Bændablaðið - 01.09.1992, Blaðsíða 9

Bændablaðið - 01.09.1992, Blaðsíða 9
Minning: Jón Jónsson fyrrum bóndi í Klausturseli á Jökuldal f. lS.janúar 1912 d. 31.júlí 1992. Ég hcyröi um andlát Jóns vinar míns Jónssonar viö komu mína á Austurland um miöjan ágúst sföast liöinn. Og fyrst ég haföi ekki tæki- færi til þess aö fylgja þessum aldna heiöursmanni til grafar finnst mér skylt aö skrifa nokkur orö í minn- ingu hans. Jón var fæddur aö Hafrafelli í Fellum en foreldrar hans, hjónin Jón Pétursson og Rósa Hávarðar- dóltir, voru búendur á Setbergi í sömu sveit. Jón fór ungur í vinnumennsku og starfaði víöa, en lengst af á sveitaheimilum f Fellum. Einnig var hann um tíma póstur milli Egilsstaða og Reyðarfjaröar, en þar er yfir Fagradal aö fara, erfiöan fjallveg í vetrarillviörum. Einörð lund hans og líkamleg hreysti gerðu þaö aö verkum aö snemma voru honum falin störf sem kröföust þrautseigju og sam- viskusemi enda átti Jón nóg af slíku. Hann var einn þeirra sem unnu viö byggingu hins fræga stór- hýsis Gunnars skálds á Skriöu- klaustri þar sem steinsteypa var hrærö meö rekum sumarlangl. Þaö var erfiðisvinna frá byrjun til enda, enda sérhver tækni viö bygg- ingaframkvæmdir óþekkt í þá daga. Þaö hef ég oftsinnis heyrt aö ekki lá Jón á liði sínu í þvf mikla verki og gekk í erfiöustu verkin án þess aö blikna. Jón kvæntist áriö 1950 Guð- rúnu Aðalsteinsdóttur frá Vað- brekku Jónssonar bónda þar og Ingibjargar Jónsdóttur konu hans. Fljótlega keyptu þau jöröina Klaustursel á Jökuldal og hófu búskap þar. Var ætfö mikill myndarbragur á búskapnum og gestrisni þeirra aöalsmerki. A hverju hausti, dögum saman, dvöldust á heimili Jóns og Guð- rúnar fjöldi manns meðan fjárskil geröust f Klausturselsrétt. Voru þaö gangnamenn úr Fellum og Fljótsdal auk ýmissa heimilisvina sem árlega komu til þátttöku í þvf mikla fjárati. Var vendilega hugsaö fyrir því aö fólki og fénaði liði sem best meðan á viödvöl stóö og er svo enn. Þau hjónin eignuðust fimm börn: Hrafnkel Aðalstein, bú- settan á Eskifiröi, Aöalstein Inga bónda Klausturseli, Jón Ilávarf bónda Sellandi, Rósu búsetta Reykjavík og Ingibjörgu Jóhönni búsetta á Egilsstööum. Einn son Sigurð bónda á Víkingsstööum eignaöist Jón með Ingibjörgu Sig- uröardóttur frá Sauöhaga, og ei hann elstur barna hans. Jón og Guörún bjuggu l Klausturseli til ársins 1969 en þá tóku viö búinu tveir elstu synir þeirra, þeir Hrafnkell og Aðal- steinn. Jón og Guðrún hafa búið í Egilsstaðakauptúni frá 1971. Guörún er húsmæðrakennari aö mennt og hefur veitt forstööu mötuneyti Menntaskólans frá stofnun hans og Jón stundaöi ýmsa vinnu meðan aldur og heilsa leyföu. Fyrstu kynni mín af Jóni voru þegar faöir minn hóf aö aka fé sfnu til afréttar í Stuölafossheiöi á vorin, en hann haföi þá keypt jörö- ina Stuölafoss á Jökuldal sem er samliggjandi Klausturseli allt frá Jökulsá og austur á miöja Fljóts- dalsheiði. Þetta leiddi til aukinna samskipta okkar við Klaustursels- fólkið vor og haust viö allskonar fjárstúss. Ég man fyrst eftir Jóni bónda er ég fór f mína fyrstu ferö noröur þangaö, þaö var aö mig minnir síöasta árið sem hann bjó sjálfur þar. Ég var þá átta ára gamall. Vegarslóðinn heim í Stuðlafoss liggur um land Klaustursels og var oftar en ekki stansaö þar einhverra erinda viö heimamenn. Jón heils- aöi meö sínu fasta en hlýja hand- taki og geislandi viömóti og bauð í bæinn. Hann var mikill maður vexti og stórskorinn en ég skynjaöi strax þennan hálfsextuga mann sem einn þann karlmannlegasta og myndarlegasta sem ég hef séð. Jón haföi sterkan persónu- leika, börn og fullorönir hændust aö honum og nutu þess aö vera í návist hans. Hann var gamansam- ur í eðli sfnu en ákveöinn og sagði hiklaust meiningu sína hverjum sem var ef honum fannst athuga- semda þörf. Oröum hans var gaumur gefinn og man ég eigi til þess að gripiö væri fram í fyrir honum er hann talaöi. Eftir aö Jón fluttist á Egilsstaöi lá leið hans oft f Klaustursel til sona sinna til hjálpar við búskapinn þó einkum vor og haust. Fjár- mennska var hans sérgrein. Sá tími, frá þvf í uppvexti viö hvers- konar fjárrag allan ársins hring, f hinni þéttbýlu Fellasveit þar sem voru fleiri hundruö fjár á hverjum bæ, og fram til þess tfma er hann var orðinn sjálfseignarbóndi á Jökuldal meö stórt fjárbú, haföi kennt honum meira en hægt er aö læra í nokkrum skóla. Þar kom á móti aö Jón var gæddur ýmsum sérgáfum. Hann ‘var athugull, glöggur, og stál- minnugur. Atvik og atburði alla mundi hann vel, bæöi nýja og gamla og hann virtist þekkja hverja einustu þúfu í Fellum, svo víöa lágu spor hans þar frá yngri árum. Jón var með eindæmum fjár- glöggur, hann þekkti fé á löngu færi og las mark á kind þótt tugir metra væru í hana. Fyrir nokkrum árum í skilarétt greip ég í horn á mórauðum hrúti fullorönum og segi um leið "hver ætli eigi hann þennan?" rétt í þvf gengur Jón gamli hjá og svarar meö glettnis- brosi "o þekkirðu ekki hann Mosa þinn". Þaö var eins og hann þekkti kind ef hann haföi einu sinni séö hana og svo markafróöur var hann aö ég held mér sé óhætt að full- yröa aö hann hafi þekkt öll helstu mörk á Jökuldal, Fellum og Fljóts- dal auk þess sem hann þekkti mörg í Hróarstungu og á Völlum enda skitnaöi ekki markaskrá þar sem Jón var f réttum. Sjaldan lét Jón sig vanta í réttir f Fljótsdal eöa Fellum en kom þó fyrir og heföi ég tekið jafnvel eftir þvf ef féð hefði vantað f réttina, svo sterk áhrif hafði nærvera hans ætíö á mig. Einu sinni eftir smölun sagöi hann viö fööur minn: "Baldur er góöur smali en ég þyrfti einhvern tíma aö hafa hann hjá mér og Hitakútar — miðstöðvarkatlar Viftur — rafmagnsofnar ELFA G/EÐA TÆKI Valin úrvals merki með áratuga reynslu ELFA-OSO hitakútar 30-50- 120-200-300 lítra, vel ein- angraðir úr ryðfríu stáli. Ára- tuga góð reynsla. Tmmmmmimmmir rrrrrrTTTTrnTnTrrmTTTTn ELFA-VORTICE Ratmagnsþilofn- ar 600-2000 wött. Rafmagnshitablásarar 2000 wött Hitastýrðir — styrkstilltir. ELFA-CTC fjölnýtikatlar til brennslu á olíu, timbri, rusli, mó o.fl. Einnig rafmagnshit- un. Innbyggð stýrikerfi. Auð- veldir í uppsetningu. ELFA-VORTICE Iðnaðarviftur, gripahúsaviftur, baðviftur. Hagstœtt verð og góðir greiðsluskilmálar. Einar Farestveit &Co HF Borgarlúni 28, simi 622900. kenna honum aö þekkja mörk." Og ég sá í hyllingum þá dýröartfma er ég færi f námið hjá Jóni og viö tækjum til viö að lesa mörkin. Barnshjartaö sló með fögnuöi er ég hugsaði til þess, og ekki hef ég hlakkað eins til nokkurrar skóla- vistar íyrr né síðar. Þrátt fyrir aö aldrei yröi af námskeiöi þessu læröi ég margt af Jóni f umgengni við menn og skepnur þau haust sem ég var gangnamaður f Klaust- urseli. Áhugann til vinnunnar og reglusemina gaf hann áfram til afkomenda sinna, barna og barna- barna og meö alúð en ákveöni sem ætfö einkenndi störf hans fékk hann þeim veganesti sem vafalaust vegur þungt f ágætum árangri þeirra viö störf sfn. Andlátsfregninni var ég óviö- búinn þar sem Jón var nokkuö hress hin sfðustu ár. Han bar aldur sinn vel þrátt fyrir lasleika sem haföi fylgt honum all lengi. Ég frétti einnig af stórveislu sem hann hélt samferðamönnum sfnum á sföast liðnum vetri f tilefni af átt- ræðisafmæli hans. Þaö gladdi mig að heyra um hann svo heilsugóðan og bjóst ég viö aö hitta hann, og finna hans hlýju strauma næst er ég kæmi á Austurland. En skyndilega var Jón kallaöur til starfa á æöri stööum, hann lést á Landspítalanum í Reykjavik þann 31. júlí sföast liöinn eftir stutta legu. Hlutverki hans í þessu lífi var lokið og munu þeir sem þekktu hann vera sammála um aö æriö var starf þessa mæta manns. Ég kveð með söknuöi Jón í Klausturseli og þakka honum sam- íylgdina þessa tvo áratugi sem ég þekkti hann. Ég votta Guörúnu eftirlifandi ekkju hans, börnum þeirra og fjölskyldum, mína dýpstu samúö með þökk fyrir allar þær ánægjustundir sem ég hef átt meö þeim síðan kynni hófust. Baldur Grétarsson frá Skipalæk. Hólaskóli Hólum í Hjaltadal Fiskeldisbraut! Nýjar áherslur: Bleikjueldi — fiskrækt vatnanýting — vistfræði sportveiöi Námstimi: 2 ár, 4 annir. Tekið verður inn á Fiskeldisbraut Hólaskóla um nk. áramót. Innritun stendur yfir. Miðstöð rannsókna í silungseldi Lifandi starfsnám á fögrum staö Hólaskóli, Hólum í Hjaltadal 551 Sauðárkrókur Sími: 95-35962 fax: 95-36672 ALLAR GERPIR BLIKKAS hf Skemmuvegl 36 200 Kópavogur Sfml: 72000

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.