Bændablaðið - 01.01.1988, Blaðsíða 3

Bændablaðið - 01.01.1988, Blaðsíða 3
Dilkakjötssala til USA: ORADLEGT AD HÆTTA NUNA! — segir í skýrslu Útflutningsráðs „Niðurstöður skýrslunnar gefa hvorki til kynna að hægt sé að selja is- lenskt lambakjöt til Bandaríkjanna né að það sé óraunhæft. Fleiri þættir hallast að því að það sé möguleiki og þvi væri það óráðlegt að láta staðar numið nú“, segir Sighvatur Bjarnason hjá Útflutningsráði Islands i skýrslu að lokinni könnun sem Markaðsnefnd landbúnaðarins og Útflutningsráð íslands létu gera i Yew York, Boston, Atlanda Baltimore og Washington seinnipart árs 1987. 501 veitingastaður var í úrtakinu, þar af 168 á hótelum. Það kom í ljós að lambakjöt er á matseðli veitinga- húsaí 80% tilfella, enekki 15% eins og haldið var, og að lambakjöt er á boðstólum þessara veitingastaða allt árið um kring. Þá kom í ljós að meðalverð á lambakjötsréttum veitingastaða er heldur hærra en menn héldu og reyndist verðið hæst í Boston, um 18 USD fyrir skammt- inn, en lægst tæplega 15 USD í Atlanta. Réttirnir eru aðeins dýrari á hótelum en öðrum veitingastöð- um. Vinsældir lambakjöts virðist vera mestar í New York en minnstar í Baltimore af þeim stöðum sem voru skoðaðir. Lambakjöt sem hef- ur ekki verið fryst, á meiri vinsæld- um að fagna heldur en kjöt sem hef- ur verið fryst, en þó töldu flestir að enginn reginmunur væri þar á. Það eru einkum mjóhryggur og kótilett- ur og læri sem er vinsælt. Tillögur Útflutningsráðs Sighvatur Bjarnason hjá Útflutn- ingsráði íslands hefur gert ákveðn- ar tillögur um framhald aðgerða til að komast inn á Bandaríkjamarkað með íslenskt lambakjöt. Þær felast m.a. í því að markaðs- setning kjötsins verði á afmörkuðu svæði við New York og Boston og að tekið verði upp samstarf við fyrirtæki sem gæti lagað vöruna að kröfum markaðarins. Haft verði samband við einn til tvo veitinga- staði þar sem kjötið verði á boðstól- um til reynslu i 6 mánuði. Sighvatur fór ásamt Auðunni Bjarna Ólafssyni frá Markaðs- nefnd til Bandarikjanna til þess að hitta fulltrúa nokkurra fyrirtækja að máli, sem gætu aðstoðað við markaðssetningu á kjötinu eftir 6 mánaða reynslutímabilið. Silvia Schur hjá CFS hafði mik- inn áhuga á að aðstoða íslendinga við markaðssetningu á islensku lambakjöti og taldi þess virði að athuga sölu á kjöti til skóla, sjúkra- húsa og stofnana eins og til veit- ingahúsa. Jafnframt taldi Silvia að með breyttum kjötskurði mætti fá betra verð fyrir kjötið og að fyrir- tækið gæti komið íslenska kjötinu á framfæri í blöðum, tímaritum og i veislum þar sem áhrifaaðilar kæmu saman. CFS er þekkt fyrir vinnu sína fyrir vörumerki eins og Heinz og Chiquita. Roland V. Grybauskas forstjóri GP og Partners sagði að ekki yrði vandkvæðum bundið að tengja markaðssetningu íslenska lamba- kjötsins við markaðssetningu ELDURÍS því markhópurinn væri sá sami. Einnig töluðu Auðunn og Sig- hvatur við J.C. Kelly sem hefur flutt inn lambakjöt frá íslandi til Banda- rikjanna á smásölumarkað og Greame J. Lindsey, framkvæmda- stjóra nýsjálenska fyrirtækisins sem sá um innflutning á kjötinu til Bandaríkjanna. Auk þess heim- Fyrirtæki kanínubænda: BÚIÐ AÐ FRAMLEIÐA 6 TONN AF FÖTUM! — Unnið til miðnættis til að anna eftirspurn „Salan hefur tekið góðan kipp hér innanlands og út- flutningur lofar góðu því allsstaðar þar sem vörur frá okkur hafa verið sýndar og kynntar, hafa þær líkað mjög vel“, sagði Kristján Valdimarsson framkvæmda- stjóri Finullar, en Fínull fullvinnur band og saumar flík- ur úr kanínuull. í samtali við Kristján kom líka fram að áform eru uppi um að Fín- ull skapi annarri saumastofu verk- efni sem yrði þá staðsett utan höfuðborgarsvæðisins. Á þeirri saumastofu yrði lögð áhersla á að sauma vinnuaflsfrekustu flíkurnar fyrir Fínull. Ekki er vitað hvaða aðili fer að sauma fyrir Fínull eða hvar, og afgreiðslufrestur á sauma- vélum þeim sem notaðar eru við framleiðsluna er langur þannig að einhver bið verður á að önnur saumastofa opni. Um tuttugu manns vinna nú hjá Finull, bæði við vinnslu kanínufið- unnar og á saumastofunni. Það eru um helmingi fleiri en áætlað var i upphafi. Ástæða þess er m.a. sú að meiri saumaskapur er á þeim flík- um sem seljast best núna. Mikil sala er í nærfötum kvenna og karla, en einnig er framleiddur ýmis heilsu- fatnaður, svo sem armhlífar, ol- boga- og hnéhlífar og fleira. Fatn- aður frá Fínull er seldur á a.m.k. 13 stöðum á landinu og einnig hafa sendingar farið til Lúxemburgar, Þýskalands, Austurríkis, Svíþjóð- ar, Danmerkur, Bretlands Banda- ríkjanna og Kanada. Sýnishorn hafa einnig verið send til fleiri landa, m.a. til Noregs og Japan. Fínull framleiðir um tæplega 50 gerðir af fatnaði ýmist úr hreinni kanínufiðu (kanínuull) eða að hálfu leyti blandað bómull eða acryl, í 3 til 4 stærðum sem fer á markað innanlands og erlendis. Síðan í haust hefur verið unnið frá klukkan 8:00 á morgnana til miðnættis til þess að anna eftir- spurn, en nær engin framleiðsla safnast fyrir á lager. Það væri því ekki hægt að taka við stórum pönt- unum sem bærust erlendis frá með litlum fyrirvara. Skorti á kanínu- fiðu hefur ekki verið til að dreifa, en að sögn Kristjáns vantar þó meira af kaninufiðu í öðrum og þriðja flokki. Fínullarverksmiðjan hefur nú framleitt um 6 tonn af fötum frá því hún tók til starfa og að sögn Kristjáns eru horfurnar bjartar hjá verksmiðjunni þótt erfiðlega hafi gengið að borga niður stofnkostn- að, einkum vegna þess að hlutafjár- Síöbrœkur og lambhúshettur er meöal þess sem framleltt er hjá Fínull. söfnun er ekki lokið. Einnig tekur langan tíma að fá greitt fyrir vöru sem seld er erlendis. Verð á kanínufiðu til bænda er nú rétt rúmar 2000 krónur fyrir fyrsta flokk, en fyrir annan flokk eru greidd 80% af verði fyrsta flokks. Fyrir þriðja flokk eru greidd 57,6% af verði fyrsta flokks. Að undanförnu hafa verið gerðar tilraunir til að fullnýta fiðu úr 4. og 5. flokki, einkum í litaðan fatnað og virðast þær tilraunir ganga mjög vel. Ekki er þó búið að setja fatnað framleiddan úr þeim gæðaflokkum á markað enn sem komið er. Það stefnir því í að Fínull geti notað alla 5 flokkana í framleiðslu sína, en hingað til hafa 4. og 5. flokkur aðeins verið teknir í umboðssölu af bændum og verð erlendis á þeim flokkum hefur verið svo lélegt að ekki hefur einu sinni verið reynt að koma henni í sölu. Hér er kantnufiöan búln að fara I gegnum tœtara og er á lelö inn t kemblvillna. sóttu þeir veitingastaði og snæddu undantekningarlaust lambakjöt í hálfan mánuð samfleytt. Það kjöt var ýmis nýsjálenskt eða banda- rískt, og alltaf mjög bragðgott að þeirra sögn. BÚVÖRU- DEILD CÍQ HAFNAR ÞÁTT- TÖKU Búvörudeild SÍS hefur hafn- að þvi að gerast framkvæmda- aðili að tilraunaútflutningi til veitingahúsa i New York þrátt fyrir að pcningaáhætta sé engin til staðar. Þau sláturhús sem mega flytja kjöt á Bandarikja- markað eru öll innan Sam- bandsins en vonir eru bundnar við að sláturhús SS á Hvolsvelli fái tilskilin leyfi. Það er Fram- leiðnisjóður landbúnaðarins sem mun fjármagna þetta verk- efni ef af veröur og hefur verið sótt um þriggja milljón króna framlag þaðan. Forsvarsmenn búvörudeildar segjast tala af reynslu þegar þeir segi að þetta verkefni sé sóun á fjármunum því kjötsala til Bandaríkjanna hafi engu skilað til þessa. í samtali við Bænda- blaðið sagði Magnús G. Frið- geirsson framkvæmdastjóri bú- vörudeildar: „Okkurhefurverið legið á hálsi fyrir það að vera ekki nógu atorkusamir við að selja kjöt til Bandaríkjanna svo það er kominn tími til að einhver annar prófi. Við prófuðum og - okkur mistókst“. Hjá Markaðs- nefnd landbúnaðarins sagðist Auðunn Bjarni Ólafsson telja að úr því hvernig komið er, væri “...æskilegra að láta einhvern annan en SÍS spreyta sig á þessu verkefni því til þess að geta vænst árangurs verða menn að trúa á.það sem þeir eru að gera“. „Við höfum rætt við Slátur- félag Suðurlands um fram- kvæmdina en það þarf að vinna mjög hratt að þessu því við þurf- um að halda áfram okkar verki i byrjun febrúar," sagði Auð- unn Bjarni ennfremur. Sláturhús SS á Hvolsvelli er samþykkt af bandarískum yfir- völdum sem pökkunarstöð fyrir herinn, sem setur tiltölulega hærri kröfur en aðrir svo það er ekki vitað um nein atriði sem ekki eru í lagi gagnvart heil- brigðisyfirvöldum. Leyfið er því væntanlega bara formsatriði og að því fengnu er búist við að SS sé til að taka að sér framkvæmd útflutningsins. Þess má geta að búvörudeild SÍS hefur hingað til verið ein um að flytja kindakjöt út til Banda- ríkjanna og hefur dótturfyrir- tæki SÍS þar verið innflutnings- aðili. Ef tilraunaútflutningur- inn gengur vel má segja að Slát- urfélaginu séu færðar þrjár milljónir á silfurfati til þess að spreyta sig á útflutningi kjöts til Bandarikjanna, en fari útflutn- ingurinn í sandinn hafa þeir engu tapað, því Framleiðnisjóð- ur fjármagnar verkið.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.