Bændablaðið - 01.09.1992, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 01.09.1992, Blaðsíða 8
Aðspurður um þessi mál sagðist Páll Lýðsson stjórnarmaður í MBF og vinur Halldórs sfðan ráðherrann var f sveit hjá Lýði f Litlu Sandvík, aðeins vita eitt dæmi þess að saga Halldórs Blöndal og Flóabúsins hafí legið saman. Það var um 1950, strákur að koma úr vistinni og rakst inn á tombólu á Selfossi sem haldin var til styrktar kirkjubyggingu. Halldór alltaf heppinn og vann ljósmynd af gamla Hóabúinu, litaða eins og tftt var með myndir. Myndina gaf hann vini sfnum, Páli f Litlu Sandvfk sem á hana enn og hefúr birt hana á prenti... Og nú vill Páll fá vin sinn austur að skoða Flóabúið,( svona áður en það verður lagt niður eðaþarmig...) VARAHLUTIR - AUKAHLUTIR - SÉRPANTANIR UMBOÐSMENN UM LANDALLT 6. TBL 6. ARG. SEPTEMBER 1992 BÆNDABLAÐIÐ & LANDSBYGGÐIN 510 sm./kr.: 9Z080,- m/vsk 425 sm./kr.: 84.693,- m/vsk Öll verö eru staögreiösluverö Carpedil skemmur Sterkar, meðfærílegar og viðhaldsfriar skemmur úr galvaniseruðu blikki með innbrenndum lit, það tekur einn mann ca. 1 kist. að setja Carpedil skemmumar upp. Fáanlegar i mörgum stærðum. Eigum einnig stiga og tröppur í öllum stæröum og geröum. Sérsmíöum brunastiga og stiga meö öryggisgrind fyrir votheystuma o.fl. sÉRMiaa EIN SPIRAL SEAL ÖXULHOSA í STAÐ A.M.K. 200 ANNARRA Hægt að skera til eftir stœrð. Þessi eina passar m.a. í AMC, Audi, Buick, Chevrolet, Chrysler, Dodge, Daihatsu, Fiat, Ford, GMC, Honda, Isuzu, Mazda, MMC, Nissan, Renault, Jaab, Subaru, Suzuki og Toyota. Hosan er spíraUöguð og skrúfar því qf sér krap og óhreinindi. BILABUÐIh H. JÓNSSON & CO. Brautarholti 22,105 Reykjavík, Sími: 91-22255. Fax: 91-22235 Klemmur og CV öxulfeiti fylgir. EES HAFNAÐ - VILL ÞJÓÐARATKVÆÐI I samningnum um Kvrópska efnahagssvæðið eru ákvæði um að endurskoða eigi viðskipta- reglur með búvörur á tveggja ára fresti og stefna að auknu frjálsræði í þeim. Skal fyrstu endurskoðun vera lokið fyrir árslok 1993. Ekki liggur fyrir hver afstaða íslenskra stjóm- valda eða markmið em í þessu efni og er gerð ákveðin krafa um að hún liggi fyrir hið fyrsta. Þannig hljóðar fyrsta grein ályktunar aðalfúndar Stéttar- sambands baenda um samninga við erlend ríki en fundurinn tók mjög eindrcgna afstöðu gegn samningn- um um Evrópska efnahagssvæðið, sem nú er til umfjöllunar á AlþingL í ályktun fúndarins segir meöal annars að hann hafi víðtæk áhrif á íslenskt þjóðlíf, - bæði beint og óbeint og að atvinnu- og mannlíf hér á landi sé á margan hátt van- búið • ; að takast á við þær breyttu aðstæöur sem samningurinn feli í sér. Ávinningur landbúnaðarins af samningnum sé einnig óljós. Engin rök hafi komið fram sem sýni að hann feli í sér bætta afkomu land- búnaðarins. Af þeim ástæðum taldi fundurinn að hafna bæri samningnum um EES og krafðist jafnframt að efnt yröi til þjóðar- atkvæðis um hann. Þá er bent á að í samningnum um EES sé opnað fyrir innflutning sýrðra mjólkurafurða til landsins og aðeins mjög loðin og óskýr ákvæöi sé að fínna um hvort leggja megi breytileg jöfnunargjöld á þær mjólkurafurðir sem innflutningur verður heimilaður á. Með hinum frjálsu fjármagnsflutningum, sem samningurinn kveður á um, opnist fyrir möguleika erlendra aöila til kaupa á jörðum og hlunnindum hér á landi. Þótt utanríkisráðherra hafi haldið fram að girða megi fyrir slíkt með margvíslegum hætti, sé í nýlegu lögfiæðiáliti settir fram miklir fyrirvarar um að slíkt sé mögulegt vegna þess að mismunun sé bönnuð innan Evrópska efna- hagssvæðisins. Auk þess séu sveít- arsjóöir vanmegnugir til að nýta forkaupsréttindi og öll niðurstaða bendi til þess að mikill vafi leiki á um hvort unnt verði að stemma stigu við eignarhaldi útlendinga hér á landi. Aðalfundur Stéttarsambands bænda lýsti aftur á móti stuðningi við þá vinnu og kynningu meöal bænda um GATT-viðræðumar sem stjórnir Stéttarsambands bænda og Búnaðarfélags íslands stóðu að á síðasta vetri og hvatti fundurihn forystumenn land- búnaðarmála til að fylgjast vel með framvindu málsins og standa vörð um hagsmuni islensl- landbúnað- ar. ÞI Halldór gaf Páli Flóabúiö! Ummæli Halldórs Blöndal landbúnaðarráðherra um Mjólkurbú Flóamanna á aðalfúndi SB, vöktu að vonum mikla athygli. Engar heimildir finnast um það að f ráði sé að leggja MBF af, enda sýnist það næsta fjarstæðukennt að safna allri mjólk á Suðurlandi beint til Reykjavíkur. Til eru reiknilíkön þar sem reiknuð er arðsemi af því að fækka mjólkur- búum og þar er vitaskuld allt prófað, m.a. er reiknað út hvernig það kæmi út að leggja af Flóabúið en það er ekki kostur sem menn hafa skoðað af alvöru.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.