Árblaðið

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat

Árblaðið - 09.12.1977, Qupperneq 9

Árblaðið - 09.12.1977, Qupperneq 9
9 SNYRTIVÖRUR TIL JÖILAGJAFA FYRIR DÖMUR: LANVIN: llmvötn og baðvörur. FYRIR HERRA: LANVIN: Raksápa — Rakspíri og llmvatn. LINDIN Eyravegi 7 - Selfossi - Sími 1800 -Lesendabréf- UM CJRILLIÐ CÓÐI i júlí sl. opnaði Fossnesti grill hér á staðnum, og ef dæma má eft- ir aðsókninni fyrstu dagana virt- ist lengi hafa verið þörf fyrir stað sem þennan. Grillið opnaði í nýj- um og skemmtilega innréttuðum húsakynnum, og virtist í fyrstu sem maturinn og þjónustan yrðu einnig 1. flokks. Mig langar nú í nokkrum orðum að lýsa samskipt- um mínum við þennan stað. Pannig var að stuttu eftir versl- unarmannahélgi lagði ég leið mína í Grillið ásamt vinnufélaga mín- um og hugðumst við nú aldeilis gera okkur dagamun og fá okkur rerlega í svanginn sem við og gerð- um. Fengum við mjög fljóta og góða þjónustu, þó kokkurinn, sem var aleinn í afgreiðslunni, væri jafnframt að kenna ungri stúlku handtökin. Dáðumst við að því hve snar hann var í snúningum og þurftum við ekki einu sinni að .setjast til að bíða. Svo var það nú í sept. sl. að við fórum aftur, aðallega vegna þess að sarpur okkar gat ekki gleymt krásum þeim er við feng- um í fyrsta skiptið. Nú var kokk- urinn kominn í sumarfrí og þótti okkur það leitt, en auðvitað skild- um við að maðurinn varð að fá frí eins og aðrir, ekki síst þar sem hann hafði greinilega unnið geysi- lega mikið frá opnun. Við pöntuð- um ostborgara og þar sem ekki voru aðrir viðskiptavinir inni, völdum við okkur borð þar sem minna var af óhreinu leirtaui og matarleifum en á hinum. Við fengum nú að bíða í 25 mín. (5 mín. bið eftir sama rétti á Aski) og þá loksins, eftir að hafa beðið stúlkuna að taka af borðinu, feng- um við matinn, ef mat skyldi kalla. Hamborgarinn var algerlega ó- kryddaður, osturinn súr og kartöfl- urnar hálfhráar. Ekki var salt eða pipar að sjá á borðinu en á næsta borði komum við auga á ísbox sem á var letrað með stórum svört- um tússlit SALT, en ekki var nein skeið í boxinu svo sjálfsagt hafa gestir staðarins átt að nota guðs- gaflana til að strá yfir matinn. Nú, við reyndum að koma þessu í okk- ur í snatri og flýttum okkur svo út hálfsvangar, því ekki var lystin á þessum ,,kræsingum“ mikil. Nú fer ég að skilja hvers vegna Ing- veldur á hótelinu er búin að fá alla sína fastakúnna aftur, og ef satt er, þá undraðjst ég heldur ekki að 30 manna hópur hefði staðið upp frá borðum sínum og gengið út. En þetta var nú ekki allt. Eitt kvöldið fór ég ásamt fleir- um inn á Grill (það lá nú við að ég snéri við þegar ég sá hvergi kokkinn) og pöntuðum við okkur nú bacon og egg með öllu tilheyr- andi. Jú, við fengum að bíða góða stund, en loks máttum við ná í eggin. Nú, við biðum enn góða stund því enn voru kartöflurnar og salatið ókomið. Svo leiddist okkur biðin og við spurðum hvort kartöflurnar færu ekki að koma. Voruð þið með kartöflur? Jæja, ég skelli þeirn bara á einn disk handa ykkur öllum. Þú ræður því sögð- um við, en fáum við sósuna og salatið? Æja, ég var nú búin að steingleyma því. Náið í diskana ykkar, ég skal sletta þessu á. Loksins settumst við með illa steikt eggin syndandi í salatsafa og sósu (ég hef nú vanist því að svona matur sé settur í hólfadisk). Ekki get ég nú sagt að lystin hafi verið neitt sérstök, enda maturinn ekki beint girnilegur hvorki fyrir auga né munn, og gátum við varla rennt nokkrum bita niður, hvað sem við söltuðum. Pegar við fór- um út vorum við glorsoltin og ákváðum að skella okkur upp að Arnbergi og fá okkur kók og sam- loku. Pað var nú eitthvað betra. Ég hef því miður heyrt marga tala urn svipaða reynslu sína og finnst mér leiðinlegt að staður í svona flottum umbúðum skuli ekki geta átt ætilegan mat handa gest- um sínum. Einn af fyrrverandi viðskiptavinum. Litsjónvarpstœki YÐAR ER VALIÐ Japönsk SHARP - SANYO Vestur-þýsk BLAUPUNKT Sænsk LUXOR » EYRAVEGI 1 — SELFOSSI — SÍMI 1131 Snyrtivörur í úrvali FYRIR DÖMUR OG HERRA KJÖRIN JÓLAGJ Ö F Selfoss Apótek Austurvegi 44 Sími 1177 H. S. K. ÆFINGAGALLARNIR eru komnir í stærðum nr. 22—40 VERSLUN m Auturvegi 11, Selfossi Sími 1660 HEFLIÐ PLSNTÐ Hr. ritstjóri. Einn er sá staður hér á Selfossi sem við heimsækjum fremur öðr- um, sumir einu sinni á dag, en aðr- ir sjaldnar. Petta er Vörumarkað- ur K. Á. sem er til húsa á mjög leiðinlegum stað, sem alls ekki laðar að sér viðskiptavini, en þar sem urn er að ræða naunðsynlegt fyrirtæki sem býður upp á ódýra vöru, þá má mikið á sig leggja til að spara krónurnar. Pó er einum of langt gengið þegar manni er boðið upp á það að vaða í lappirn- ar í hvert sinn sem maður lítur þar við. Ástandið á bílastæðinu er slíkt að þar er forarvilpa og drullupollar, og planið hefur örugg lega ekki verið heflað á þessu ári. Petta er í svo miklu ósamræmi við þjónustuna sem starfsfólkið veitir innandyra að ég skora á stjórnendur fyrirtækisins að kippa þessu í lag með því að hefla plan- ið. Viðskiptavinur.

x

Árblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árblaðið
https://timarit.is/publication/931

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.