Börn og bækur - 01.04.1987, Page 20
SIGRÚN GUÐJÓNSDÓTTIR
Sigrún Guðjónsdóttir er fædd 15.11. 1926 í
Reykjavík. Hún er nú búsett í Hafnarfirði.
Sigrún lauk myndlistarkennaraprófi frá
Myndlista - og handíðaskóla íslands og
stundaði framhaldsnám við Listaakademíuna í
Kaupmannahöfn. Þegar heim kom setti hún á
stofn leirverkstæði ásamt manni sínum Gesti
Þorgrímssyni, þar sem þau unnu þekkta list-
muni, Laugarnesleir. Þau hjón hafa unnið
mikið saman að leirlist og hannað m.a. stórar
skreytingar bæði utan húss og innan og haldið
sýningar. Sigrún hefur kennt myndlist á
flestum skólastigum, nú við keramikdeild
Myndlistar- og handiðaskólans. Einnig hefur
hún fengist við ýmis konar listsköpun, hönnun
og myndskreytingar m.a. fyrir Bing & Gröndal
og Uilleroy og Boch, tekið þátt í fjölmörgum
sýningum bæði hér og erlendis og haldið
einkasýningar.
Sigrún hefur myndskreytt fjölda bóka. Sú
fyrsta var bók Gests Þorgrímssonar, Maður
lifandi, útg. 1960 og síðar margar bækur
móður sinnar Ragnheiðar Jónsdóttur, m.a.
Kötlubækurnar og Atla og Unu. Ein bók hefur
komið út eftir Sigrúnu, þ.e. myndabókin:
Rauði fiskurinn / Sigrún Guðjónsdóttir. -
Rv. : Barnabókaútg. Fagur fiskur í sjó, 1972.