Bændablaðið - 01.04.1989, Síða 18

Bændablaðið - 01.04.1989, Síða 18
BÆNDA BLAÐIÐ AUKABLAÐ MEÐ 2. TBL. 3. ÁRG. 1989 Fjarkennsla í 48 ár: BREFASKOLINN VÆNLEGUR KOSTUR FYRIR LANDSBYGGÐARFÓLK Bréfaskólinn hefur boðið upp ú námskeið í Qölbreytilegustu mála- flokkum í 48 ár. Skólinn hefur því boðið upp á fjarkennslu allt frá árinu 1940. Guðrún Friðgeirsdóttir nýráðinn skóla- stjóri við Bréfaskólann segir áhuga fyrir námskeiðum skólans vera að aukast. Frá áramótum hafa 400 nýir nemendur skráð sig í skólann en 900 nemendur voru við skólann í fyrra. í Bréfaskólanum er meðal annars hægt að taka námskeiö f heyverkun, búreikningum, landbúnaðarhagfræði og sauðfjár- rækt.Guörún sagði f samtali við Bændablaðiö að töluverður áhugi reyndist fyrir þessum námskeiðum, sérstaklega hjá konum. Á síð- asta ári hefðu 50 manns veriö f námskeiöi um sauöfjárrækt, meirihlutinn konur. Ólíkt því sem tíðkast hjá öðrum skólum geta nemendur skráð sig hvenær sem er og tekiö námskeið á eins löngum tfma og þeim hentar. En Guörún sagöi skólann þó þurfa að setja tfmamörk í námskeiðum sem væru kennd f samstarfi viö aðra aðila, til dæmis námskeiö f bókavörslu. Þegar fólk hefur skráö sig f námskeiö hjá skólanum fær þaö sendar bækur og kcnnslu- bréf en þau eru leiðbeiningar kennarans um þaö hvernig best sé aö nálgast efnið. Yfirleitt fylgja sfðan verkefni til aö leysa og rétt svör eru f kennslubréfunum. Þá geta nemendur einnig leyst verkefni sem þeir senda skólanum þar sem fariö er yfir þau og einkun gefin og nemendur fá síðan sendan staðfestan vitnis- burð frá skóianum. Guörún sagðist vilja að Bréfaskólinn byði upp á fleiri námskeið í alls konar tómstundum en nú væri gert. En það væri dýrt að útbúa námsgögn og sér þætti leiöin- legt aö skólinn gæti ekki boðiö upp á nám- skeiö á lægra veröi. Bréfaskólinn væri ekki rekinn sem gróðafyrirtæki en útgjöld væru mikil. Guðrún sagöi þaö vera spor í áttina að framlag ríkisins til skólans hefði verið hækkaö um meira en helming í ár. Eigendur Bréfaskólans eru ýmis samtök verkafólks, bænda, sjómanna, öryrkja og ungmennasamtaka. Sjómenn hafa notfært sér námskeið Bréfaskólans, aöallega í sigl- ingafræði. Að mati Guörúnar ættu fagfélög að styrkja félaga sína til þess að sækja námskeiö hjá skólanum. Verkalýðsfélögin gætu til aö mynda greitt fyrir námskeiöin eftir aö félagsmaður hefur lokiö þcim og litiö á þau sem hluta af starfsþjálfunarnámi. Bréfanám cr auövitaö ckkert annaö en fjarkennsla. Þaö má þvf scgja að Bréfskólinn haft víkkað út starfsemi sfna þegar hann hóf samstarf við Fræösluvarpið. En skólinn tekur þátt f þýskunámskeiðum Fræösluvarpsins þar sem undirstaöa námscfnisins eru bréfa- námskeið frá Bréfaskólanum. "Mér fannst skrýtiö þegar menn voru aö tala um fyrstu skrefin í fjarkennslu f haust og mér fannst vera gengiö fram hjá okkur. Þaö gekk erfiðlega fyrir okkur að komast inn f Fræösluvarpiö," sagði Guðrún. Þetta væri furöulegt þegar horft væri til reynslu Bréfa- skólans á fjarnámi og þvf rekstrarformi sem þvf fylgir. Margir sækjast þó eftir samstarft viö Bréfaskólann. Skólinn er um þessar mundir aö hefja samstarf viö Bankamannaskólann, en bankamenn vilja reyna aö sinna sfnum félagsmönnum úti á landsbyggöinni meira en veriö hefur. Þá hafa viðræöur einnig átt sér staö á milli Bréfaskólans og Fiskvinnslu- skólans en ekki hefur veriö ákveöiö hvort aö einhvers konar samstarfi veröur. Bréfaskólinn er einnig meö f athugun hvort hann eigi að taka upp íslenskukennslu fyrir útlendinga. Guörún sagöi þaö hafa komiö til tals aö Bréfaskólinn, Feröaþjónusta bænda, Iön- tæknistofnun og Fræösluvarpiö heföu sam- starf um námskeiö í gistiþjónustu. Þetta segir Guörún aö geti aukiö atvinnumöguleika kvenna í sveilum. En í þessu eins og öðru vantar peninga en ekki viljann. -hmp ». V » \

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.