Dagsbrún - 01.12.1941, Blaðsíða 13
Dagsbrúnartaxtirm og skipavinnukaupið út um larsd.
Jón Sigurðsson, starfsmaður hjá
Alþýðusambandi íslands, skrifar
um Dagsbrún grein, er bii’tist í Al-
þýðublaðinu 5. nóv. s.l. — f grein
þessari er reynt að gera saman-
burð á kaupi Dagsbrúnarmanna og
kaupgjaldi verkamanna annars-
staðar íjandinu í því skyni, að svo
sýnist sem verkamenn í Reykjavík
og Hafnarfirði eigi við lélegust
launakjör að búa. Til þessa saman-
burðar tjaldar Jón sérstökum
kauptöxtum, er gilda um skipa og
kolavinnu á nokkrum stöðum úti
á landi, en forðast að nefna það,
hvað kaupið á þessum sömu stöðum
er í almennri vinnu. Virðist því til-
gangurinn með grein þessari ekki
vera sá, að koma af stað heilbrigðri
keppni milli verkalýðsfélaganna
um bætt launakjör meðlima þeirra,
heldur að kasta rýrð á Dagsbrún
og vekja úlfúð og ósætti meðal
verkamanna í Reykjavík, og til þess
eru notaðar falskar forsendur, eins
og skal sýnt fram á hér. Á nær öll-
um þeim stöðum, þar sem sérstak-
ur taxti gildir um skipavinnu, er
skipavinnan svo hverfandi lítil, að
þær tekjur, sem verkamenn hafa
af henni hafa engin veruleg áhrif
á afkomu þeirra. Víða er nær eng-
in önnur skipavinna en sú, sem
bundin er við afgreiðslu strand-
ferðaskipanna, en á flestum höfn-
um úti á landi tekur afgreiðsla
þeirra ekki lengri tíma en eina til
fjórar klukkustundir í hvert sinn.
Og þar sem skipin koma á þessar
hafnir í mesta lagi tvisvar sinnum
á mánuði, geta menn gert sér það
DAGSBRÚN
ljóst, að tekjur verkamanna af
skipavinnunni eru ekki það miklar
að ástæða sé til þess fyrir starfs-
mann Alþýðusambandsins að guma
af þeim í opinberu blaði.
Þessi sérstaki kauptaxti í skipa-
vinnu, sem verkamenn hafa fengið
viðurkenndan á ýmsum stöðum á
landinu, byggist ekki á því, að af-
greiðsla skipa, er leggjast að
bryggjum sé erfiðari eða áhættu-
meiri en önnur venjuleg vinna,
heldur hinu, að hún er stopulli eins
og sjá má af því, að í flestum kaup-
túnum tryggir hún, þegar best læt-
ur örfáum verkamönnum aðeins
nokkurra klukkustunda vinnu á
mánuði.
Þrátt fyrir hærra kaup, er skipa-
vinnan heldur hvergi eftirsótt, þeg-
ar verkamenn hafa öðrum stöðugri
verkefnum að sinna. Þessu til sönn-
unar má benda á það, að síðan at-
vinna jókst í landinu hefir viða
verið örðugleikum bundið, að fá
verkamenn í vinnu við afgreiðslu
strandferðaskipanna. — Hjer
í Reykjavík horfir þetta öðru vísi
við. Hjer hafa nokkrir verkamenn
haft að jafnaði tiltöluléga stöðuga
atvinnu hjá hinum stærri skipaaf-
greiðslum. Það hefir t. d. jafnan
verið álitið svo, að verkamenn hjá
afgreiðslu Eimskipafélags ísiands
hér hafi haft meiri tekjur að jafn-
aði en aðrir daglaunamenn í bæn-
um, enda hefir vinna hjá Eimskip
verið eftirsótt, þótt kaupið væri
eldci hærra en við aðra vinnu. Og
ekki hefir borið á því, að félagar
Jóns Sigurðssonar hafi nokkurn-
13