Bændablaðið - 01.09.1992, Page 7

Bændablaðið - 01.09.1992, Page 7
6. TBL. 6. ÁRG. SEPTEMBER 1992 upp á aö núverandi forystu bænda yröi reistur minnisvarði þar sem á yrði letraö: "Þetta eru mennirnir sem sömdu um að leggja sveitirnar í eyði." Stefán A. Jónsson á Kagaðar- hóli í Austur-Húnavatnssýslu kvað framvindu mála á síðasta ári hafa valdið sér miklum vonbrigð- um. Stjórnir bændasamtakanna hafi nú ályktaö að ýmislegt benti til fjöldagjaldþrota í sveitum landsins og væri það vísbending um aö bú- vörusamningurinn hefði leitt til slfks ástands. Þá skammaði Stefán Guðmund Lárusson, formann Landssambands kúabænda, vegna yfirlýsinga hans um stórfellda lækkun á nautakjöti. Þessi yfir- lýsing hefði nú þegar kostað stór- felldan samdrátt f s(Mu á kjöti og kvaöst Stefán vona að yfirlýsingin hefði verið gerð vegna fljótfæmi. Einar Þorsteinsson í Sól- heimahjáleigu í Mýrdal sagöi að sér væri ljóst aö enginn tæki þátt í því viljugur aö telja niður kjör bænda frá því sem fyrri forystu- menn hefðu náð fram og væri varnarbaráttan því erfið. Verðlag á íslandi væri stórum hærra en f nágrannalöndum og kostnaður við slátrun og afurðastöðvar margfalt meiri. Forysta SB hefur lýst vantrausti á sig Bergur Pálsson í Hólma- hjáleigu í Landeyjum ræddi Baulumálið nokkuð og spuröi um hvaða augum Framieiðsluráð landbúnaöarins liti þá ákvöröun landbúnaðarráöherra að veita Baulu hf. fé úr verðmiðlunarsjóði mjólkur. Bergur taldi hinn nýja búvörusamning um mjólk ekki góðan og gæti hann þýtt allt að 10 til 15% verðlækkun til bænda. Hann minnti á hvernig gengiö hefði að fylgja eftir að mjólkur- framleiðslan yrði hliðstæðrar aðstoðar aönjótandi vegna niður- skuröar og sauðfjárræktin hefði fengiö. Þá taldi Bergur að stjórn Stéttarsambandsins hefði lýst van- trausti á sjálfa sig meö samþykkt tillögu ásamt stjórn Búnaðarfélags íslands þar sem segir aö stórfelldir erflðleikar og gjaldþrot séu fram- undan fari fram sem horfi. Aðalsteinn Jónsson í Klaust- urseli á Fljótsdalshéraði ræddi um misræmi í réttarstöðu bænda sem fellt hafi fjárstofn sinn vegna riöu. Þá taldi hann aö forysta bænda yrði aö þjappa sér betur saman og hún yrði að vera á færri höndum. Arnór Karlsson í Amarholti í Biskupstungum og formaður Landssambands sauðfjárbænda sagði aö sauöfjárbændur ætluðu að verjast og leita leiða til þess að lifa af framleiöslu sinni. Sumar þeirra leiöa hefðu náö eyrum fjöl- miðla en þær væru aðeins hluti af umræðunni. Ýmsar álögur ríkis- sjóös á verð aöfanga yrðu aö lækka eða hverfa og gæti þaö lækkað framleiösluverð lamba- kjöts um allt aö 2 til 3%. Þessi hagræðingarkrafa væri fyrst og fremst ávinningur fyrir ríkissjóð en óvfst hvort neytendur nytu hennar f einhverju á meðan ekki væri ljóst hvaða hagræöingarkrafa yrði gerö til sláturleyfishafa og annarra milli- liða. Beinar greiðslur á útflutt kindakjöt Ágúst Guðröðarson á Sauða- nesi á Langanesi ræddi meðal annars um að flytja ætti út visst magn af kjöti og fá á það beinar greiðslur og þora að fara fram á það. Hann sagði bændur alltaf gefa eftir og kvað alla bændur ábyrga fyrir þvf hvernig komið væri. Ari Teitsson á Hrísum í Reykjadal sagði aö við sam- dráttinn í sauðfjárræktinni hefðu tapast um 100 ársverk á síðasta ári sem væri meira en önnur atvinnu- starfsemi hefði skapað f sveitum landsins. Hann þakkaði land- búnaðarráðherra fyrir að gefa kost á endurskoðun búvörusamningsins og kvaðst nokkuð sáttur við hann. Ari bað ráðherra að sjá til þess aö staðið yrði viö bókun sex um framlag til landgræðslu og skóg- ræktar, en svo virtist sem annaö stæöi til. Litlu sláturhúsin forsenda sölu sauðfjárafurða Halldór Þórðarson á Lauga- landi við ísafjarðardjúp sagöi að lítil sláturhús - dreifð um landið - væru forsenda þess að halda uppi sölu á sauðfjárafurðum. Stjórn Stéttarsambandsins vildi fækka þeim úr 30 niður f 15. Þá taldi Halldór ekki vera í verkahring Stéttarsambandsins að styrkja hin ýmsu ólíku málefni og nefndi ferð- ir til fundahalda erlendis sem dæmi um óþarfan stuðning. Hall- dór ræddi síðan nokkuð um EES- samninginn og kvaðst hafna aðild íslands aö Evrópska efnahags- svæðinu með öllu. Sigurður Þórólfsson í Innri Fagradal í Dölum ræddi um bú- fjársamninga vegna sauðfjárræktar og tók undir að sjónarmið bænda hafi veriö að þeir ættu greiðslu- mark í samræmi við fyrri niöur- færslu fullvirðisréttar síðast liöið haust. Þá ræddi hann um birgða- mál kindakjöts sem núna eru á ábyrgð bænda. En yrðu þau á ábyrgð hverrar afuröastöðvar fyrir sig eöa allra afuröastööva sam- eiginlega? Guðmundur Lárusson á Stekkum í Flóa, formaður Lands- sambands kúabænda, ræddi meðal annars um kjötmarkaðinn og taldi að uppboðsmarkaður gæfi lágt verö. Hann sagði að fákeppni ríkti á matvörumarkaðnum og taldi verð á kjöti í raun fallið og því yrði að lækka það til að vera f takt við markaöinn. Hann sagði ijóst aö ekki yröi hægt að afsetja alla þá gripi sem til væru í haust og því hefði aðaifundur Landssambands kúabænda samþykkt aö óska eftir 5% verðjöfnunargjaldi. Einar G. Gíslason á Syðra - Skörðugili í Skagafirði kvaöst sakna þess úr máli formanns Landssambands sauöfjárbænda að hann hefði ekki nefnt þær nýju hugmyndir um markaðs- og fram- leiðslustjórnunarmál er fram hefðu komið á aðalfundi þeirra. Hann kvaö sauðfjárbændur veröa að losna frá kvótakerfinu til að gcta "dúndrað" verðinu niður tfmabundið þegar ástæöa þætti til. Einar taldi að fulltrúar á síöasta aðalfundi hafi verið blekktir með óraunhæfum áætlunum um aö leiga fullvirðisréttar til Fram- leiðnisjóðs og samningar vegna riðumála kæmu að litlum hluta til framleiðslu á ný. Emil Sigurjónsson í Ytri - Hlíð í Vopnafirði ræddi málefni riðubænda og réttindi þeirra við lok samninga. Hann taldi að tekist hefði að verja rétt þeirra til ffam- leiðslu f öllum megin atriöum en þó hefði veriö lögð fram krafa til landbúnaöarráöuneytisins um aö jafna hlut þeirra frekar en oröið væri. Pólitísk víg- staða bænda slæm Rögnvaldur Ólafsson í Flugu- mýrarhvammi í Skagafirði taldi pólitíska vfgstööu bændastéttar- innar slæma og ekki hafi veriö um annaö að velja en fá greiðslur úr BÆNDABLAÐIÐ & LANDSBYGGÐIN Verðmiðlunarsjóði fyrir niður- færslu á rétti til framleiðslu mjólkur eða fá ekki neitt greitt fyrir hana að öðrum kosti. Guðmundur Stefánsson í Hraungerði í Flóa taldi þær breytingar á Framleiðsluráði að forsvarsmenn stærstu afurðastöðv- anna eigi ekki lengur sæti þar vera afturför. Þá þurfi að meta hvort halda eigi uppi verði á sauðfjár- afuröum og selja minna eöa lækka verðið til aö auka sölu. Hvorugur kosturinn sé góður en um aðrar leiðir sé ekki að velja á þessu stigi málsins. Lækka þurfi verö aðfanga til framleiðslu landbúnaðarafuröa til að lækkun raunverulegra fram- leiðsluverðmæta þeirra geti oröið á næstu árum. Valgeir Þorvaldsson á Vatni í Skagafirði ræddi um málefni sagði aö niöurgreiðsla á korni væri nú 58% f löndum bandalagsins. Páll benti á að íslendingar seldu á milli 60 og 70% af framleiðsluvör- um sínum til ríkja Evrópubanda- lagsins og kvaöst hann óttast að vera utan tengsla við Evrópska efnahagssvæðið. Hann lýsti sig þó hlynntan þjóðaratkvæði um þann samning sem nú liggur fyrir Al- þingi. Félagskerfið hefur ekki staðnað Hákon Sigurgrímsson, fram- kvæmdastjóri Stéttarsambands bænda, ræddi um félagskerfið. Hann kvaö ekki rétt að kerfið hafi staðnað og grundvallarbreyting hafi átt sér staö þegar búgreina- félögin voru tekin inn f þaö. Óger- ingu lands. Hann minnti á ályktun aöalfundar Landssambands sauö- ljárbænda um þau mál. Bjarni Egilsson á Hvalsnesi á Skaga sagði að samdráttur í sölu á kindakjöti hlyti að magnast f upp- nafi nýs verðlagsárs þegar niður- greiðsíur yrðu aflagðar. Hann sagði að hinn mikli niðurskurður fullvirðisréttar ynni gegn fram- leiðslustjórnuninni og dragi úr sölumöguleikum kindakjötsins. Forsvarsmenn aðila vinnumarkaðarins - ekki einhver úti í bæ Haukur Ilalldórsson, for- maöur Stéttarsambands bænda, lauk eldhúsdagsumræðunum og kvað þær hafa verið góðar og málefnalegar en þó beittar á köflum. Ilann ræddi aðild for- Ferðaþjónustu bænda og þakkaði veittan stuðning Framleiönisjóðs til hennar. Hann taldi að ferða- þjónustan geti veitt landbúnaö- inum mikilvægan stuðning með kynningu og sagði að fella yrði niður virðisaukaskatt af matvælum til að unnt verði aö auka sölu á matvælum til ferðamanna. Arni Sigurðsson í Marbæli í Skagafirði ræddi skattamál og benti á þá staðreynd að virðis- aukaskattur hér á landi cr nokkuð hærri en í nágrannalöndunum. Hann gagnrýndi einnig aðstöðu- gjaldið, sem hann kvað ranglátan skatt. Þá varpaði hann fram þeirri spurningu á hvem hátt Stéttar- samband bænda hyggðist bregöast við ef beinum greiðslum vegna framleiðslu sauðfjárafuröa verði frestaö fram yfir áramót eins og líkur bendi til. Verömiðlunarsjóöur mjólkur - eign neytenda notuð til greiðslu fyrir niðurfellingu fullvirðisréttar Jóhannes Eggertsson í Nýpu- görðum í Austur-Skaftafellssýslu ræddi um veröjöfnunarsjóö mjólk- ur og sagöi að f fyrra heíði heyrst að sjóðurinn væri eign neytenda og því sætti furðu ef nýta ætti þessa eign þeirra nú til aö greiða fyrir niðurfærslu fullvirðisréttar. Þá ræddi hann málefni sauöljár- bænda og sagöi aö þeir ættu marga möguleika og gerðu óeðli- legar kröfur til annarra. Hann taldi að þeir ættu aö halda sig viö sfn sölusamtök þar til annaö og betra sölukerfi finndist. Páll Ólafsson í Itrautarholti sagði aö um 8000 tonna markaður fyrir grasköggla væri f Færeyjum en Danir einokuöu hann með hjálp Evrópubandalagsins. Hann legt væri að breyta félagskerfinu nema um það næðist samkomulag en sjónarmið virtust enn vera ósamstæð mcðal þeirra sem harð- ast gengju fram f kröfum um breytingar. Breytingar á félagskerfi landbúnaöarins þyrftu bæöi að verða aö vilja bænda sjálfra og einnig að mótast af breyttum tfmum. Ólafur Eggertsson í Berunesi í Suður-Múlasýslu ræddi hug- mynd Austfirðinga um kjötmarkað og kvaö hugmyndina ekki vera aö koma á uppboðsmarkaöi heldur markaði er tryggt gæti að kaup- endur hinna ýmsu kjötafurða gætu treyst þvf að fá þær kjötvörur sem þeir óska eftir hveiju sinni. Jóhannes G. Gfslason í Skál- eyjum á Breiðafirði ræddi um gróðurvernd og skynsamlega nýt- svarsmanna vinnumarkaðarins að búvörusamningi og taldi þá ekki vera menn út í bæ. Haukur taldi að margt mætti læra af sölumálum kartöfluframleiðenda og sagði aö samvinnufélög og hlutafélög væru ólík að formi til. Eignarhald hluta- félaga gæti breyst með litlum fyrir- vara. Haukur taldi að álagning á sumum búvörum væri alltof há í verslunum og hærri en á ýmsum pakkavörum. Þá sagði hann að ábyrgð á afúrðum yrði sameiginleg en ekki í höndum hvers sláturhúss. Að lok- um brýndi hann nefndir fúndarins til góðrar vinnu og kvað sérstak- lega mikilvægt að afurðasölunefnd gerði ákveðnar tillögur um sölu- málin og skipulag þeirra framvegis því þar væri um mjög aðkallandi mál aö ræöa. I I I I I I I I I r I T T I I 1 I I I I I..T~l HJÚLBARÐAR FYRIR ALLAR GERÐIR ÚKUTÆKJA. HAGSTÆÐ VERÐ. GÚMMÍVINNSLAN HF. Réttarhvammi 1 - Akureyri - Sími 96-26776 iiii rn i i i i i i m ii i i i i i

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.