Bændablaðið - 01.09.1992, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 01.09.1992, Blaðsíða 2
6. TBL 6. ARG. SEPTEMBER 1992 BÆNDABLAÐIÐ & LANDSBYGGÐIN AÐ ETA SKIT OG ANNAÐ ÞAÐ SEM BÆTIR MELTINGUNA Illyvindur Erlendsson setti í vor hér f Bændablaðinu á prent þá skeleggu fultyrðingu að hreinlæti væri hinn versti sóðaskapur og fannst mér það orð f túna töluð. Fullyrðingin settist að í huga mér og hefur búið þar síðan. Helgi Hallgrímsson nátt úru fræðingu r bætti um betur f júníblaðinu, og rökstuddi fullyrðingu Eyvindar. Þeír hengdu saman í rökrænt sam- bengi hugsanir og sundurlausar skoðanir, eða kannski fremur til- finningar, sem ég hef átt í hugskoti mér nokkuð lengi án þess þó að þær kæmu fram f dagsljósið með svona vitrænum brag. Hafi þeir báðír heiður og þökk fyrir. Hér er komin umræða sem á hvergi betur heima en á síðum þessa biaðs, og er það von mín að fleiri grípi stQvopn sitt og upp hefjist umræður um málið. Það er löngu orðið tfmabært. Það er sem sé löngu tímabært að hefja um það umræðu að við þurfum að éta skft aö vissu marki ef við viljum Ifli og heilsu halda og hafa meltínguna í lagi. Við þurfum að fá inn í likamann eitthvað fyrir vamarkerfi hans að fást við ef það á ekki að flosna upp og verða gagnslaust. Það er sem sé svipað með vamarkerfi líkamans og vöðv- ana. Hæfileg þjálfun er bráð- nauðsynleg. Nýlega las ég raunar í blaði að drykkjumenn þola miklu meira áfengi en við hinir án þess að verða áberandi ölvaðir, svo lengi sem þeir stunda drykkjuna að því marki að 'þjálfunin" gangi ekki út í öfgar. I.ifrin kemst sem sé í þjálfun við að stunda sitt starf. að eru ekkert ógurlega mörg ár síðan menn uppgötvuðu að til em ýmis efni sem við þurfum að fá með fæðunní og kölluð hafa verið snefílefni vegna þess hversu lítið við þurfum af þeim. Efhi sem þó em manninum gjörsamlega ómiss- andi og hann missir heilsu bæði og lff ef hann er án þeirra. í þessum hópi em meðal annars ýmsir þeir gerlar og bakteríúr sem annars hafa verið fordæmdar hvað harð- legast og taldar lífshættulegar, og: em það sannarlega í of miklum mæli, sem og of litlum. í vor upphófst í útvarpi allra Iandsmanna, - að mig minnir f Þjóðarsálinni -, umrasða um vand- kvæði móöur viö að fóðra bam sitt svo það þrifist. Niðurstaða þeirrar umræðu var á þá leið að vanþrifin stöfúðu af gerilsneyddri mjóUc, og nokkrar ábendingar og dæmisögur bárust frá hlustendum um hlið- stæður. Viðkomandi móðir fékk um það góð ráð hvemig hún gæti nálgast hið "lögforboðna", ógeril- sneydda mjólk. Hvemig baminu hennar reiddi af, veit ég þvf miður ekki, - vonandi heUsast því vel -, en sögumar sem heyrðust um gagn- semi ógerilsneyddar mjólkur um- fram þá gerilsneyddu voru ótví- ræðar. Mér er kunnugt um að til em ungir bændur sem hafa hugleitt möguleikann á að koma ógeril- sneyddri mjólk á markað. Ég veit aö til ero aðferöir til að sýna kaupanda fram á að mjóUdn sé gæðavara, þrátt fyrir að hún hafi ekki verið eyðilögö í þvf skyni að sanna að svo sé, og ég held aö til sé aU stór hópur kaupenda sem myndu greiða uppsett verð fyrir slflca afúrð ef á boðstólum væri. Er ekki tfmabært að hér verði breyting á? þ ÆT á hefur á seinni árom stund- um hvarflað að mér sú spuming, hvort muni öroggara að éta kjöt af fénaði sem sláfrað er í einhveiju þeirra sláturhúsa sem starfa allt árið, með tilheyrandi flísalögnum, ryðfríu stáli og öðro sem til þarf, en ero sffellt blaut, - þoma aldrei alveg-, og endalausum möguleik- um á mannlegum mistökum við þrif. EUegar hinum gömlu Utlu sem ekki ero kannski eins vel búin flfeum og ryðfríu stáU, en starfa bara í stuttan tíma á hausti hveiju. Þau þoraa þó í eina 11 mánuði í senn, já verða gjörsamlega skrá- þurr og það ástand þola ekki sýklamir vondu. Ég hefi leyft mér að álykta sem svo, að á þessum vettvangi sem svo mörgum öðrum sé náttúroaðferðin best, hin náttúrolega hreinsun. Hreinsun með valdbeitingu, sem birtist í formi háþrýstidælu, sótthreinsiefna og annarra nýmóðins aðferða meíra og minna náttúrufjand- samlegra, sé í öllum tflfellum vafasamari, það gerir mannlegi þátturinn. Sláturhús sem stendur til þurrkunar f 11 mánuði er örugglega gerilsneytt að þeim tíma liðnum. Fái það á annað borð að þoma vel. Er þá enn ótalin sú slátrunar- aðferð sem tekur öllu öðru fram f þrifnaði, en það er sá náttúroþrifn- aður sem í því felst að slátra bú- fénaði f Iitlum mæU á blóðvelli úti undir berom himni og láta svo sól, regn og gerla sjá um þrifin og sleppa allri valdbeitingu. En eins og menn vita þá er þessi aðferð bannfærð. Ég minni á að á borð- um manna er á hveiju ári heil- mikið af ijúpu, gæs, hreindýrakjöti og kannski fieiro því sem slátrað er við algjörlega "ófúllnægjandi að- stæður" og trúlega ólöglega í þokkabót, og án allra stimpla, að maður nú ekki tali um geymslu- aðferðina. Hver hefúr ekki séð þennan mannamat hangandi utan á húsveggjum handa fuglum himinsins til að drita á, og iyki götunnar að setjast á. Er þetta ekki bara vel hægt? Ilvað með lífræna ræktun? Er ekki kominn tfmi til aö hún öðlist sess við hlið hinnar hefðbundnu? Er það nokkur hemja að við skul- um enn setja þá sem hana stunda og þá sem eftir slíkum vörom leita, á bekk með sérvitringum eða sér- trúarhópum? Viljum við í raun ög vero aUan þennan tilbúna áburð, aUt þetta skordýraeitur og arfa- eitur og sveppaeitur eða hvað þau nú heíta öU eitrin. Trúum við því í raun og vero að viö fáum ekki ofan f okkur hluta af öllum þessum efnum við neyslu matvöronnar? Er ekki mál að linni? Ekki má í þessu sambandi gleyma að minnast á rúllubaggana, sem ég ætla að leyfa mér að Ukja við hrákadallana á sinni tíð. Ég er nú reyndar yngri en svo að ég muni hrákadalla, og það sem verra var, munntóbaksspýjur út um öli gólf, sem menn vita f dag að hvort tveggja var fáránlegur sóðaskapur. En þvf nefni ég þá hér, að ég verð að segja að mér finnst rúllubaggar innpakkaðir í plast út um öll tún, ekki par betri á nútíma vís en hrákadallarnir voru á sinni tíð. Ekki vegna sjónmengunar, sem sumir setja fyrir sig, en ég kalla smekksatriði. Það hefur raunar gegnum tíðina glatt menn að hafa fyrir augunum merki um blómlegt atvinnulff og það eru rúllu- baggamir þó sannarlega ef menn bara horfa á þaö meö því hugar- fari. Nei ég er að hugsa um öll þessi tonn af plasti sem til falla. Hvað verður um þau? Plastið sem notað er árlega, er taliö í tugum tonna, eða kannski fremur f hundr- uðurn og eru þá ótaldar neikvæöu hliðarnar á að framleiða allt þetta plast. Er þetta nokkur hemja? Hér er þó engan veginn við bændur eina að sakast, fjarri því. Allt það plast sem ég og mfnir líkar hér á mölinni berum heim í hús á ári hverju til þess eins að henda því, er ekki síður ógnvænlega mik- ið. Kjötvörur f plasti, ávextir í plasti, gos í plasti, sápulögur í plasti, egg í plasti. Allt borið heim í plastpoka. Raunar er leitun að þeirri vöru sem ég kaupi, að hún komi ekki inn úr dyrunum hjá mér í plasti. Kannski er allt þetta plast meira að vöxtum en rúllubagga- plastiö. Þetta plast fer að lang- mestu leyti í ruslapokann og þaðan á urðunarstað sorps, til að Iiggja þar í óbreyttri mynd næstu ár- þúsundir. Hvenær tekur þetta enda? k_Jvo má ekki svona að lokum gleyma að mínnast á þvottaefni f skólpinu. Það er nú líklega sá hluti "hreinlætissóðaskapar" sem hvað mesta umfjöllun hefur fengið, en stefnir þó ekki á nokkum hátt til betri vegar. HaUar enn meir og meir undan fæti ef eitthvað er. Hvenær á að skipta um gír? Að lokum. Eins og ég gat um í upphafi, þá finnst mér löngu tímabært að þessi málaflokkur fái umíjöUun, umíjöllun um meng- andi þrifnað, og um skemmandi þrifnað og um sóðalegan þrifnað, um óþarfan þrifnað og um annan skaðlegan þrifnað. Ég tel BÆNDABLAÐIÐ aldeilis kjörinn vettveng til þeirra skrifa. Því ætla ég hér og nú að skora á alla þá sem máiið varða að láta í sér heyra. Ég bendi á bændur á Ströndum norð- ur, sem hafa áralanga reynslu í aö verka nánast allan sinn heyfeng í vothey án þess aö nota öll þessi býsn af plasti. Ég bendi ennfremur á matvælafræöinga sem starfa viö matvælaframleiðslu. Hvað verður um allt það hreinsiefni sem til fellur við þeirra iðju? ög hvað með allt það plast sem þeir pakka sinni vöru inn í? Ég bendi á garð- yrkjubændur, sem úða hinum ýmsu efnum yfir grænmetið holla og góða. Ég bendi á áhugamenn um að selja ógerilsneydda mjólk. Ég bendi á hvern þann sem hefur á málinu áhuga. Efnisflokkurinn er ærinn. Umhverfisspjöll af öllu tagi er sóðaskapur, oft undir formerkj- um snyrtimennsku og hollustu- hátta. Én heyrir það ekki undir umhverfisspjöll að skemma mat- væli í nafni hreinlætis áður en þeirra er neytt! Þór J. Gunnarsson Bölsýniskveðskapur Veröldfláa sýnir sig, sú mér spáir hörðu. Fleslöll stráin stinga mig stór ogsmá á jörðu. Svo kvað Vilhjálmur Hölter - en hann var hálfgerður úti- gangsmaður í Reykjavík á seinustu öld. Var hann oft bitur og þótti veröldin á stundum snúa að sér ranghverfúnni. Vísan er minnilegri en ýmis ljóð stórskáldanna um heimshryggð og lífskvíða og svo má reyndar segja um margar fleiri lausavísur um sama efni. í eftirfarandi stöku Steingríms Arasonar leikast á alvara og skop: Lífið hefiir mér löngum kennt að líða, þrá og missa. Koppurinn minn er kominn í tvennt, hvaráégnú að pissa? Vísan er löngu orðin hús- gangur og er þá önnur ljóðlfioan gjaman höfð: "að líða, þjást og missa" en ekki: "að líða, þrá og missa" eins og hún er prentuð með Ijóðum skáldsins. En góð eða sér- kennileg tækifærisvfea fer iðulega að lifa sjálfstæöu lfifi, breytist í meöförom, týnir gjaman höfundi sfnum eöa í kringum hana verður til saga sem á sér litla sem enga stoð f veruleikanum. Svo er t.d. um þessa vfcu Friðriks Jónssonar á Sauðárkróki: Einn éghrekst við eyðisker, enga höfn kann finna. Báruhljóðið boðar mér bana vona minna. Friðrik var sigmaður við Drangey og fórst hann í bjarginu vorið 1924. Þótti ýmislegt benda til þess að hann hefði fundið á sér feigð og var þessi vísa m.a. talin staðfesta það og hann sagður hafa kveðið hana áður en hann fór til Eyjar þá um voriö. Sannleikurinn var hins vegar sá aö Friörik hafði ásamt vinum sfnum tveim, þeim Eitt sinn kemur hvert endadœgr allra lýða um síðir, svofinnst enginn sikling frægr við sínum dauða ei kvíðir. Svo kvað Eggert lögmaður Hannesson er hann fór af íslandi árið 1580. En ferðalög minna menn gjaman á hverfulleikann og þeim þykir sem þeir séu einir f framandi umhverft. Eftirfarandi Vísnaþáttur Umsjón: Kristján Eiríksson Friðriki Hansen og Jóni Pálma, verið að keppast um hver þeirra gæti ort bestu bölsýnisvfsuna. Gerði hann þá þessa vfcu en þetta var á þeim árom er andi nýróman- tfcku stefhunnar sveif yfir vötn- unum. Rík hefð er fyrir því f skáldskap að bregða upp mynd af nautnum jarðneskra gaeða í skugga dauðans er eftirfarandi vfsa Kristjáns lasonar go!t dæmi þess: Margt í drauma manni ber: mergur, vín ogfeiti meðan dauðinn dundarsér dökkur á næsta leiti. Og óumflýjanleiki dauðans er sígilt yrkisefni: vfcu orti Páll Vídalfn lögmaður á einhverri ferð sinni: Fyrir þreyttiun ferðasegg fölskvast Ijósin brúna; ráði guð fyrir oddi og egg ekki rata ég núna. Og tæpast hefur annað skáld túlkað einsemd sína betur en Kristján Jónsson gerði í sinni alþekktu vfcu: Yfir kaldan eyðisand einn um nótt ég sveima. Nú er horfið Norðurland, nú á éghvergi heima. En hún skal vera seinasta staka þessa þáttar.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.