Bændablaðið - 13.01.2004, Síða 7

Bændablaðið - 13.01.2004, Síða 7
Þriðjudagur 13. janúar 2004 7 Magnús Ólafsson á Sveinsstöðum er meðlimur á Leirnum og góður hagyrðingur. Hann sendi þessa vísu þegar hann var nýkominn á Leirinn: Þykir engum þakkarvert í þessum leirsins ranni að illt ég hefi ekkert gert enda gull að manni. Frægur um fjórðunginn Séra Hjálmar Jónsson, góðkunningi Magnúsar, svaraði af bragði: Velkominn sértu, Magnús minn, margur sýnir þér vinarhót. Samt ertu frægur um fjórðunginn og framsóknarmaður í þokkabót. Baugalín í Borgarnesi Kristján Eiríksson orti þessar vísur og tilefnið þekkja sjálfsagt allir. Í Borgarnesi var Baugalín búin að flytja ræðuna, þegar blessuð þjóðin mín þoldi næstu mæðuna þá úti í London upp á grín átti fund með Hreini, í hálfkæringi, heillin mín, heiðursmaðurinn eini. Tár á mannafundum Rósberg G. Snædal orti einhverju sinni og má segja að tilefnið komi þar skýrt fram: Miðla ég tári á mannfundi manni náradregnum, þessi árans andskoti ætlar að klára úr flegnum. Fálkatyrðill Jóhanni S. Hannessyni varð að orði þegar hann fékk Fálkaorðuna. Fálkatyrðill fenginn er, feikna virðing sýnist það en svarið yrði erfitt mér ef þú spyrðir: Fyrir hvað. Netföng æðri máttarvalda Á aðventunni í hittiðfyrra tóku ábyrgðarlausir aðilar sig til og ímynduðu sér netföng æðri máttarvalda. Stefán Vilhjálmsson setti fram fróma ósk: Ég vil jóla- finna -frið svo fari ekki neins á mis, en játa að mikils ég þig bið ó jesuskristur.is Gunnar Frímannsson kvað heilræðavísu. Út á götu aktu síst ef þú hefur drukkið romm. Gerirðu það þig grípur víst gud@himnum.com Stefán Vilhjálmsson fann annað rímorð og gerði jólavísu: Nú er hátíð heims um ból og hæfir ekki að vera domm, gleðileg því gefur jól gud@himnum.com Ingi Kr. Stefánsson tók upp þráðinn: Maríu fylgdi maður sem til manntals gekk í Betlehem, en geistlega hana gerði bomm gud@himnum.com Mælt af munni fram Umsjón: Sigurdór Sigurdórsson Að vanda blasa mörg og mikil- væg verkefni við íslensku bænd- um og samtökum þeirra á nýju ári. Ari Teitsson, formaður Bændasamtakanna, var spurður hvaða mál hann teldi að yrðu efst á baugi hjá bændum í ár. Hann sagði alltaf erfitt að meta hvað teldist mikilvægast og oft mætti fremur skipta verkefnum eftir hve hratt þau þurfi að vinnast en mikilvægi þeirra. Hér á eftir eru dæmi sem Ari nefndi um mikilvæg langtímaviðfangs- efni. Óvissa í alþjóðamálum Sú óvissa er tvíþætt. Unnið er að nýjum WTO samningi og þótt samningaviðræður í Cancun færu út um þúfur er þó áfram stefnt að lækkun framleiðslutengds stuðn- ings og minnkandi tollvernd. Þau samningsdrög sem voru uppi á borði í Cancun voru þess eðlis að erfitt hefði orðið við þau að búa og þótt við fáum litlu ráðið hafa Ís- lendingar í góðri samvinnu bænda og stjórnvalda skipað sér í flokk þeirra þjóða sem varlegast vilja fara í breytingum á alþjóðaum- hverfi. Umræða um aðild Íslands að Evrópusambandi hefur hljóðnað um sinn, ef til vill vegna málefna- legri umræðu hérlendis en verið hefur. Þar þurfa bændur þó að halda vöku sinni. Hlýnandi veðurfar Ari bendir á að síðustu þrjú ár hafi verið hlý og landbúnaðinum því hagstæð. ,,Veðurfræðingar virðast sammála um að það sé að verða ákveðin veðurfarsbreyting, í það minnsta tímabundið, og flestir spá því að hún muni standa í all- mörg ár. Það er því umhugsun- arefni hvernig við getum nýtt okk- ur þetta hlýindaskeið. Varðandi landbúnaðinn gefur hlýnandi veð- ur möguleika á að rækta fleiri jurtir en áður og sinna þar með meiru af þörfum íslensks markað- ar. Í grasrækt getur þetta einnig sparað áburð. Bændur og stjórn- völd þurfa í sameiningu að velta fyrir sér hvernig á að bregðast við í þessum efnum. Spyrja má hvort styrkjakerfi í íslenskum land- búnaði eigi að taka mið af þessu. Eigum við að vera með aukinn hvata til kornræktar svo dæmi sé tekið. Ég tel að við þurfum að hugsa þetta í mikilli alvöru og spyrja okkur hvort og þá hvernig við eigum að hvetja til aukinnar nýtingar íslensks jarðargróða," sagði Ari Teitsson. Gæðastýring í sauðfjárrækt Árið 2004 er fyrsta ár um- samins stuðnings við gæðastýring- ar í framleiðslu sauðfjárafurða, þ.e. að þeir sem sýna fram á skipu- lagt vinnuferli í sinni sauðfjárrækt eftir gæðastýringarreglum, sem settar hafa verið að norskri fyrir- mynd, fá hærra afurðaverð. ,,Það verður að sjálfsögðu nokkur vinna fyrir bændur að koma þessu í fastan farveg en fyrirhöfnin mun skila sér í bættum búrekstri því þetta gæti orðið stærsta framfaraspor sem sauðfjár- ræktin hefur stigið síðustu áratugi. Þá má heldur ekki gleyma að samningurinn hefur leitt af sér meiri sátt um sauðfjárræktina en verið hefur um árabil " Ari var spurður í ljósi þeirra erfiðleika sem sauðfjárbændur hafa gengið í gegnum hvort eitt- hvað bjartara sé framundan hjá þeim? ,,Það er erfitt að halda því fram að framundan séu bjartari tímar hjá þeim. Þó hefur það vakið athygli hvað sauðfjárafurðir hafa selst vel innanlands þrátt fyrir harðnandi samkeppni á kjötmark- aði. Það sýnir að afurðirnar njóta mikils trausts hjá íslenskum neytendum. Þá hefur íslenskt dilkakjöt náð betri stöðu á ákveðn- um erlendum mörkuðum en áður. Það á við um Danmörku og ákveðin svæði í Bandaríkjunum, slíkt vekur ákveðnar vonir. Líka er áberandi hvað sauðfjárbændur hafa náð að halda framleiðslu- kostnaði niðri. En þrátt fyrir allt bendir flest til þess að sauðfjár- ræktin verði áfram eins og verið hefur hjá mörgum, aðeins hluta- starf." Kjötverðið Á síðasta ári var stærsta vandamál landbúnaðarins mikil verðlækkun á kjöti sem bitnaði mjög hart bæði á bændum og af- urðastöðvum. ,,Af því gætu menn örugglega lært og eðlilegt að við veltum því fyrir okkur hvernig við getum tryggt bændum viðunandi verð fyrir kjöt á þessu ári. Nefnd sem fjallaði um vanda sauðfjár- bænda komst að þeirri niðurstöðu að það væru tveir þættir sem öðrum frekar gætu tryggt við- unandi kjötverð. Í fyrsta lagi væri það hóflegt framboð á hvíta kjöt- inu á innanlandsmarkaði en þar hefur verið offramboð á undan- förnum árum með tilheyrandi verðfalli. Í annan stað er mikilvægt að bændur vinni í anda síðasta sauðfjársamnings varðandi framboð á dilkakjöti á innlendum markaði. Bændur og sláturleyfis- hafar í samráði við landbúnaðar- ráðherra verða að ákvarða skyn- samlega útflutningsprósentu dilka- kjöts þannig að birgðasöfnun og óvissa um afsetningu á dilkakjöti leiði ekki til undirboða á markaði eins og gerðist á síðasta ári. Ég held að það sé í höndum bænda á þessu nýbyrjaða ári að tryggja skynsamlegt framboð á kjöti ef komast á hjá því að lenda í sömu gryfjunni og í fyrra. Þetta skiptir sköpum varðandi afurðaverð og á í rauninni ekki bara við sauð- fjárbændur heldur alla kjötfram- leiðendur og þá sem eru að markaðssetja kjöt." Bændur og stjórnvöld hafa nána samvinnu um framgang land- búnaðarins ekki síst með margs konar samningagerð: ,,Í fyrsta lagi er verið að undir- búa samningi um starfsskilyrði mjólkurframleiðslunnar á komandi árum þótt eiginlegar samningavið- ræður sú ekki hafnar. Vonandi verður í tengslum við þá samn- ingagerð gerður samningur um stuðning við nautakjötsfram- leiðsluna. Nýr mjólkursamningur er ekki einfalt mál vegna þeirrar óvissu sem ríkir varðandi nýja WTO samninga um landbúnað sem gerir það erfiðara en ella að gera samning til langs tíma. Óvissan í alþjóðamálunum tengist bæði stuðningsforminu sem erfitt virðist til lengri tíma litið að hafa í óbreyttu formi framleiðslutengds stuðnings að öllu leyti. Einnig er óvissa um mögulega tollvernd en þessi tvö mál eru þau sem mestu máli skipta varðandi afkomu mjólkurframleiðenda." Ari segir að umsamið sé að hætta opinberri verðlagningu mjólkur á heildsölustigi í sumar. Það segir hann, ef af verður, kalla á vangaveltur um með hvaða hætti eigi í framtíðinni að verðleggja mjólk til framleiðenda. Sú verð- lagning hafi í raun einungis verið leiðbeinandi á undanförnum árum og ekki síst til að ákveða beingreiðslur til framleiðenda. Margt bendi hins vegar til þess að það verði í vaxandi mæli markað- urinn sem ráði verðlagningu á mjólk til framleiðenda á komandi árum. Þá koma upp vangaveltur um hvernig eigi að ákvarða og tryggja beinar greiðslur til fram- leiðenda séu þær eru ekki lengur tengdar opinberri verðlagningu á framleiðslustigi. Ari segir þessi mál því í óvissu og vandaverk að leysa farsællega. ,,Rætt hefur verið um að nautakjötsframleiðslan fái fastara land undir fætur en hún hefur haft. Ísland er með sérstöðu Vestur- Evrópulanda að því leyti að hér er enginn beinn stuðningur við nautakjötsframleiðsluna sem slíka. Í harðnandi samkeppnisumhverfi og opnari markaði er vonlaust að hún standist og því virðist óhjá- kvæmilegt að taka upp með einhverjum hætti stuðning við hana ef hún á að halda velli. Fyrir liggur ósk um að hefja viðræður við yfirvöld um þetta mál en þær eru ekki hafnar og óvissa hvort og þá með hvaða hætti þær tengjast nýjum mjólkursamningi." Leitað hefur verið eftir samn- ingi við stjórnvöld um stuðning við loðdýrarækt ekki síst á þeim forsendum að hún gegnir æ mikil- vægara hlutverki við eyðingu úr- gangs og umhverfisvernd en er jafnframt gjaldeyrisskapandi Ari Teitsson, formaður Bændasamtaka Íslands Nýr mjólkur- samningur er ekki einfalt mál Búnaðarþing verður sett 7. mars næstkomandi. Ari var spurður hver hann teldi að yrðu viðamestu mál þingsins? ,,Ég geri ráð fyrir því að á búnaðarþingi verði miklar umræður um stöðuna í alþjóðamálum landbúnaðarins. Nýlega er komin út skýrsla um áhrif þess á landbúnaðinn ef við gengjum í Evrópusambandið. Enda þótt innganga í Evrópu- sambandið sé fjarlægari en áður þá eru alltaf raddir í þjóðfélaginu sem halda uppi kröfu um að við göngum í ESB. Við fylgjumst líka grannt með því sem er að gerast í Noregi varðandi þetta mál. Þar virðist, samkvæmt skoðanakönnunum, vaxandi áhugi á Evrópusambandsa ðild. Þessi hætta gagnvart íslenskum landbúnaði er því ekki horfin og þess vegna þurfum við að halda vöku okkar í þessum efnum. Eflaust verða miklar umræður um þá þróun í alþjóða viðskipta- samningum sem virðast ætla að enda með nýjum samningi um starfsumhverfi landbúnaðar sem verður okkur mjög erfiður. Við verðum að ræða það á búnaðarþingi hvort og þá hvernig við eigum við að bregðast. Þar hlýtur að koma til álita hvernig við getum dregið skýrt fram hið fjölþætta hlutverk landbúnaðarins og hvers virði landbúnaðurinn og dreifð búseta er þjóðarbúinu. Sjálfgefið virðist þannig að búnaðarþing fjalli um framtíðarsýn í landbúnaði í ljósi breyttra aðstæðna, bæði hvað varðar ræktun og landnýtingu og viðskiptalegar forsendur. Þá verða væntanlega til um- ræðu lífeyris- og sjúkratrygginga- mál bænda. Sömuleiðis lánamálin sem komið hafa upp í sambandið við erfiðleika á kjötmarkaði. Þá má nefna þróun leiðbeininga- og ráðgjafarþjónustu í landbúnaði sem er eitt af viðamestu viðfangsefnum Bændasamtakanna auk fleiri mála sem verða á dagskrá." Búnaðarþing verður sett 7. mars

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.