Dagsbrún


Dagsbrún - 01.12.1941, Blaðsíða 5

Dagsbrún - 01.12.1941, Blaðsíða 5
Takmörkun á vinnu hjá setuliðinu frá sjónarmiði verkamanna jw Ríkiastjórnin mun hafa leitað samninga við stjórnir breska og ameríska setuliðsins hér um það, að fá þær til þess að fallast á að taka í vinnu hjá sér aðeins takmarkaða tölu íslenskra verkamanna, og hef- ir íslenzka ríkisstjórnin nú skipað nefnd að sínu leyti, til þess að gera tillögur um þetta. Af því að þetta mál snertir mjög hagsmuni verka- manna, þykir rétt að fara um það nokkrum orðum hjer í ritinu. Und- anfarið hefir verið allmikið sótzt eftir því, að komast í vinnu hjá hin- um erlendu herjum. Hafa ýmsir valdamenn í landinu fundið því margt til foráttu, að verkamenn sæktu eftir vinnu hjá Bretum og bent á það, að slíkt geti komið illa niður á atvinnuvegunum og dregið úr framleiðslumöguleikum. lands- manna sjálfra. Má að sjálfsögðu undir þetta taka, -en þó ' me;ð nokkrum fyrirvara af hálfu verka- manna. Þegar Bretar hernámu landið, voru verkamenn hér í hundraðatali . ýmist atvinnulitlir eða með öllu atvinnulausir. Af hálfu ráðamanna í landinu höfðu menningaratriði, sem félaginu hef- ir tekist að ná og þarf að halda lengra áfram á þeirri braut. Sum- arleyfi þau, sem verkamenn í Dan- mörku höfðu náð með löggjöf, eft- ir áratuga baráttu, fyrir stríð, ná skemur, en þau, sem Dagsbrún hef- ir nú náð. Héðinn Valdimarsson. engin átök verið gerð til þess að útrýma með öllu atvinnuleysinu og hagnýta hina dýrmætu starfsorku verkalýðsins í þjónustu atvinnuveg- anna. Atvinnuleysið var orðið stöð- ugt félagslegt vandamál og þjóð- arböl, sem allir töluðu um, án þess, að nokkur viðunandi lausn fengist á því. Engum þarf því að vera það undrunarefni, þótt verkamenn, er barist höfðu við atvinnuleysi og skcrt í mörg ár, án þess að því væri veitt nægilega alvarleg eftirtekt af hálfu ráðamanna þjóðfélagsins, yrðu því fegnir að fá að vinna sér inn daglegt brauð, þótt sú vinna væri ekki unnin hjá Islendingum. Pað er að vísu dapurlegt um- hugsunarefni fyrir oss Islendinga, að þurfa að viðurkenna þá stað- reynd, að við komu brezka setuliðs- ins hingað, var hér fjöldi af verkamönnum, er sá það eitt til bjargar sér að komast í þjónustu hins erlenda herliðs. Slík staðreynd bendir ekki til þess, að ráðamenn þjóðfélagsins hafi metið að verð- leikum starfsorku verkamanna, sem velmegun og sameiginleg afkoma allra þjóða byggist þó fyrst og fremst á. Nú, þegar skortur er á vinnuafli í landinu, virðist vera að vakna nokkur skilningur á því með- al ráðamanna, hvers virði þetta afl er fyrir framtíð landsins. Væri æskilegt, að þeir létu sér þessa reynslu að kenningu verða og hirtu meira um það hér eftir en hingað til að hagnýta vinnuorku fólksins í DAGSBRUN

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/935

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.