Dagsbrún


Dagsbrún - 01.12.1941, Blaðsíða 6

Dagsbrún - 01.12.1941, Blaðsíða 6
landinu og tengja hana við r.yt- söm störf. Og þrátt fyrir það, þott verka- menn hafi hundruðum saman reik- að um götur og torg atvinnuiausiv eða atvinnulitlir ár eftir -u e:us og útlagar í ættlandi sínu, án þess að atvinnuleysismálið væri tekið til félagslegrar lausnar, er þeim áreið- anlega kærast að vinna í þjónustu þeirra atvinnuvega, sem framtíð Is- lands byggist á sérstaklega. En hinsvegar munu verkamenn ein- dregið mótmæla því, ef það kemur fram, að ráðstafanir íslenzkra stjcrnarvalda um takmörkun í Eretavinnunni skyldu miðast við það, að skipuleggja þessi mál svo, að af því leiði, að framboð á vinnu- krafti verði meiri en eftirspurnin og gera með því tilraun til þess að þrengja að kosti launastéttanna al- mennt, skapa atvinnuleysi að nýju, þar sem ekkert er fyrir. Höfuðkrafa verkamamia hlýtur að vera nú og alltaf sú, að svo sé fyrir málum atvinnuveganna og þjóðarinnar séð, að vinnufús verka- lýður þurfi elcki að líða skort vegna atvinnuleysis. Og fjárgróða þeim, sem nú berst upp í hendur lands- manna, ber að verja til þess að tryggja framtíð atvinnuveganna, stöðuga atvinnu allra landsmanna, og gera þeim auðveldara í heild að fullnægja lífsþörfum og menning- arkröfum sínum. 5SAMNINGUR milli Vinnuveitendafélags íslands (í samningi þessum nefndir „vinnuveit- endur“) Verkamannafélagsins Dagsbrún í Reykja- vík (í samningi þessum nefnt ,,Dagsbrún“) um kaup og kjör verkamanna í Reykjavík, er tímakaup taka. 1. gr. Vinnuveitendur skuldbinda sig tii þess að láta verkamenn, sem eru gildir með- limir í Dagsbrún, hafa forgangsrétt til al- mennrar verkamannavinnu, þegar þess er krafist og Dagsbrúnarmenn bjóðast, er séu fullkomlega hæfir til þeirrar vinnu, sem um er að ræða. Vinnuveitendur hafa ávalt frjálst val um það, hvaða félaga Dagsbrúnar þeir taka til vinnu. Nú vill vinnuveitandi ráða til 'sín mann í vinnu, sem ekki er félagi í Dagsbrún, og skal Dagsbrún þá skyld til þass, að veita þeim manni inngöngu, ef hann sækir um það og kemur ekki í bága við samþykktir fé- lagsins. Dagsbrún skuldbindur sig til, ef hörgull er á mönnum til vinnu, að láta meðlimi Vinnuveitendafélagsins hafa forgangsrétt á að fá gilda Dagsbrúnarmenn til vinnu, enda skal stjórn félagsins tilkynnt um það, að verkamenn vanti. 2. gr. Dagvinna telst frá kl. 7 f. h. til kl. 6 e. h. Eftirvinna frá kl. 6 e. h. til 10 e. h. Næturvinna frá kl. 10 síðdegis til kl. 7 ár- degis. Helgidagavinna frá kl. 7 f. h. til kl. 10 e. h. Næturvinna skal ekki unnin, nema brýn nauðsyn beri til og þá því aðeins, að stjórn V.m.f. Dagsbrún samþykki í hvert sinn. Dagsbrún veitir ekki undanþágur þær, sem um ræðir i þessari grein samn- 6 DAGSBRÚN

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/935

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.