Bændablaðið - 01.09.1992, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 01.09.1992, Blaðsíða 12
Úr ræðu Hauks Halldórssonar á aðalfundi SB: Hvernig á að reka kjarabaráttu? Á nokkrum kjörmannafundum nú í vor hafa komið fram ásakanir á hendur stjórn Stéttarsambandsins fyrir slæiega framgöngu í kjara- baráttu bændastéttarinnar og hún sökuð um að hafa glutrað niður þeim ávinningi sem fyrri forysta náði. Ekki er óeðlilegt, þegar að kreppir, að umræðan harðni og það eru gömul og ný sannindi aö í hverju máli verður að hafa söku- dólg. í þessu sambandi þarf aö hafa í huga að hver tími á sína baráttuaðferð. Þær starfsaðferðir sem beitt var á meðan hvetja þurfti til uppbyggingar svo að unnt væri að tryggja næga búvöruframleiðslu henta ekki þegar draga þarf saman seglin. Þessar ásakanir lýsa þvf fyrst og fremst vanmati á aöstæðum og í þeim felst ofmat á vígstöðu bændastéttarinnar í þjóðfélaginu. Ef borin eru saman pólitfsk ítök bænda nú og fyrir 2-3 áratugum kemur í ljós að þar er ólíku saman að jafna. Allt fram til loka 8. ára- tugarins voru pólitfsk ítök bænda- stéttarinnar sliic að heita mátti að forystumenn bænda gætu fengið samþykkt á Alþingi hver þau lög sem þeir töldu sig þurfa á að halda og jafnframt varið þá löggjöf, sem landbúnaðarstefnan byggði á, fyrir breytingum. Ef þetta er borið saman við stöðuna eins og hún er f dag þá þarf ekki lengur fingur beggja handa til að tclja þá Alþingismenn sem eru bændur. Ef til vill er ekkert sem lýsir þessari breyttu stöðu betur en einmitt þetta. En þaö er vandi að fara með slíkt vald og ég álft að í krafti þessarar sterku stöðu hafi bændur gengið lengra en skynsamlegt var í að gera kröfur á ríkið án þess að gera jafnframt kröfur til sjálfra sín og að of lengi hafi verið tregðast við að viðurkenna að aðstæður höfðu breyst. Enginn vafi er á þvf að þaö olli málstað landbúnaðarins tjóni og skaðaði ímynd hans að farið var á ystu nöf með útflutning búvara eftir að markaðsforsendur voru brostnar og að því var ýtt til hliðar of lengi að taka tillit til landnýting- ar og gróðurverndarsjónarmiða. Þetta veikti stöðu landbúnað- arins og skapaði andstæðingum okkar kærkomna áróðursstöðu með tali um útflutningsbætur, of- framleiðslu, haugakjöt og upp- blástur. Það eru meðal annars eftirstöðvar þessarar stefnu sem við erum að fást við í dag. Allan síðasta áratug vorum við að sópa vandanum undir teppiö f stað þess að viðurkenna hann og taka á hon- um. Vegna þessa er sú aðlögun sem viö göngum nú f gegnum mun sársaukafyllri en ella hefði orðið. í kjarabaráttu er í grundvallar- atriðum um tvær aðferðir að ræða; annað hvort semja menn eða menn berjast. Það fer eftir stöðu landbúnaöarins í þjóðfélag- inu hvora leiðina menn geta valið. í ársbyrjun 1990, þegar Stéttarsambandiö hóf þátttöku f þjóðarsáttarsamningunum, hafði innflutningsöflunum vaxiö svo fiskur um hrygg að á samninga- borðinu lá tillaga um frjálsan inn- flutning ýmissa búvara. Þessi tillaga var til umræðu f fullri alvöru. í samningaviðræðunum tókst að ýta hugmyndinni um frjálsan innflutn- ing út af borðinu en ná þess f stað samstöðu um að lcita leiöa til þess að styrkja samkeppnisstöðu inn- lendrar framleiðslu. Þær raddir heyrast nú að það hafi verið fljótræði af forystu Stéttarsambandsins að semja um afnám útflutningsbótanna og er þá gjarnan vitnað til orða sem alþingismenn hafa látið falla heima í sínum kjördæmum. Ef þetta er skoðun einhverra þingmanna þeg- ar þeir ræða viö kjósendur sfna heima í héraði þá eru þeir að minnsta kosti búnir að skipta um skoðun þegar þeir koma "suður". Ég hefi í mínu starfi ekki orðiö var við einn einasta alþingismann sem lýst hefur yfir því á Alþingi eða í sínum þingflokki að hann vildi við- halda útflutningsbótakerfinu. Frá þessu er þó e.t.v. ein undantekn- ing. Hér er þvf um hreina ósk- hyggju að ræða sem ekki á sér neina raunverulega stoö. Eftir aö skilaverö af útflutningi hafði falliö svo aö það nægði ekki fyrir kostn- aði við slátrun og heildsölu kjöts- ins, var enginn grundvöllur lengur til að berjast fyrir að viöhalda þessu kerfi. Hins vegar var hægt að ná samstöðu um aö nýta þessa fjár- Valið stendur ekki um þaö hvort íslenskir neytendur eigi kost á að kaupa matvæli. Spurningin er um þaö hvort það verða íslenskir bændur sem framleiða þau eöa stéttarbræður okkar f öðrum Evrópulöndum. Vegna þessara breyttu að- stæðna eru baráttuaðferöir for- tföarinnar ekki valkostur f dag. Þær stundir koma að vísu að ekki veröur hjá þvf komist að taka af skarið, en þær veröur að velja af kostgæfni. Við höfum fyrir okkur dæmi um starfsstéttir sem hafa kosið þá leið aö viðurkenna ekki aðstæður og berjast f stað þess aö semja. Nærtækast er að benda á BHMR. Hverju hefur kjara- barátta þeirra skilað á undanförn- um árum? Það er hins vegar mun auð- veldari leið að berja í borðið og hlaupa frá vandanum. Erfiða leiðin er að semja og taka á sig ábyrgð af niðurstöðunni. Okkar sterkasta vopn er aö almenningur líti á landbúnaöinn sem nauðsynlegan hlekk í matvælaöflun og atvinnulífi þjóðarinnar... muni til aðlögunar að breyttri stefnu eins og gert var. Sú ákvörðun að koma á þenn- an hátt til móts við almenning í landinu hefur skilað þeim árangri aö skoðanakönnun sem gerð var á sl. ári sýndi aö 71% þjóðarinnar er algcrlega andvígur innflutningi á sambærilegum búvörum og fram- leiddar cru hér á landi og ef hægt væri að leiöa líkur að því aö slíkur innflutningur hefði f för með sér verulega byggöaröskun, fór sluön- ingur við innflutningsbann yfir 90%. Þessi niöurstaða er verulega hagstæðari en fyrri kannanir hafa sýnt. Þessi niöurstaöa, sem kom inn- flutningsöflunum í opna skjöldu, sýnir að breytt stefna og ný vinnu- brögö hafa styrkt stööu land- búnaðarins meðal þjóðarinnar. Okkar sterkasta vopn er að al- menningur lfti á landbúnaðinn sem nauðsynlegan hlekk í matvælaöfl- un og atvinnulífi þjóðarinnar. LEKUR ER HEDDID BLOKKIN? SPRUNGID? Viögerðir á öllum heddum og blokkum. Plönum hedd og blókkir - rennum ventla. Eigúm oft skiptihedd í ýmsar geröir bifreiöa. Viðhald og viðgerðir á iðnaðarvélum - járnsmíði. Vélsmiðja Hauks B. Guðjónssonar Súðavogi 34, Kænuvogsmegin - Sími 91 - 814110 GÁMUR ER GÓÐ GEYMSLA Leigjum og seljum gáma af ýmsum stæröum og gerðum HAFNARBAKKI HöföabaKka 1,112 Reykjavík Sími 91 - 676855. Faxsími: 91 - 673240. BANDARÍSKAR ÚRVALSTÖLVUR/ ÓTRÚLEG VERÐ ! Verðdæmi 1 :Eltech 4330 DX Intel 80486DX/33Mhz örgjörvi 4Mb RAM, 64Kb flýtiminni 100Mb harður diskur frá Conner | 15" Flatur SVGA skjár Trident SVGA skjákort 1.44Mb disklingadrif Kr. 198.580,- Verðdæmi 2:Eltech 3400 DX AMD 80386DX/40Mhz örgjörvi 1Mb RAM, 64Kb flýtiminni 100Mb harður diskur frá Conner 14" SVGA skjár Trident SVGA skjákort 1.44Mb disklingadrif Kr. 128.400,- ltftfh Best Buy terBlaiin í PC World : mars '92, jao '92 og okt ’91 HUGVER, Laugavegí 168 Sími 91-620707, Fax 91-620706 Hugbúnaður, íhlutir, ráðgjöf. Reynið þjónustuna.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.