Dagsbrún


Dagsbrún - 01.12.1941, Blaðsíða 10

Dagsbrún - 01.12.1941, Blaðsíða 10
ekki er varið til styrkveitinga, leggst við höfuðstólinn. 9. gr. Umsóknir um styrk úr sjóðnum skal rita á eyðublcð, sem styrkveit- inganefnd leggur til og stjórn Dags- brúnar hefir samþykkt. Umsækjandi skal færa sönnur á, að hann sé löglegur félagsmaður í Dagsbrún. Fyr en sú sönnun er fyrir hendi verður umsókn ekki tekin til greina. 10. gr. Við ákvörðun um styrk til um- sækjanda skal styrkveitinganefnd meðal annars taka tillit til heimil- isástæðna hans, hve langvarandi heilsutjónið virðist, að hve miklu leyti það rýrir vinnuhæfi hans, og hvort eða að hve miklu leyti hon- um er bætt tjónið annars staðar að. 11. gr. Reikningsár sjóðsins er alman- aksárið og skulu reikningar hans endurskoðaðir af endurskoðendum Dagsbrúnar og lagðir fyrir aðal- fund félagsins til úrskurðar. 12. gr. Trúnaðan’áð Dagsbrúnar getur gert breytingar á skipulagsskrá þessari með % hlutum atkvæða á fundi, enda séu % hlutar trúnaðar- ráðsmanna viðstaddir, og hafi þess verið getið í fundarboði, að bi’eyt- ingartillögur liggi fyrir fundinum. Lögmætur Dagsbrúnai'fundur getur krafist allsherjaratkvæða- greiðslu í félaginu um bréytingar, sem ti'únaðarráð hefir gert, ef % hlutar atkv. á fundinum sam- þykkja. Sama rétt hefir meirihluti t’ é 1 a gsst j ó rn ari n n a r. 13. gr. Tillögu um að sjóðurinn hætti stcrfum, getur stjórn Dagsbrúnar ein gert. Skal sú tillaga sæta sömu meðferð og tillögur um breytingar á skipulagsskránni. 14. gr. Ef samþykkt verður tillaga um að sjóðurinn hætti störfum, renna eignir hans allar og óskiftar í Vinnudeilusjóð Verkamannafélags- ins Dagsbrún, og leggjast við höf- uðstól hans. Nýr styrktarsjóður. Á fundi trún- aðarráðs Dagsbrúnar s.l. haust, var samþykkt einróma tillaga frá fé- lagsstjórninni um að stofna styrkt- arsjóð Dagsbrúnarmanna, með % hlutum þess fjár, er komið hefir inn á árinu 1941 fyrir vinnurétt- indaskírteini utanfélagsmanna. — Stofnfé sjóðsins er yfir 22,000 kr. Fyrir atbeina félagsstjórnar, styrk- ir Reykjavíkurbær sjóðinn. Tillag bæjarins til sjóðsins fyrir árið 1941, nemur kr. 3.500.00. Sam- kvæmt skipulagsskrá sjóðsins, er samþykkt hefir verið, hefir styrk- veitingarnefnd félagsins kosin um áramót, á hendi styrkveitingar úr sjóðnum. Fyrstu styrkveitingu úr þessum nýja sjóði er fyrir skömmu lokið og voru að þessu sinni veitt- ar kr. 7.900.00 til 47 félagsmanna, er sóttu um styrk. Félagið lagði ár- ið 1941 fram til styrkveitinga sjóðs- ins um kr. 2.00 á gildan félags- mann. Reglur sjóðsins, sem felast í skipulagsskrá hans, eru birtar á cðruni stað hér í ritinu. 10 DAGSBRÚN

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/935

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.