Bændablaðið - 13.01.2004, Qupperneq 1

Bændablaðið - 13.01.2004, Qupperneq 1
1. tölublað 10. árgangur Þriðjudagur 13. janúar 2004 ISSN 1025-5621 Upplag: 10.500 eintök Landbúnaðarráðherra hefur á grundvelli tillagna nefndar frá 5. nóvember sl. ákveðið að skipa nefnd er hafi það hlut- verk að móta tillögur um fyrir- komulag flutningsjöfnunar á sláturfé að sláturhúsi. Með fækkun sláturhúsa er nauðsynlegt að taka þessi mál til endurskoðunar. Markmið skal vera að bændur séu með sem jafnasta aðstöðu varðandi kostnað við að koma sláturfé í sláturhús. Formaður nefndarinnar er Gunnar Sæmundsson, bóndi, en aðrir í nefndinni eru: Jóhannes Sigfússon, bóndi, formaður Landssambands sauðfjárbænda og Sigurjón Rúnar Rafnsson, starfs- maður Kaupfélags Skagfirðinga. Þá hefur ráðherra - í samræmi við tillögur frá 5. nóvember sl. og samþykkt ríkisstjórnar frá 11. nóvember 2003, varðandi fram- tíðarfyrirkomulag markaðs- setningar dilkakjöts á erlendum markaði, skipað nefnd sem hefur það verkefni að gera tillögur um framtíðarfyrirkomulag varðandi markaðssetningu dilkakjöts á erlendum mörkuðum. Nefndin á líka að koma fram með tillögu um samræmingu á markaðsstuðningi við sláturleyfishafa. Eins á nefndin að kanna hvernig hátta megi samnýtingu krafta og auka samstarf þeirra aðila sem þegar starfa að markaðssetningu ís- lenskra vara á erlendri grund. Formaður nefndarinnar er Haukur Halldórsson, bóndi, en aðrir nefndarmenn eru þeir Stein- þór Skúlason, forstjóri, Sláturfé- lags Suðurlands, Ágúst Andrésson, sláturhússtjóri Kaup- fél. Skagfirðinga og Jóhannes Sigfússon, bóndi, formaður Landssambands sauðfjárbænda. Ólafur Friðriksson, skrifstofu- stjóri, í landbúnaðarráðuneytinu, er ritari nefndarinnar. Gjaldþrot Ferskra afurða Í desember sl. staðfesti Hæstiréttur Íslands kröfu um gjaldþrotaskipti á búi Ferskra afurða ehf. á Hvammstanga. Skiptastjóri er Sveinn Andri Sveinsson hrl. Vegmúla 2, 108 Reykjavík. Auglýsing birtist í Lögbirtingablaðinu þann 7. janúar og er kröfulýsingar- frestur til 7. mars n.k. Frest- dagur er 22. september 2003. Fyrsti skiptafundur verður haldinn á skrifstofu skiptastjóra þann 15. mars n.k kl. 9.00. Bændasamtök Íslands bjóða félagsmönnum sínum að gæta hagsmuna þeirra og lýsa kröf- um fyrir hönd þeirra í þrotabú fyrirtækisins. Brunavarnaáætlun fyrir starfs- svæði Brunavarna Skagafjarðar var samþykkt og undirrituð nýverið. Áður hafði sambærileg áætlun fyrir Slökkvilið Húsa- víkur verið undirrituð en fjöl- mörg önnur slökkvilið eru að leggja lokahönd á brunavarna- áætlun sína. Brunavarnaáætlun skal liggja fyrir á hverju starfssvæði slökkviliðs samkvæmt lögum um brunavarnir. Hún leggur grunninn að gæðastjórnun og úttekt á starfsemi slökkviliðs fyrir þá sem bera ábyrgð á brunavörnum í hverju sveitarfélagi. Áætlunin auð- veldar íbúum svæðisins einnig að fá upplýsingar um þá þjónustu sem slökkviliðið veitir, skipulag þess og markmið. Í lögum um brunavarnir segir: "Á hverju starfssvæði slökkviliðis skal liggja fyrir brunavarnaráætlun sem fengið hefur umsögn Bruna- málastofnunar og samþykki sveit- arstjórnar. Markmiðið er að tryggja að slökkvilið sé þannig mannað, skipulagt, útbúið tækjum, menntað og þjálfað að það ráði við þau verkefni sem því eru falin." Dr. Björn Karlsson bruna- málastjóri, sagði að í brunavarna- áætluninni væri skjalfest hvernig slökkviliðsstjóri skipaði sínu liði og hvaða búnaður væri til. Í áætluninni kemur einnig fram hvar slökkviliðið telur að áætta sé mest í sveitarfélaginu og hvað þurfi að kaupa af tækjabúnaði í fram- tíðinni. Við gerð áætlunarinnar er t.d. farið um sveitarfélagið og kannað hvar sé hægt að taka vatn - jafnt á góðum sumardegi og í hörkufrosti um vetur. Fjölmörg slökkvilið leggja lokahönd á brunavarnaáætlanir Landbúnaðar- ráðherra skipar tvær nefndir Hjá Búnaðarsamtökum Vesturlands hefur orðið mikil aukning í þátttöku í verkefninu „Betri bú“ - markmiðstengdar búrekstrar- áætlanir og þátttakendum fjölgað úr 40 í rúma 60 nú á síðasta ári. Það er mikil vinna sem liggur að baki rekstrargreiningum og áætlana- gerð en markmiðið er að með þeim megi bæta afkomu bænda og fagleg vinnubrögð. Framgangur verkefnisins er með þeim hætti að eftir að bóndi hefur undirritað samning um þátttöku í verkefninu afhendir hann ráðunauti bók- haldsgögn sem notast til rekstrargreiningar og við útreikninga kennitalna. Þar eru tölur úr búi bóndans bornar saman við önnur bú á landinu sem sent hafa búreikninga sína til Hagþjónustunnar og eins er gerður samanburður á búinu milli ára. Í framhaldi af rekstrargreiningu er skoðað hvort þörf sé á að bæta eitthvað í rekstrinum og gerðar aðgerðaráætlanir þar að lútandi í samráði við bónda. „Hjá okkur eru það aðallega áburðar- og fóðuráætlanir en einnig er nokkuð um fjárhagslega endurskipulagningu og áætlanir vegna framkvæmda auk annarra. Þá er unnin búrekstraráætlun til sex ára þar sem skoðað er hvaða áhrif væntanlegar fjárfestingar eða framkvæmdir koma til með að hafa á búrekstur- inn,“ sagði Guðrún Sigurjónsdóttir, rekstrar- fræðingur hjá Búnaðarsamtökum Vesturlands. Hagur bænda af þátttöku í þessu verkefni á að vera mikill. Það að bera tölur úr eigin bú- rekstri saman við önnur sambærileg bú veitir mönnum visst aðhald varðandi reksturinn og sýnir bóndanum hvar hann mögulega getur gert betur. Jafnframt er mikilvægt fyrir bændur að geta borið saman tölur búsins milli ára og séð breytingar á rekstrinum hjá sjálfum sér. „Við stefnum að því að auka samskipti enn frekar við Betri-bú bændur nú á þessu ári og bæta þjónustuna við þá og teljum að sú samvinna bónda og ráðunauts sem fram fer í þessu verkefni leiði til bætts reksturs og betra bús,“ segir Guðrún. Betri bú - markmiðstengdar búrekstraráætlanir Bætt afkoma og fagleg vinnubrögð Bændablaðið kemur næst út 27. janúar Regnboginn rís upp af Selhellum í Vatnsársundum en hellarnir kallast Vömb, Keppur, Laki, Vinstur og Langi. Bændablaðsmynd/Jónas Erlendsson.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.