Bændablaðið - 13.01.2004, Side 8

Bændablaðið - 13.01.2004, Side 8
8 Þriðjudagur 13. janúar 2004 Ættir & uppruni Systkini: Sigrún Eydís f. 16.4.1960, Akureyri Kristinn Viðar f. 18.2.1962, Bóndi á Espihóli í Eyjafirði Jóhannes Ævar f. 19.9.1965, bóndi á Espihóli í Eyjafirði Föðursystkini: Árni f. 2.9.1929, sjómaður í Kópavogi Þóra Sigríður f. 17.1.1932, húsfreyja í Hafnarfirði Sveinn f. 4.4.1937, bóndi á Hóli í Höfðahverfi Halldór f. 14.3.1939, d. 11.1.2002, gjaldkeri í Reykjavík Þórsteinn Arnar f. 18.7.1941 bóndi á Bárðartjörn í Höfðahverfi. Anna f. 30.5.1944, húsfreyja og bréfberi á Svalbarðseyri Tómas f. 28.11.1953, loðdýrabóndi á Grenivík Móðursystkini: Þorbjörn f. 20.10.1946, d. 20.12.1956 Framætt: 1. grein 1 Valgerður Anna Jónsdóttir, f. 16. sept. 1966 á Akureyri. Garðyrkjufræðingur 2 Jón Valgarður Jóhannesson, f. 29. júlí 1933 á Hóli í Höfðahverfi. Bóndi á Espihóli í Eyjafjarðarsveit - Guðný Kristinsdóttir (sjá 2. grein) 3 Jóhannes Jónsson, f. 15. maí 1904 á Hóli, d. 1. nóv. 1999. Bóndi á Hóli í Höfðahverfi - Sigrún Guðfinna Guðjónsdóttir (sjá 3. grein) 4 Jón Sveinsson, f. 5. júlí 1864 á Hóli, d. 25. maí 1933 á Hóli. Bóndi á Hóli í Höfðahverfi. - Valgerður Jóhannesdóttir, f. 27. ágúst 1871 á Ytra Álandi í Þistilfirði, d. 23. apríl 1947. Frá Gunnarsstöðum. Húsfr. á Hóli í Höfðahverfi. 2. grein 2 Guðný Kristinsdóttir, f. 2. maí 1941. Húsfr. á Espihóli 3 Kristinn Friðrik Jakobsson, f. 8. ágúst 1905 á Akureyri, d. 30. mars 1980. Bóndi á Espihóli í Eyjafirði - Jónína Valgerður Jóhannesdóttir (sjá 4. grein) 4 Jakob Jakobsson, f. 10. okt. 1876 á Munkaþverá, d. 17. febr. 1949. Skipstjóri á Akureyri - Þorgerður Helgadóttir, f. 12. mars 1876 á Botni í Eyjafirði, d. 27. ágúst 1945. Húsfr. á Akureyri 3. grein 3 Sigrún Guðfinna Guðjónsdóttir, f. 25. sept. 1905 á Sundi í Höfðahverfi, d. 13. nóv. 1989 á Akureyri. Húsfr. á Hóli 4 Guðjón Jónsson, f. 14. des. 1884 á Lómatjörn, d. 26. jan. 1973. Bóndi á Sundi í Höfðahverfi - Sigríður Margrét Jónasdóttir, f. 20. sept. 1878 í Svínárnesi. Húsfr. í Sundi í Höfðahverfi 4. grein 3 Jónína Valgerður Jóhannesdóttir, f. 24. júní 1902 á Syðri- Tjörnum, d. 28. jan. 1963. Húsfr. á Espihóli 4 Jóhannes Þórðarson, f. 11. nóv. 1862 á Syðra-Hóli í Öngulsstaðahr., d. 16. des. 1949 í Miðhúsum. Bóndi á Syðri- Tjörnum og Miðhúsum - Anna Marselía Jónsdóttir, f. 12. des. 1863 Nokkrir langfeðgar Jón 1-4 var sonur Sveins, f. 1831, d. 1895, bónda á Hóli í Höfðahverfi, Sveinssonar, f. 1799, d. 1879, bónda á Hóli, Tómassonar, f. um 1770, d. 1842, bónda á Hóli, Sveinssonar, f. um 1736, d. 1802, bónda í Höfða og Grenivík, Tómassonar, f. um 1700, d. 1739, bónda og hreppstjóra á Tjörn í Eyjafirði og Syðri-Bægisá, Egilssonar, f. 1665, bónda í Stóradal og á Böggvisstöðum, Sveinssonar, f. 1627, bónda á Guðrúnarstöðum í Saurbæjarhreppi, Magnússonar, f. um 1600, bónda á Illugastöðum í Fnjóskadal, Þorlákssonar, f. um 1575, bónda á Illugastöðum, Magnússonar. Jakob 2-4 var sonur Jakobs, f. um 1851, skipstjóra í Syðra- Tjarnarkoti í Eyjafirði, Jónas- sonar, f. um 1807, d. 1862, bónda á Efri-Dálksstöðum, Fagrabæ, Saurbrúargerði, Ytra- Gili, Uppsölum og Klauf, Stefánssonar, f. 1765, d. 1839, Bónda á Nolli, Eyjólfssonar, f. um 1715, d. 1798, bónda í Fagrabæ, Arnfinnssonar, f. um 1695, bónda á Skeri, Eyjólfs- sonar, um 1645, bónda í Syðri- Haga, Hallssonar, f. um 1615, bónda í Búðarnesi, Finnboga- sonar, f. um 1585, bónda í Saurbæ, Hallssonar. Guðjón 3-4 var sonur Jóns, f. 1837, d. 1919, bónda á Lóma- tjörn og Sundi, Guðmunds- sonar, f. 1805, bónda á Hroll- laugsstöðum í Hjaltastaða- þinghá, Andréssonar, f. um 1767, bónda á Hrolllaugsstöð- um, Jónssonar, f. um 1717, frá Flatey á Mýrum, Bjarnasonar, f. um 1659, bónda á Flatey á Mýrum. Jóhannes 4-4 var sonur Þórð- ar, f. 1836, d. 1893, bónda á Syðra-Hóli og Björk í Eyjafirði, Randverssonar, f. 1805, d. 1862, bónda á Syðra-Hóli, Randverssonar, f. 1765, d. 1828, bónda á Strjúgsá, Ytri- Villingadal og Naustum, Þórð- arsonar, f. um 1737, d. 1805, bónda á Naustum, Syðra- Laugalandi og í Litladal, Þor- kelssonar, f. um 1699, d. 1783, bónda á Torfum , Naust- um og í Hvammi, Ívarssonar, f. um 1669, bónda í Kambfelli, Jónssonar “gamla”, f. um 1624, bónda í Hlíðarhaga, Jónssonar, f. um 1570, bónda á Vatnsenda og Heiðargerði, Ívarssonar, f. um 1530, bónda á Kolgrímastöðum í Eyjafirði, Jónssonar, f. um 1480, bónda og lögréttumanns í Eyjafirði, Þorlákssonar, f. um 1435, lög- réttumanns í Vaðlaþingi, Þor- steinssonar, f. um 1410, bónda á Myrká , Höskuldssonar. Valgerður Anna Jónsdóttir er fædd á Akureyri 16.9.1966. Hún er garðyrkjufræðingur frá Garðyrkjuskóla ríkisins 1988 og garðyrkjutæknifræðingur frá sænska landbúnaðarháskólanum 1997. Hún var ræktunarstjóri í Gróðrarstöðinni í Kjarna 1989-2001, svæðisstjóri Norðurlandsskóga 2001- 2002 og framkvæmdastjóri Norðurlandsskóga frá 2002. Hún hefur setið í sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar frá 2001, fulltrúi Íslands í Norræna fræ- og plönturáðinu frá 2000. Hún er formaður kjördæmisfélags Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Norðausturkjördæmi frá 2002. Nú er rétti tíminn til þess að taka dkBúbót í notkun Um áramót er rétt að nota tækifærið og skipta um bókhaldskerfi. Óhætt er að halda því fram að dkBúbót sé hagkvæmasti valkosturinn fyrir alla bændur, þ.e. alla þá sem hafa með höndum búnaðargjaldsskylda starfsemi. Þetta eru stór orð en rökin fyrir þeim eru meðal annars eftirfarandi: dkBúbót er sérhannað bókhaldskerfi fyrir allan landbúnað. dkBúbót er samið af fyrirtækinu dkHugbúnaður og sér það um forritun og framþróun dkBúbótar í samvinnu við Bændasamtök Íslands. Forritið er sérútgáfa af vinsælum bókhaldshugbúnaði, dkViðskiptahugbúnaði, sem er í stöðugri þróun og stöðugri sókn á innanlandsmarkaði og hefur nú nýverið auk þess hafið sókn á erlenda markaði. dkBúbót er í eigu Bændasamtaka Íslands sem sjá um dreifingu forritsins og þjónustu við notendur þess. Þetta leiðir af sér þróun á klæðskerasniðnum lausnum fyrir hverja tegund búvöruframleiðslu eftir því sem kostur er. dkBúbót er notað hjá búnaðarsamböndunum við bókhaldsþjónustu við bændur og auk þess þjónusta búnaðarsamböndin jafnframt notendur forritsins. Víðtæk þekking á forritinu og notkunarmöguleikum þess er því til staðar í heimahéraði. Langflestar bókhalds- og endurskoðunarskrifstofur landsins geta tekið á móti gögnum úr dkBúbót á rafrænan hátt. dkBúbót er rafrænt bókhaldskerfi og mega notendur þess því gefa út rafræna reikninga. Því hafa notendur dkBúbótar heimild til þess að prenta reikninga án þess að nota fornúmeruð reikningseyðublöð. dkBúbót býðst bændum á lægra verði en nokkurt annað sambærilegt bókhaldskerfi. Grunnútgáfa dkBúbótar inniheldur fjárhagsbókhald, sölureikningagerð, viðskiptamannabókhald og eignakerfi. Grunnútgáfan kostar einungis 10.000 krónur að viðbættum virðisaukaskatti. Árgjald forritsins er aðeins 7.000 kr. (+ vsk.). dkBúbót fæst með einföldu og fullkomnu launakerfi að auki sem kostar þá 6.000 kr. (+ vsk.) til viðbótar en árgjald forritsins hækkar einungis um 2.000 kr. (+ vsk.). dkBúbót er aðlagað að búreikningaskilum til Hagþjónustu landbúnaðarins þannig að hægt er að skila þangað búreikningum án mikillar fyrirhafnar. Á síðasta ári greiddi Hagþjónusta landbúnaðarins tæplega 5.000 kr. fyrir hvern búreikning. dkBúbót einfaldar og flýtir fyrir vinnu við samanburð rekstrarupplýsinga við fyrri rekstrarár eða viðmiðunarhópa. Notendum dkBúbótar bjóðast námskeið í notkun forritsins á sérstaklega hagstæðu verði því þau njóta fjármögnunar frá átaksverkefninu Upplýsingatækni í dreifbýli. dkBúbót er ekki bara fyrir algengustu búgreinarnar, kúabændur og sauðfjárbændur, heldur hentar forritið ekki síður fyrir garðyrkjubændur, loðdýrabændur, ferðaþjónustubændur, skógarbændur, svínabændur, hrossabændur eða hvaða tegund bænda sem er. dkBúbót er best að panta núna á netinu eða hjá tölvudeild Bændasamtaka Íslands hið allra fyrsta. Jafnframt er mælt með því að nýir notendur skrái sig á grunnnámskeið í notkun forritsins hjá sínu búnaðarsambandi. SE Espihóll Fyrstur til að reisa bæ á Espihóli mun hafa verið Þórarinn Þórisson sonur Þóris Hámundarsonar sem var dóttursonur Helga magra. Espihóls er víða getið í Íslendingasögum og fornritum svo sem Landnámu og Víga-Glúms sögu og hefur jafnan verið eitt af höfuðbólum Ísland. Þar sátu lengi sýslumenn Eyjafjarðarsýslu og má þar nefna meðal annarra þá feðga Jón Jónsson og Jón Jónsson Espólín. Jón eldri var mjög áhugasamur um nýjungar í landbúnaði, meðal annar sá fyrsti sem gerði tilraunir með vetrarrúningu sauðfjár. Hann var einnig einn af frumkvöðlum póstferða á Íslandi. Jón sonur hans tók sér ættarnafnið Espólín eftir bænum . Hann var einn af fremstu sagnariturum Íslands fyrr og síðar og er af mörgum talinn faðir íslenskrar ættfræði eins og hún er skráð nú. Stefán Thorarensen bóndi á Espihóli drukknaði við Maríugerðisvað vorið 1844. Eftir það þóttist fólk lengi verða vart við hann á sveimi. Einkum þótti reimt á Stórholtsleitinu, en svo heitir hæðin milli Espihóls og Stokkahlaða. Árið 1712 var hálfkirkja á Espihóli og var þá ábúandi jarðarinnar Magnús Björnsson. Hann varð mjög kynsæll og skipta afkomendur hans á Íslandi nú tugum þúsunda. Tveir bræður Valgerðar búa nú félagsbúi á Espihóli.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.