Bændablaðið - 01.04.1989, Síða 12
BÆNDA-
BLAÐIÐ
12
VELAR OG TÆKI TIL
RÚLLUBINDINGAR
Bændablaðið leitaði til innflytjenda landbúnaðrartækja og
grenslaðist fyrir um hvaða tæki væru á boðstólum til rúllu-
bindingar, pökkunar og flutnings rúllubagga um þessar mundir.
Vélar og þjónusta hf.
Vélar og þjónusta hf. bjóöa rúllubindivél
af gerðinni KRONE. Hönnun þessarar rúllu-
bindivélar er ólík öðrum vélum að þvf leyti að
f henni er hringtengt færiband. Hún byrjar þvf
aö þjappa heyinu strax og eitthvað berst inn f
hana. Aflþörf er fremur lftil miðaö viö rúllu-
bindivélar eða á milli 50 og 55 hestöfl og
baggarými er lokaö. KRONE rúllubindivélin
kostar á tilboösverði í mars 1989 kr. 540,000.
Þá bjóöa Vélar og þjónusta hf. nokkrar
gerðir af pökkunarvélum. Fyrst má telja
pökkunarvél af gerðinni WARP A ROUND.
Þessi vél er staðbundin og hentug ef pakkaö
er heima við hlöðu. Einnig er hægt að festa
hana á þrftengi á dráttarvél. Verö WARP A
ROUND pökkunarvélarinnar er samkvæmt
tilboði í mars 1989 kr. 275,000. AUTO-
WARP pökkunarvélin, sem er dragtengd
með lyftibúnaði kostar á tilboðsverði f mars
1989 kr. 390.000. og AUTOROLL pökk-
unarvélin kostar kr. 450.000. AUTOROLL
pökkunarvélin hefur þann kost aö á henni er
sjálfvirkur búnaöur sem byrjar og endar
pökkun og losar notandann við hiaup upp og
niður úr dráttarvélinni. Þá bjóða Vélar og
þjónusta hf. lyftutengdan rúllusaxara af
TEAGLE gerö sem kostar á tilboösveröi í
mars kr. 260,000., afrúllara af ECON gerð
sem kostar á sama tilboöi kr. 190.000. og
BALEMASTER baggagreip á kr. 79,000.
Búnaðardeild Sambandsins.
Búnaðardeild Sambandsins býöur tvær
gerðir af CLAAS rúllubindivélum. Algeng-
asta vélin er CLAAS ROLLANT 46, sem er
með rafbúnaöi og baggarennu. Sú vél kostar
samkvæmt veröi í mars 1989 kr. 679,000.
Einnig býöur Búnaðardeildin CLAAS
ROLLANT 34, sem er minni vél og kostar kr.
541,000. f mars 1987. Þá er mögulegt að
útvega stærri rúllubindivélar frá CLAAS.
Búnaöardeild Sambandsins býður SILA-
WARP rúllupökkunarvél frá UNDER-
HAUG. Sú vél er fáanleg dragtengd með
lyftibúnaöi og kostar þá kr. 397,600. í mars
1989. SILAWARP pökkunarvélin er einnig
fáanleg til festingar á þrítengi á dráttarvél og
kostar sú útgáfa af véiinni kr. 253.800.
Baggagreip meö þrem örmum fyrir ámokst-
urstæki frá UNDERHAUG kostar kr.
62,000. f mars 1989. Þá kostar hver pakkning
af filmu kr. 4,400. án afsláttar en Bún-
aðardeildin gefur 7% afslátt þegar um meira
magn er að ræöa.
Glóbus. hf.
Hjá Glóbus er f fyrsta lagi á boðstólum
rúllubindivél frá NEW HOLLAND. Vélin er
með fastan kjarna og byrjar að rúlla f miðj-
unni. NEW HOLLAND vélin kostar f mars
1989 kr. 640,300. Þá býður Glóbus rúllu-
bindivélar frá WELGER. WELGER er upp-
hafshönnuður að valsakerfi fyrir rúllu-
bindivélar. WELGER RP 12 kostar kr.
613,500. og WELGER RP 15 kostar kr.
710,600. ímars 1989.
Glóbus býður rúllupökkunarvélar af
gerðinni AUTO-WARP 1200. Þessar vélar
eru festar á þrftengi dráttarvélar eöa
ámoksturstæki og kosta kr, 479,500. ef um al-
sjálfvirka vél er að ræða en hálfsjálfvirk vél
kr.377,300. í mars 1989. Glóbus býður einnig
WILDER rúllupökkunarvél á kr. 213,400. og
baggagreip fyrir ámoksturstæki frá WILDER
á kr. 77,800. Þá býöur Glóbus skuröarhníf frá
OLEO-MAC og fyrir dyrum stendur að láta
prufa og helja sölu á tækjum til afrúllunar og
mötunar frá SPARMAN.
Þór hf.
Þór hf. flytur inn rúllubindivélar frá
DEUTZ-FAHR. Vélin er með föstu bagga-
hólfi og er fáanleg f tveim stæröum. Verð á
DEUTZ-FAHR GP 2,30, sem er standard
vél er kr. 500,000. f mars 1989. Þór hf. flytur
inn SILA-PAC rúllupökxunarvél frá
LAWRENCE EDWARDS. Vélin er drag-
tengd en einnig er hægt aö fá lyftutengda út-
gáfu af henni. Verö á dragtengdu vélinni er
kr. 353,000. Þá býður Þór hf. tveggja fingra
rúllubaggaskvísl meö prjóni frá ABT og kost-
ar kvísiin kr. 58,600. f mars 1989.
Allar þessar upplýsingar eru unnar úr
gögnum sem viökomandi fyrirtæki létu af
hendi. Þessar upplýsingar eru á engan hátt
tæmandi um þann búnaö sem á boðstólum er
og viljum við biöja þá sem óska frekari
upplýsinga aö hafa samband viö viökomandi
fyrirtæki. Verö sem gefin eru upp eru tekin
úr verölistum f mars 1989 eins og fram kemur
jöfnun höndum í greininni. Verð geta breyst
meö litlum fyrirvara og viljum við þvf einnig
biöja bændur að afla sér sem nákvæmastra
upplýsinga um þau á hverjum tíma, þótt þessi
verðupptalning geti gefiö nokkuö raunvcru-
lega mynd af þcim kostnaði sem fylgir kaup-
um á tækjum til rúllubindingar.
ÞI.
4