Dagsbrún - 01.12.1941, Blaðsíða 7
ingsins, öðium en þeirii, sem eru meðlim-
ir Vinnuveitendafélagsins eða hafa nú
i'astan samning við félagið. Þó eru und-
anskilin þessu ákvæði fyrirtæki hins opin-
bera og' vinna, sem nú þegar hefir verið
undanþegin nefndum ákvæðum með sam-
þykkt Dagsbrúnar (varnir g'egn skemmd-
um ávörum, nýr fiskur o. fI.).
3. gr.
Kaffitimar séu kl. 9—9,30 fyrir hádegi
og kl. 3—3,30 e. h. og sé unnin eftirvinna
kl. 6—6,30 e. h. Sé næturvinna leyfð skal
kaffitími vera kl. 6,30—7 f. h. Kaffitím-
ar, sem falla inn í vinnutímabil, reiknast
sem vinnutímar, og sé unnið í þeim reikn-
ast tilsvarandi lengri tími sem unninn. —
(Hálftíminn telst heil klukkustund). Nú
vinnur maður aðeins vinnutímabil sem
fellur utan kaffitima, og telst honum þá
greitt tímakaup með 10% álagi á kaup-
taxta þann er greinir í síðustu grein. Mat-
atími skal vera frá kl. 12 á hádegi til kl.
1 e. h. og reiknast hann ekki með vinnu-
tímanum.
4. gr.
Lágmarkskaup í dagvinnu fyrir full-
gilda verkamenn skal vera kr. 1,45 fyrir
klukkustund. í eftirvinnu kr. 2,-15 fyrir
klst. og í næturvinnu og helgidagavinnu
kr. 2,70 fyrir klst.
Lágmarkskaup, þegar unnið er við ket-
ilhreinsun eða í kolaboxum skal í dagvinnu
vera kr. 2,50 í eftirvinnu kr. 3,70 og í
næturvinnu og helgidagavinnu kr. 4,65.
Grunntaxti þessi greiðist með fullri dýr-
tíðaruppbót samkvæmt aukningu dýrtíð-
arinnar frá 1. janúar 1939 og sé dýrtíðar-
tala kauplagsnefndar lögð til grundvallar
mánaðarlega, frá fyrsta degi næsta mán-
aðar eftir að sú dýrtiðartala er birt.
5. gr.
Verkfæri og vinnutæki séu verkamönn-
um lögð til, þeim að kostnaðarlausu. —
Vinnuveitendur skulu sjá um, að útbún-
aður allur og áhöld séu í góðu lagi, svo
DAGSBRÚN
ekki stafi af slysahætta eða öryggi verka-
manna sé á annan hátt stefnt í hættu.
6. gr.
.4 vinnustöðum skulu atvinnurekendur
sjá um að lyfjakassi sé á staðnum með
nauðsynlegum lyfjum og umbúðum, svo
og salerni, vatn og vaskur, ef við verður
komið.
Nú eru tólf eða íleiri menn að vinna á
sama vinnustað í úthverfum bæjarins hjá
sama vinnuveitanda og skal hann þá hafa
þar skýli fyrir verkamenn til þess að
drekka kaffi < g matast í. í skýlum skulu
vera borð og' bekkir, og skal þess vel gætt
að það sé ávallt hreint og þrifalegt. Enn-
fremur skal í skýlum vera hitunartæki.
7. gr.
Stjórn Dagsbrúnar er heimilt að velja
sér trúnaðarmenn úr hópi verkamanna á
hverjum vinnustað. Verkamönnum er
heimilt að snúa sér til trúnaðarmanns
með hverskonar óskir eða kvartanir við-
víkjandi aðbúnaði við vinnuna eða öðru,
er þeir telja ábótavant. Trúnaðai'maður
skal bera allar slíkar óskir eða kvartan-
ir fram við vinnuveitanda eða umboðs-
mann hans, t. d. verkstjóra. Trúnaðar-
maður skal i engu gjalda þess hjá vinnu-
veitanda eða verkstjóra, að hann ber fram
kvartanir fyrir hönd verkamanna.
8. gr.
Verkamaður á kröfu til að fá kaup sitt
greitt vikulega, og gildir það ekki aðeins
tíma- og vikukaupsmenn, heldur einnig
mánaðarkaupsmenn með hlutfallslegri
greiðslu. Skal verkámaður þá eiga heimt-
ing'u á fullri greiðslu á ógreiddu kaup-
gjaldi fram að næsta virkurn degi á und-
an útborgunardegi, þá sem eftir stendur
af kaupi hans kemur til útborgunar næsta
útborgunardag.
Vinnuveitandi ákveður hvei'n virkan dag
vikunnar hann velur til útborgunar á
kaupi, sem farj fram i vinnutima nema