Börn og bækur - 01.04.1987, Page 3
TIL LESENDA
Að þessu sinni er bryddað upp á þeirri nýjung
að helga þetta hefti þeim sem hafa bæði samið
og myndskreytt barnabækur. Er það mjög
ánægjulegt að sjá að nokkrir af þeim lista-
mönnum okkar sem hafa helgað sig myndlist
hafa einnig viljað miðla börnum af list
sinni .
í þessu hefti eru alls 1,5 listamenn sem allir
eiga það sameiginlegt að hafa samið og mynd-
skreytt eina eða fleiri bækur ætlaðar börnum.
Eylgir stutt æviágrip, listi yfir barnabækur
viðkomandi listamanns, og sýnishorn af mynd-
efninu. Þótt aðeins sé um að ræða svart-hvít
afrit og margir listamennirnir hafa mynd-
skreytt í lit, er það von okkar sem að þessu
stöndum að sýnishornin gefi til kynna þá
fjölbreytni sem ríkt hefur í myndskreytingum.
Er það von þeirra sem að samtökum þessum
standa aðþetta verði aðeins fyrsta skrefið á
þeirri braut að kynna myndlistarmenn sem hafa
skreytt barnabækur og munum við síðar leitast
við að kynna þá sem hafa myndskreytt barna-
bækur, án þess að vera höfundar af textanum
en þeir eru að sönnu miklu fleiri.
Enn er erfitt um vik að hafa yfirsýn yfir
alla barnabókaútgáfu á íslandi frá upphafi,
og er því ljóst að einhverjir hafa ef til
vill orðið útundan í þessari umfjöllun. Rit-
nefnd og stjórn IBBY tæki því með þökkum að
fá ábendingar um fleiri íslenska aðila hafa
samið og myndskreytt bækur fyrir börn.
Sigrún Klara Hannesdóttir
formaðu r