Bændablaðið - 13.01.2004, Qupperneq 4

Bændablaðið - 13.01.2004, Qupperneq 4
4 Þriðjudagur 13. janúar 2004 Gróðrarstöðin Dalsgarður í Mosfellsdal framleiðir fyrst og fremst rósir en að auki túlípana á veturna. Einnig eru þar fram- leidd sumarblóm auk krydds og matjurta sem eru seldar á markaði í garðyrkjustöðinni á sumrin. Alls eru um 3000 fermetrar undir þaki í þessari rösklega fimmtugu garðyrkju- stöð sem Jóhann Kr. Jónsson stofnaði árið 1949. Í Dalsgarði vinna að jafnaði þrír starfs- menn. Framleiðsla stöðvarinnar er seld í Grænum markaði. "Garðyrkjubændur sem stunda blómarækt verða nú gjaldþrota hver á fætur öðrum. Taprekstur hefur verið viðvarandi og allt eigið fé er horfið úr rekstrinum," sagði Gísli Jóhannsson, garðyrkjubóndi og eigandi stöðvarinnar, og bætti við að lánstraust hefði komið í veg fyrir að reksturinn í Dalsgarði færi undir hamarinn. En hver er ástæðan fyrir því hvernig komið er? Gísli sagði að á liðnum árum hefði ríkt skálmöld innan greinar- innar; samkeppni gífurleg, fram- leiðsla of mikil og meira byggt en ástæða var til. Blómaframleið- endum hefði fækkað en um leið hefðu framleiðslueiningar stækkað. "Nú er að myndast ákveðin samstaða milli bænda um að setja kraft í markaðsmálin en við höfum ekki sinnt þeim eins og þörf hefur verið á. Blómaframleiðendur hafa ekki staðið saman um auglýsingar og annað sem þarf að gera til að viðhalda eða stækka markaðinn," sagði Gísli. "Á þessu ári munum við leggja allt undir enda má segja að nú sé komið að leiðarlokum. Við fáum ekki annað tækifæri til að gera skurk í markaðsmálum." Gísli sagði að blómabændur hefðu vissulega fengið niðurgreitt rafmagn sem hefði komið sér vel en aukin sala og stærri markaður væri það eina sem blómabændur gætu og ættu að setja á oddinn. "Blómabændur voru að byggja inn í bullandi offramleiðslu. Fyrir það fyrsta er óskiljanlegt að menn hagi sér þannig en ekki er það síður sérstakt að lánastofnanir láni til bygginga sem ekki er þörf fyrir." Á nýliðnu ári hóf Sláturfélag Austurlands tilraun til að selja dilkakjöt á Netinu (www.austurlamb.is). Sigurjón Bjarnason, framkvæmdastjóri SA, sagði í samtali við Bbl. að tekist hefði að selja rösk tvö tonn af lambakjöti sem væri talsvert undir væntingum. Eftir er að selja 4-5 tonn af kjöti. Á dögunum tók Sigurjón saman reikninga vegna netsölunnar. Í ljós kom að tekjurnar nægja fyrir breytilegum kostnaði - en ekki þeim fasta. Sigurjón sagði að lítil sala hefði vissulega valdið vonbrigðum en kaupendur hefðu verið afar ánægðir með vöruna - sem mætti m.a. sjá á því að engin kvörtun hefði borist og margir hafa keypt oftar en einu sinni. Kjötið var sent með Landflutningum til kaupenda. Alls tóku 19 bæir þátt í verkefninu. Kjöt frá nokkrum bæjum er uppselt. Nú er uppi áhugi að rannsaka kjötið sem eftir er og kanna hvort mismunandi beitarhagar hafi áhrif á bragðið en þess má geta að kjöt frá Austurlambi er ætíð látið hanga í tvo sólarhringa í kæli áður en það fer til kaupenda. "Netið nær út fyrir landsteinana og við höfum fengið mikið af fyrirspurnum frá útlöndum," sagði Sigurjón sem ætlar að kynna sér hvort það sé hægt að sinna fyrirspurnum sem koma að utan. Sigurjón hefur ekki síður hug á að að kanna hvort hægt sé að taka upp samstarf við einhvern aðila í þéttbýlinu við Faxaflóann. Hann sagði að flestir bændurnir sem tóku þátt í verkefninu hefðu áhuga á að halda áfram enda hefði hér verið um langtímaverkefni að ræða. Fólk getur keypt kjöt á austurlamb.is allt fram til vors. Sigurjón hefur hug á því að reyna sölu á hangikjöti og öðrum skyldum afurðum á heimasíðunni í framtíðinni. Blómabændur ætla í markaðsátak Austurlamb seldi rösk tvö tonn á Netinu Á Flúðum í Hrunamannahreppi er fyrirtæki sem heitir Magus ehf. og það býður nú íbúum hreppsins háhraða nettengingar. Hún byggir að grunni til á g.SHDSL kerfi sem nær 8 kílómetra radíus út frá símstöð og er sambærilegt kerfi og ADSL nema hvað það næst jafn hraði í báðar áttir samtímis. Daníel Halldórsson er talsmaður Magus ehf. Hann sagði að verið væri að panta búnaðinn fyrir þessar tengingar en aðdragandinn hefði staðið yfir um nokkurn tíma. Hann segir að nær allir íbúar Hrunamannahrepps muni geta notfært sér þessar internettengingar því þær dragi frá Flúðum að Hrepphólum og upp í sveitina að Skipholti. Íbúar Hrunamannahrepps eru um 730 og það eru þá ekki nema 50 til 60 manns sem g.SHDSL kerfið nær ekki til. Það kostar 39.990 krónur með vsk. að taka svona tengingu inn í hús og síðan verður áskriftin um 6.990 krónur á mánuði fyrir 512kbit/s tengingu sem hefur jafnan hraða í báðar áttir og innifelur m.a. 500MB í erlent niðurhal, vefpóst, heimasíðuvistun o.fl. Daníel segir að nógu margir hafi skráð sig fyrir að taka tenginguna inn til þess að þetta beri sig. Hann segist líka eiga von á því að fá fleiri viðskiptavini þegar kerfið er komið í gang. Hann segir að ef þetta gangi vel í Hrunamannahreppi sjái þeir hjá Magus ehf. sóknarfæri annars staðar svo sem í kjarnasvæðum eins og Laugarási og Aratungu. Þegar kerfið er komið upp opnast líka möguleiki á loftnetstengingum m.a. fyrir sumarbústaði, sem eru um 300 í sveitinni, og um leið einnig fyrir þá sem eru utan áðurnefnds 8 km radíusar frá Flúðum. Fyrirtækið Magus ehf. í Hrunamannahreppi býður upp á háhraða nettengingar Þessi mynd var í tölvuveri Magus ehf á Flúðum til vinstri er Axel Rafn Benediktsson tæknimaður og til hægri er Daníel Halldórsson Gísli blómabóndi Jóhannsson gægist út á milli fagurra rósa. Forsíðumynd á jólablaði Þess skal getið að Jónas Erlendsson í Fagradal tók forsíðu- myndina jólablaðsins. Nafn Jónas- ar féll niður við vinnslu blaðsins og er beðist velvirðingar á því.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.