Skátapósturinn - 01.04.1938, Page 5
Brown tók eftir, að manninum veitt-
ist erfitt að halda hinum kurteislega
hreim í röddinni. Auk þess sá hann að
það voru járngrindur fyrir sumum
gluggunum. Fullvissaður um að frúin
og stúlkan væru þarna lokaðar inni, fór
hann til borgarinnar. Nú var um að
gera, að frelsa þær. Ef til vill yrði
hann neyddur til að fara til lögregl-
unnar. Þó enginn mundi trúa orði af
því, sem hann segði, þá var hann þess
fullviss, að enginn myndi leita að frú
Fulton.
En — hann gat fengið póstþjóninn
til að fara til lögreglunnar. Þó enginn
mundi trúa orði af því, sem hann segði,
þá var hann þess fullviss, að enginn
myndi leita að frú Fulton.
En — hann gat fengið póstþjóninn
til að fara til Hulton með bréf frá hon-
um, Brown, til frú Fulton. Þegar
Brown hafði beðið í 3 klukkustundir,
eftir að póstþjónninn kæmi aftur, fór
hann á lögreglustöðina.
,,Hefir ykkur nokkuð verið tilkynnt,
að kona hafi týnzt?“
,,Já“, sagði lögregluþjónninn, ,,okk-
ur hefir verið tilkynnt, að frú Fulton
hafi horfið með bíl og öllu saman. Hún
er rík ekkja eins af stærstu útgerðar-
mönnum okkar. Þannig er það nú —
það á að neyða hana til þess að greiða
lausnargjald. Hugmyndin með bréfið,
sem þeir sendu til Hilton er góð, en
kannske dálítið áhættusöm — bæði
fyrir frú Fulton og póstþjóninn. Ég
held að við megum engan tíma missa“.
Litlu seinna þaut bíll, með fjórum
lögregluþjónum á mikilli ferð út að
Hilton. James Brown var glaður — hér
var æfintýrið, sem hann hafði beðið
eftir öll sín ár.
Þegar þeir komu þangað, stóð grár
Daimler og sjúkrabifreið fyrir fram-
an húsið. Tveir menn komu út úr hús-
inu með börur.
„Stöðvið þá!“ hrópaði James Brown
og stökk út.
,,Eruð þið brjálaðir? “ hrópaði
læknirinn, „ætlið þið að ónáða dauð-
veikan mann.
En þegar hann sá skammbyssurnar,
í hinum rólegu höndum lögregluþjón-
anna, þagnaði hann og rétti upp báð-
ar hendurnar. James Brown gekk að
börunum og lyfti upp sænginni. Þar
lá nábleik, fullklædd kona. Undarleg
lykt angaði frá börunum.
„Kloroform“, sagði lögreglustjórinn.
„Setjið handjárn á þá“, sagði hann við
lögregluþjónana.
Næsta dag hittust frú Fulton, vinnu-
kona hennar, póstþjónninn og James
Brown á lögreglustöðinni. Lögreglu-
stjórinn kynnti þau.
„Nú, og ég sem helt að þetta væri
Holmes“, sagði stúlkan vonsvikin, þeg-
ar nafn James Brown var nefnt.
Frú Fulton hló. „Já, þetta er reglu-
legur Scherlock Holmes — við eigum
yður mikið að þakka, herra Brown —
og yður, herra lögreglustjóri“.
„Þetta voru hræðilegir dagar“, sagði
hún, og snéri sér að Brown. „Ég var
lokuð inni í smáklefa og fékk engan
mat. í þess stað settu óþokkarnir bezta
mat, sem þeir áttu, fyrir utan dyrnar.
Ég gat séð það, en ekki náð í það.
Fyrir að gefa mér hann, heimtuðu þeir
að ég skrifaði 10.000 kr. ávísun, en án
þess að ég hefði nokkra tryggingu
fyrir, að mér yrði sleppt. En eigi mað-
ur að borga hverja máltíð með 10.000
krónum, þá eru peningarnir fljótir að
fara. Síðast var ég orðin svo svöng, að
ég held að ég hefði farið að borga.
Hafið þér aldrei reynt, hvernig það er
að vera sársvangur, og hafa kræsingar
Skátapósturinn
5