunni seld á innanlandsmarkaði. Á síðasta verð- lagsári var kindakjötsneysla 8.600 tonn, þ.e. 200 tonnum of lítil til þess að vera 80% af 11.000 tonnunum sem samið var um, en óheimilt er að greiða útflutningsbætur með meira en 20% af framleiðslunni. Aðspurður um leiðir út úr þess- um ógöngum, sagði Haukur, að ef ekki tekst að semja við einstaka bændur um fækkun, þá yrði að skerða þá framleiðslu sem bændum hefur verið úthlutuð. Það þýddi þó ekki að fullvirðisréttur bænda, þ.e. hreinir peningar sem þeim eru nú greiddir fyrir fullvirðisrétt sinn yrðu skertir, heldur yrði að borga einhverjum fyrir að framleiða ekki kjöt. „Sú skerðing verður þá látin ganga jafnt yfir bændur þar sem væntanlega verður mjög erfitt að ná til allra þeirra sem selja framhjá. Það má líka hugsa sér að í stað jafnrar skerðingar á alla, sem ég tel vera verstu leiðina, verði hægt að semja við bændur á einstökum svæðum um að hætta framleiðslu og fá samt borgað fyrir fullvirðis- rétt sinn samkvæmt búvörusamn- ingi, eða að semja við nokkra bændur, t.d. í einum hreppi um að hætta að framleiða. Hins vegar er ljóst að ef ekki tekst að minnka framleiðsluna með samningum, þannig að 80% hennar fari á innan- landsmarkað, þá verður eitt að ganga yfir alla.“ En hvers vegna var ekki farið fyrr á stað þegar séð var að útflutnings- markaðir voru að lokast og kinda- kjötssneysla að dragast saman? „Menn hafa aldrei viljað viður- kenna að útflutningsmarkaðir væru takmarkaðir, þ.e. að ekki fengist viðunandi verð, og að um offramleiðslu væri í raun að ræða. En nú þýðir ekki lengur að slá hausnum við steininn." Nú segja margir kúabændur að tilboð Framleiðnisjóðs til þeirra sé afarkostur, þar sem aðeins helm- ingur af fullvirðisrétti í sauðfé fáist yfirfærður í fullvirðisrétt á mjólk. „Við höfum aðeins um eina millj- ón lítra til ráðstöfunar, því gefur það auga leið að ef bændur fengju sauðfjárréttinn fluttan að jöfnu yf- ir í mjólk þá myndi ein milljón litra engan veginn nægja. Þessa einu milljón fáum við til að auka fram- leiðslu verðlagsársins 1988 til 1989, vegna aukinnar neyslu á mjólkur- vörum en ef við ætluðum að minnka kjötframleiðslu og auka mjólk í staðinn, þá væri verr af stað farið en heima setið því það er enn verra að standa í útflutningi á mjólk heldur en kjöti. Það má líka benda á að með þessum tilboðum Fram- leiðnisjóðs er verið að gefa kúa- bændum kost á að fullnýta fjós sín, en ekki að þeir fari út i nýbyggingar á fjósi. Það er frekar hægt að hugsa sér að þeir gætu fullnýtt fjósin og notað svo fjárhúsin í aukabúgrein. Það má heldur ekki gleyma því að bændur fá greitt fyrir þann hluta sauðfjárréttarins sem ekki færist yfir í mjólk.“ Hrólfs Ölvissonar nema í félagsvis- indum, sem hann vann í fjölmiðla- námi við Háskóla íslands. Með fækkunarsamningum lofar bóndinn að fjölga ekki fé á samn- ingstímanum. Þessi tilboð Fram- leiðnisjóðs hafa skilað litlum ár- angri, þar sem aðeins hefur tekist að að ná samningum um 12000 - 14000 fjár. Ekki er sjáanlegur meiri árangur vegna tilboða til eldri bænda sem nú eru boðin í fyrsta sinn. En hvað segja bændur um ástandið í sauðfjárbúskapnum? Það kom mjög áberandi fram i máli þeirra sem Bændablaðíð ræddi við, að tilboð Framleiðnisjóðs væri afarkostur. Til dæmis það, að láti bóndi af hendi framleiðslurétt í sauðfé fær hann aðeins helming hans færðan yfir í mjólkurfram- leiðslu. Sunnlenskur bóndi taldi að landbúnaðarráðuneytið og Stéttar- samband bænda hafi gengið of langt. Eða eins og hann sagði „Það er ekki allt leyst með því að hafa sauðfjárræktina í Dalasýslu, Vest- fjörðum, og Múlasýslu svo dæmi sé tekið. Það verður að taka tillit til gæða vörunnar og hinnar félags- legu hliðar.“ Fara sveitir í eyði Guðmundur Stefánsson land- búnaðarhagfræðingur sagði meðal annars í ræðu sem hann flutti á ráð- stefnu um byggðamál í vetur að sauðfjárframleiðendum mætti fækka úr 2000 í 1000 og er þá ein- ungis verið að tala um þá sem hafa búskapinn að aðalatvinnu. í skýrslu landbúnaðarráðuneyt- isins frá liðnu sumri; Sauðfjárrækt á íslandi - staða og stefna segir um þetta atriði: „Fyrir liggur, að fjöl- margir búa við sauðfé eingöngu, það litlum búum , að afraksturinn er í engu samræmi við kröfur hins almenna þegns um tekjur. Engu að síður unir fólk við þennan búrekst- ur, því það finnur í honum svölun annarra þarfa, svo sem fyrir frjáls- ræði, sjálfstæði, og metur mikils möguleikann á að umgangast og ala önn fyrir sauðfénu í lifandi um- hverfi, náttúru og fólks með sömu áhugamál...“ og síðar: „Búin skapa byggðamynstrið, hafa sín áhrif til að stytta bæjarleiðir, styrkja hinn félagslega þátt, sem í engri búgrein er jafnríkur og í sauðfjárrækt- inni.“ En livers vegna er svo erfitt að draga úr framleiðslu kindakjöts? Fátt bendir til að afkoma sauðfjár- bænda sé betri en í öðrum greinum og með tilboðum Framleiðnisjóðs er, mönnum auðveldað að hætta. Dreifbýli í landinu hefur mjög átt í vök að verjast undanfarin ár og svo aftur sé vitnað í skýrslu ráðuneytis- ins þá er sauðfjárræktin í mörgum sveitum aðal- og jafnvel eini burð- arás atvinnulífsins. í hinum svo- kölluðu jaðarbyggðum landsins er staðan víða þannig að brottfall bú- setu á einum bæ getur orðið til að eyða heilli sveit. Þessi staða margra bænda kemur í raun í veg fyrir að þeir selji eða leigi fullvirðisrétt sinnr þó aðstæður þeirra sjálfra séu þannig að það væri þeim ekki á móti skapi. Hörðust gagnrýni gegn framleiðslustjórnuninni og „gylli" boðum Framleiðnisjóðs kemur einmitt úr þessum sveitum og stefna stjórnvalda hefur meðal sumra bænda hlotið nafnið eyðibýla- stefna. Guðmundur Stefánsson sagði um þetta atriði i fyrrnefndri ræðu: „Það má ekki líta á það sem ein- hverja meiri háttar þjóðarógæfu að sveit fari í eyði... Hér er að sjálf- sögðu ekki um neina eyðibýlastefnu að ræða, heldur eðlilega og óum- flýjanlega þróun... Breytingar á bú- setu manna hafa orðið áður í ís- landssögunni, en þjóðin hefur e.t.v. aldrei verið eins vel í stakk búin til að bregðast við þeim og einmitt nú.“ Til þess að sporna við eyðingu byggða hafa menn mjög horft til nýrra búgreina í landbúnaði en svo virðist sem alvarlega hrikti í þeim stoðum. Á liðnu sumri bárust frétt- ir af óbeinni framleiðslustjórnun í ferðamannaþjónustu og í 6. tbl. tölublaði Bændablaðsins sagði frá gjaldþrota stöðu hjá stórum hluta refabænda í landinu. Og ekki er það til að styðja við bakið á ný- greinum né landbúnaði yfir höfuð, að skera niður fé til leiðbeininga- þjónustu og rannsókna sem annars gætu leitt til framfara og hagræð- ingar bæði í landbúnaði og öðrum atvinnugreinum hér á landi. Heimílístækí sem bíða ekki! tli3ím$ ÍIMM isskápnr iwn i æ* \ vii iiiiinriiiM þurrkari eldavél frystikistá Nú er ekki eftir neinu aö bíöa, þú verslar í Rafbúö Sambandsins fyrir 100 þúsund og getur þá keypt öll heimilistækin í einu, valiö sjálfur hvert tæki af ótal gerðum í pakkann, bætt sjónvarpi, videotæki eða hrærivél viö og skipt greiðslum jafnt niður á 24 mánuði. Engin útborgun og fyrstagreiöslaeftir einn mánuö. Enginn íslenskur raftækjasali hefur boðið slík kjör - hvorki fyrr né síöar. Haföu sam- band við Rafbúö Sambandsins strax - það er ekki eftir neinu aö bíöa. =—MAGN^ IRM8SS a þessum kjoruma 0SAMBANDSINS ÁRMÚLA 3 siml 687910 .. 000( 00

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.