Bændablaðið - 01.09.1992, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 01.09.1992, Blaðsíða 6
Kröfur á ríkissjóð: EKKI HÆTTA ENDURGREIÐSLU VIRÐISAUKASKATTS ELDHUSDAGSUMRÆÐUR A STÉTTARSAMBANDSFUNDI - gagnrýni á bændaforystuna og félagskerfið áberandi í ræðum fundarmanna Aðalfundur Stéttarsambands bænda mótmælti framkomnum hugmyndum rfldsstjórnarinn- ar um niðurfellingu á endur- greiðslu á virðisaukaskatti á svína-, hrossa- og nautakjöti auk eggja og kjúklinga. Fund- urinn benti á að í löndum Evrópu sé stefnt að 4 til 8% virðisaukaskatti á matvælum og allt að 14 til 18% á öðrum vörum. Endurgreiðsla virðisauka- skattsins hér á landi kemur f staðinn fyrir lægra skattþrep af matvælum. Ef henni yrði hætt myndi verð á matvörum hækka og jafnvægi raskast á kjötmarkaði og rýra kjör bæði framleiðenda og neytenda, segir í ályktun Stéttar- sambandsfundar. Samkeppnis- aðstæður bættar í yfirlýsingu frá aöalfundi Stéttarsambandsins er minnt á hið mikla hlutverk er landbúnaðurinn hafi að gegna hér á landi eins og f öðrum löndum. Stefna stjómvalda hafi verið að framleiða sem mest af þeim matvælum sem þjóðin þarfnast innanlands enda sé fram- leiðsla matvæla einn af hornstein- um sjálfstæðra ríkja. Þá segir einnig að eitt af markmiðum land- búnaðarstefnunnar sé að félagsleg og fjárhagsleg staða bænda sé í sem nánustu samræmi við aðstöðu fólks f öörum starfsgreinum. í harðnandi samkeppni sé mikilvægt fyrir landbúnaðinn að halda þeim gæðum á búvörum sem verið hafa þannig að neytendur geti áfram treyst þvf að þeir séu að kaupa gæöavörur þegar þeir kaupa fs- lenskar landbúnaðarafúrðir. Vegna mikilla breytinga sem nú séu á döfinni f alþjóðaviðskiptum með landbúnaðarvörur sé þess nú krafist af bændum að þeir fram- leiöi búvörur á lágu verði og séu samkeppnishæfir viö bændur f ná- grannalöndunum. Þvf veröi þeir aö hafa aögang að aöföngum til rekstrar síns á sambærilegum kjörum og bændum í samkeppnis- löndunum bjóðist. Skattareglur verði leiðréttar Aöalfundur Stéttarsambandins krafðist þess sérstaklega aö komið yrði til framkvæmda leiðréttingum á skattareglum hvaö landbúnaðinn varöar. í fyrsta lagi að heimilt verði aö færa kostnaö vegna kaupa á framleiðsluheimildum aö fullu til gjalda á skattframtali. í öðru lagi verði seljanda framleiðsluheimilda heimilt aö afskrifa að fullu viö- komandi rekstrarbyggingar og ræktun á móti þeim tekjum, sem sala á framleiðsluheimildum leiði af sér. í þriðja lagi verði heimilt að gjaldfæra mismun á kaupverði og skattmati við kaup á búfé. í fjórða lagi að uppsafnað tap vegna bú- reksturs megi nýta til frádráttar eins og verið hefur og breytt verði ákvæðum um að það fyrnist á fimm árum. í fimmta lagi verði aldrei reiknaður hærri virðisauka- skattur af heimanotkun búvara en því sem fellur til innan greiðslu- marks þvf framleiðendur njóti ekki niðurgreiöslna á meira vörumagni. í sjötta lagi að aðstöðugjald verði lagt niður og bent á að það þekkist ekki f nálægum löndum. Þá taldi aðalfúndur Stéttar- sambandsins að heimila beri niður- fellingu lögboöinna brunatrygginga af húsum sem tekin hafa verið úr notkun og beri bændur þá sjálftr ábyrgð á viökomandi byggingu. ÞI Miklar umræöur urðu á aðalfundi SB á Laugum fyrsta kvöldið og gætti nokkurs þunga í ræöum margra fundarmanna f garö forystumanna Stéttarsambandsins. Voru þeir af sumum sakaöar um lélega framgöngu og aö hafa glutrað niður árangri forvera sinna eins og einn ræðumanna komst aö oröi. Erfiðleikar vegna samdráttar og sú óvissa sem framundan er f fslenskum landbúnaði er án efa orsök hinna hörðu umræðna og ádeilna á forystumenn land- búnaðarmála. Formaður Stéttar- sambandsins Haukur Halldórs- son gerði þau mál að umtalsefni f framsöguræðu sinni og varpaði þvf meðal annars fram að of tengi hafi verið sofið á verðinum og bændur ýtt vandanum á undan sér f staö þess að takast á við hann. Bænda- blaðið gnpur hér niður f umræður á Stéttarsambandsfundinum. Núverandi stjórn tapað því sem fyrri stjórnir unnu Guðbjartur Gunnarsson á Hjarðarfelli í Dölum tók fyrstur til máls í almennum umræöum á fundinum. Hann skýrði frá því að Búnaðarsamband Snæfellinga hefði lýst vantrausti á stjórn Stéttarsambandsins og sagði síðan að stjórnin hefði tapað því sem fyrri stjórnum heföi áunnist. Stjórn Stéttarsambands bænda ætti ekki að semja við aðra aðila en ríkis- valdið og hefja þyrfti beinar við- ræður milli ríkisvalds og bænda um framgang kjarabaráttu þeirra. Guðbjartur kvaðst telja að þessi skoðun ætti víðtækan stuðning á meðal bænda. Kristján Theodórsson á Brún- um í Eyjafjarðarsveit kvaðst sakna þess að formaöur Stéttar- sambandsins hefði ekki minnst einu orði á greinargerð sem Sigurður Lfndal prófessor hafi unnið um lögmæti framleiöslu- takmarkana í landbúnaöi og efa- semdir hans um aö þær stæöust stjórnarskrána. Kristján sagði ennfremur að frjálsræði væri af hinu góða en yröi þó að hafa sínar takmarkanir. Þórólfur Sveinsson á Ferju- bakka f Borgarfirði og varafor- maður Stéttarsambandsins sagði eðlilegt að menn litu til fortíðar- innar. Barátta bænda fyrir eðli- legum réttindum hafi lengi veriö háð og óumdeilanlegur árangur ekki ætfð náðst fram. Þórólfur sagði aö Stéttarsamband bænda hefði reynt beinar viðræður við ráöherra um ýmis atriði en þær hefðu gengiö misjafnlega og ekki fengist fullnaöar svör við áleitnum spurningum - til dæmis hvað varðar endurgreiðslu á virðis- aukaskatti á landbúnaðarfram- leiðslu. Svör hafi ekki fengist um hvort hún yröi óbreytt. Lítið áunnist í ein- földun félagskerfisins Halldór Gunnarsson í Holti ræddi meðal annars um félagskerft landbúnaöarins og kvað lftiö hafa áunnist á þeim sex árum frá því hann hafi fyrst vakiö máls á nauö- syn á endurskoðun þess. Sömu sögu væri að segja um sjóðakerfiö og þar þyrfti að taka til hendinni. Halldór ræddi einnig útflutning á hrossakjöti á Japansmarkað og kvað góðan árangur hafa náðst f því efni því kjöt væri nú selt á yfirverði. Guðrún Aradóttir á Skíð- bakka í Landeyjum sagði nauð- synlegt að verðlækkun á kjöti til bænda næði einnig til neytenda en hyrfi ekki einhvernsstaðar á leið- inni til þeirra. Þá ræddi hún um "huldukonurnar" - konurnar f félagsstarfi bænda. Hún taldi nauðsynlegt að fá karla til að taka þátt í starfi kvennanna en hingaö til hefðu þeir sýnt þvf lítinn áhuga. Menn í æðstu stöðum standa vörð um óbreytt kerfi Hrafnkeli Karlsson á Hrauni f Ölfusi kvaö nauðsynlegt að kynna betur á hvern hátt markaðurinn ynni og minnti á að óheft frelsi í framleiöslu og sölu hefði viögeng- ist í ákveönum greinum landbún- aðar um nokkurt árabil. Þá ræddi hann um félagskerfi landbúnaöar- ins og kvað menn í æðstu stöðum bændasamtakanna standa vörð um óbreytt kerfi. Hann kvaö ólík- legt að vænta mætti tillagna um breytingar úr þeirri átt. Magnús Finnbogason á Lága- felli ræddi stöðu kornræktarinnar og kvaö þeim fara fjölgandi sem stunduöu hana þrátt fyrir sam- keppni við niðurgreidda vöru er- lendis frá. Þá taldi Magnús aö verðlag á mjólk og kjöti væri of hátt þótt framleiðendaverð félli alveg út úr smásöluverðlagning- unni og bað menn huga að þvf áð- ur en meiri verðfelling ætti sér staö til framleiðenda. Valur Oddsteinsson í Úthlíð í Skaftártungu sagöi að nýi búvöru- samningurinn reyndi mikið á bændur og félagskerfi þeirra. Framleiöslukerfið hafi veriö sett upp sem nauðvörn til þess að ekki yrði framleidd vara er eigi væri unnt að selja. Hann kvaðst telja að viss hættumcrki fælust í umræð- um um frelsi fyrir félagskerfi bænda. Reynt yrði að brjóta félagskerfiö niður til að fá fram- leiösluna fyrir stööugt lægra verð. Jóhannes Geir Sigurgeirsson á Öngulsstöðum í Eyjafirði sagði að leggja yröi áherslu á þann grunn sem landbúnaöarframleiðsl- an hafi byggst á, á þessari öld. Hann kvaðst telja að félagsleg samvinna færöi bændum betri kjör en ef hver og einn væri að berjast fyrir sig og gagnrýndi orð land- búnaöarráðherra um að vilja losa um núverandi kerfi. Hafa yrði hug- fast hvaö gert hafi íslenska bænda- stétt að þvf sem hún væri í dag og yrði íslenskum bændum ýtt út f samkeppni við innflutning eins og búiö væri aö þeim, s'.æöust þeir ekki samkeppnina. Þetta eru mennirnir sem sömdu um aö leggja sveitirnar í eyði Gunnar Sæmundsson í Hrút- atungu í Hrútafirði kvaðst ekki vera samþykkur öllu sem kom fram í skýrslu formanns og stjórnar Stéttarsambandsins. Samdráttur f landbúnaði ieiddi af sér fækkun annarra atvinnutækifæra. Þá hefði formaður Stéttarsambandsins far- ið óeðlilegum orðum um fyrir- rennara sína í formennsku, þar sem hann hafi sagt að vandanum hafi veriö ýtt á undan sér. Gunnar endaöi ræðu sfna á því að stinga Tvö í einu! Rétta rafsuðu■ tækið fyrir bændur og minni verkstæði Magma 150 er ekki einungis afar öflugt jafnstraums-rafsuðutæki fyrir pinnasuðu heldur einnig kröftugt mig/mag suðutæki með rafknúinni þráðstýringu (EFC). Hafðu samband við sölumenn okkar sem veita þér faglega ráðgjöf. = HÉÐINN = SEUAVEGI 2.SÍMI 624260 pinnasuða A.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.