Bændablaðið - 01.01.1988, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 01.01.1988, Blaðsíða 12
Það er liðin tíð að unnt sé að auka tekjur búsins með því að auka framleiðsluna. Nú skiptir því mestu að nýta framleiðsluna sem best þannig að hámarksverð fáist fyrir hana. Aðalrúningstími sauðfjár fer í hönd og bætt meðferð ullarinnar er allra hagur, ekki síst bóndans sem þannig getur skapað sér hærra verð. Til að ullin verði sem allra best þarf að hafa fjölmörg atriði í huga. Hér á eftir verður fjallað um nokkur þau mikilvægustu. 1. RUNINGUR 1.1. Vinnuaðstaða Vinnuaðstöðu við rúning þarf vel að vanda. Sérstaklega þarf að varast að ullin taki i sig bleytu, skít og mor. Mislitt fé á alltaf að rýja á eftir hvíta fénu, svo að dökk hár úr mislitu ull- inni blandist ekki saman við hvítu ullina. Mislitu ullinni þarf að halda sér eftir litum og aldrei láta hana saman við hvíta ull. Rýja skal á hreinum stað. Rúningsstað þarf að sópa vandlega áður en rúning- ur hefst, og einnig þegar skipt er milli lita. 1.2. Vinnubrögð Rúningurinn sjálfurermikið vandaverk og ekki er rétt að setja óvana menn I þetta starf, nema undir leiðsögn kunn- áttumanna. í þessu sambandi má nefna galla, sem oft er mjög áberandi, en það eru stutt hár. Trúlega finnst rún- ingsmanninum hann ekki hafa rúið nógu nálægt og rennir þess vegna klippunum aðra umferð. Stuttu hárin sem þannig myndast fylgja ullinni. Hluti af þeim fer úrvið þvott og kembingu, en þau sem eftir verða valda vandræðum I vinnslunni. Þessi stuttu hár verða að hnökrum I kembingu og spilla mjög garngæðum. Einkum er þetta slæmt þegar litir blandast saman því þá eyðileggja hnökrarnir oft heil- ar vinnslueiningar. Þessarein- ingar geta verið mörg tonn að þyngd og sér þá hver maöur hve skaðinn er mikill. 2. FRAGANGUR 2.1. Pokun Frágangur á reyfum skiptir miklu máli. Til að matið geti gengið á eðlilegan hátt þarf matsmaður að fá reyfið I sem heillegustu ástandi. Sé ullin rök þegar rúið er, þarf sérstak- lega að aðgæta að hún sé ekki sett blaut I poka. Sé ullin blaut er hætt við að hún fúni. Þar sem gengið er frá reyfunum þarf að vera þurrt og hreint. Æskilegt er að einhvers konar rimlaborð sé notað við frá- ganginn, þannig að reyfið sé lagt upp á þetta borð með tog- hliðina upp, jaðrarnir brotnir inn og reyfið vafið upp í rúllu. Ullin er síðan sett í poka og athuga þarf vandlega að allir pokar séu rækilega merktir. Mjög æskilegt er að strax við rúning sé ull af lærum og kviði tekin frá og pokuð sér. Þetta gera margir bændur, sem hugsa vel um ullina sina. Ull af lærum og kviði er oft mjög óhrein og getur hæglega mengað óskemmda ull, sem þá fellur í mati. 2.2. Aðskotahlutir Aðskotahlutir i ullinni eru orðnir allt of áberandi nú á síð- 3. HUSAKOSTUR 3.1. Loftræsting. Miklu skiptir að loftskipti í fjárhúsum séu góð. Þessu er oft hægt að koma fyrir með einföldum viftum eða góðum strompum. Góð loftræsting gerir þaö að verkum að hægt er að halda raka í skefjum, en of mikill raki hefur i för með sér ýmsa galla í ullinni. 3.2. Stálgrindur. Mikil bót var að því, þegar farið var að setja trégrindur í húsin, en nú er farið að nota stálgrindur að nokkru marki og sýna athuganir sem gerðar hafa verið að útkoma ullar- mats er betri ef féð hefur verið á stálgrindum. 3.3. Slæðigrindur Slæðigrindur sem loka garðanum meðan verið er að gefa, en liggja svo ofan á hey- inu, minnka heymor að mikl- um mun. Sú nýjung er einnig mjög athyglisverð, að loka garðanum frá krónni með plastvegg, jafnvel þannig að plastið nái alveg niður I garð- ann, svo að féð verði að stinga hausnum undir plastið til að komast að heyinu. Aðferðir af þessum toga ýta undir betri nýtingu á fóðrinu, en gera það auk þess að verkum að minni skemmdir verða á ullinni af hlandbruna eða húsgulu og minni líkur verða til þess að hún þófni. 3.4. Húsrými Það er líka mikilvægt að sjá til þess að ekki sé of þröngt á fénu í húsunum. Sé rúmt á fénu verður minna mor i ull- inni. Að ullin sé laus við mor skiptir miklu máli þegar ullin er metin og ekki síður þegar farið er að vinna úr henni. Morí ullinni ermeð alvarleg- ustu vandamálum ullariðnað- arins. Ullin er oft felld I mati, vegna þess að morið er ekki bara í hálsi, heldur aftur eftir öllu baki. Það sorglega við þetta er sú staðreynd að oft er þetta besta ullin í reyfinu. Sumt af morinu hagar sé mjög líkt og gerfiefnisþræðirnir sem rætt var um hér að fram- an. Þetta leiðirtil þess að þrátt fyrir að ýmsar aðferðir séu við- hafðar I verksmiðjunum til að losna viö mor, verður alltaf viss hluti þess eftir og orsakar vandræði á siðustu vinnslu- stigum. ustu árum. Hér er einkum um að ræða þræði úr gerfiefni sem koma trúlega að mestu úr baggaböndunum, en einnig úr rifnum umbúðum (ullarpok- um), svo og snæri sem notaö ertil að loka pokunum. Þessir þræöir haga sér yfirleitt alveg á sama hátt og ullarhárin. Þeir fara þess vegna I gegnum alla vinnsluna og sjást ekki fyrr en búið er að vefa efnið eða prjóna voðina. Það kostar þá ómælda vinnu og erfiði að plokka þessi hár úr. í mörgum tilvikum er það ógerningur og varan er þar með ónýt. Slfe* - Tökum höndum saman um að gera ullina að betra hráefni. Það er hagur beggja. Bóndinn fær betra mat og hærra verð, en iðnaðurinn betra hráefni til vinnslu. . •- v'; ,í,-it';-'-.,'yi-f' -fíj r: v-.fe;--' >• r’/ - '■ l;"í- mmtMi'Æ 'iÆEm* l 1 | I i®1h IsB 1 | % 'í M % ■

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.