Bændablaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 14
BÆNDA- 14
BLAÐIÐ
PÚSTKERFI SEM LIFIR
BÍLINN
>ústkerfi er hlutur sen) bflar geta
ííla verið án. Þau hafa hins vegar þann
leiðinlega eiginleika að slitna þannig að
saklausasti smábfll getur hljómað eins
og heil skriðdrekasveit. í lok
febrúarmánaður hófst hér á landi
framleiðsla á ryðfríum pústkerfum sem
seld eru með 5 ára ábyrgð en ættu að
geta endst nýjum bfl þar til honum er
lagt sökum elli.
Fyrirtækiö sem framleiöir þessi nýju
púströr heitir íslenskt framtak. Ingimar
Pálsson framkvæmdastjóri sagöi aö hægt
væri aö fá ryöfrí pústkerfi undir allar tegundir
bifreiöa og vinnuvéla. Ef íslenskt framtak
ætti ekki einhverja ákveöna tegund á lager
væri hún einfaldlega sérsmíöuö. Fyrst um
sinn er einungis hægt aö fá þcssi pústkerfi hjá
íslcnsku framtaki í Hafnarfiröi, þar sem
kaupunum og ábyrgöinni fylgir ísetning. En
Ingimar sagöi aö stefnt væri aö þvf aö koma
upp ísetningarstöðum úti á landi og fannst
líklegt aö byrjaö yröi á stærstu stööunum.
Aö sögn Ingimars eyöileggjast venjuleg
pústkerfi ekki einungis utan frá vegna seltu
og annars, heldur lfka innan frá. Ryöfrfu
pústkerfin eyöileggjast hins vegar hvorki
innan frá né utanfrá nema þau yröu fyrir
hnjaski vegna grjótkasts eöa ruðninga. Hér á
landi er gefin fimm ára ábyrgö á kerfunum en
sumstaðar erlendis er gefin ábyrgö sem nær
yfir lffdaga bflsins.
Þessi nýju pústkerfi eru dýrari en venjuleg
pústkerfi. Þau kosta á bilinu 15 til 20 þúsund
krónur í venjulega bfla. íslenskt framtak
hefur tryggt sér markaösrétt á kerfunum f
Danmörku, Noregi og Svíþjóö. "Þar sem
þetta hefur verið reynt ber öllum saman um
aö þetta er óslítandi," sagöi Ingimar Pálsson í
samtali viö Bændablaðiö.
-hmp
i
I