Börn og bækur - 01.04.1987, Qupperneq 4

Börn og bækur - 01.04.1987, Qupperneq 4
Ásgerður Búadóttir er fædd árið 1920. Hún er þekktur myndlistarmaður. Sérstaklega er hún þekkt sem myndvefari og skipar hún sér í raðir bestu myndvefara á Vesturlöndum. ísland hefur eignast fagran og frumlegan myndvefnað í verkum Ásgerðar Búadóttur. Ásgerður kenndi um tima teikningu á nám- skeiðum Bandíða- og myndlistaskólans. Árið 1959 voru verk Ásgerðar valin á sýningu Norræna listabandalagsins í Gautaborg en á þeirri sýningu var veflist í fyrsta sinn viðurkennd til jafns við aðrar frjálslista- greinar. Ásgerður Búadóttir heldur nú sýningu (mars 1987) í sal A.S.Í. við Grensás- veg í Reykjavík. Ásgerður Búadóttir hefur samið og myndskreytt eina barn'abók: Rauði hatturinn og krummi / Ásgerður Búadóttir. - Rv. : Helgafell, 1961. -2-

x

Börn og bækur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og bækur
https://timarit.is/publication/921

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.