Bændablaðið - 13.01.2004, Síða 9
Þriðjudagur 13. janúar 2004 9
Vegna fyrirhugaðs átaks Sam-
bands sveitarfélaga og félags-
málaráðuneytisins í sameiningu
sveitarfélaga árið 2005 hefur
hreppsnefnd Breiðdalshrepps, í
samvinnu við hreppsnefnd
Djúpavogshrepps, samþykkt að
óska eftir fjárveitingu frá Jöfnun-
arsjóði til þess að gera athugun á
hagkvæmni þess að hrepparnir
sameinist í eitt sveitarfélag.
Lárus H. Sigurðsson, bóndi á
Gilsá í Breiðdal, er oddviti hrepps-
nefndar Breiðdalshrepps. Hann
sagði í samtali við Bbl. að það hefði
komið fram hjá félagsmálaráðu-
neytinu og Sambandi sveitarfélaga
að líklegt sé að gerð verði tillaga um
að sameina þessa tvo hreppa í eitt
sveitarfélag í væntanlegu sam-
einingarátaki.
,,Í ljósi þess að þetta átak um
sameiningu sveitarfélaga er fram-
undan þótti okkur rétt að sækja um
framlag til Jöfnunarsjóðs til að
kanna hagkvæmni sameiningar
hreppanna. Okkur þótti rétt að gera
þetta í tíma því ef í ljós kæmi að
þessi sameining væri óhagkvæm þá
væri hægt að snúa sér að öðru sem
gæti talist hagkvæmari,“ sagði
Lárus.
Hann sagði að gert væri ráð
fyrir að fá sérfræðing til að vinna
þessa hagkvæmniúttekt ef styrkur-
inn fæst.
Ef af sameiningunni verður
munu íbúar hins nýja sveitarfélags
verða um 770 samkvæmt síðustu
Árbók sveitarfélaga. Lárus segir að
helsti ávinningur lítils sveitarfélags
eins og Breiðdalshrepps af svona
sameiningu sé sá að geta áfram
haldið úti góðri þjónustu við íbúana
og ýtt á eftir nauðsynlegum fram-
kvæmdum.
Það fer ekki alltaf hátt sem fólk
er að gera úti á landi. Sjálfsagt
vita ekki margir utan uppsveita
Árnessýslu að Hrunamanna-
hreppur hefur í 13 ár gefið út
fræðslu- og fréttarit sem heitir
,,Pési" og hafa komið út 166
tölublöð af ,,Pésa" þessi 13 ár
sem hann hefur komið út.
Í ,,Pésa" sem kom út í des-
ember sl. og er 32 síður er
fjölbreytt efni og auglýsingar fyrir
íbúa á svæðinu. Ísólfur Gylfi
Pálmason, nýráðinn sveitarstjóri í
Hrunamannahreppi, er ritstjóri
,,Pésa." Sem ritstjóri og nýráðinn
sveitarstjóri skrifar hann ágætan
pistil sem hann kallar ,Ávarp nýs
sveitarstjóra. Nokkrir heimamenn
skrifa stutta pistla. Þá eru í ritinu
fréttir frá hreppsskrifstofunni um
ýmis mál er snerta íbúa hreppsins,
skýrt frá síðustu hreppsnefndar-
fundum, fjöldi auglýsinga og skrá
yfir það sem um var að vera í
Hrunamannahreppi um jól og
áramót. ,,Pési" er skemmtilegt og
lofsvert framtak.
ÞJARKURINN
Helstu tækni-
upplýsingar:
• 24 hö diselhreyfill.
• liðstýrð 4x4.
• beygjuradíus 53 sm
• breidd 79-99 sm
• lyftigeta 800 kg
• þyngd 1,495 kg
Sími 4800 400 • www.buvelar.is
Í samvinnu við Schaffer Lader verksmiðjuna í þýskalandi
bjóðum við liðléttinga hannaða fyrir íslenskar aðstæður.
Tilboðsverð
kr. 1.078.000 +vsk.
1.342.110 m. vsk.
Greiðslur til sauðfjárbænda
Í desember voru greiddar álagsgreiðslur til sauðfjárbænda
samkvæmt samningi um sauðfjárframleiðslu. Fyrsta greiðsla, fyrir
framleiðslu janúar til og með október, var greidd þann 9. desember.
Greiðsla vegna framleiðslu í nóvember var síðan greidd þann 18.
desember, greiddar voru kr. 40,97 á kg. Lokauppgjör fer fram í
byrjun febrúar. Jöfnunargreiðslur voru greiddar þann 19.
desember, 74,24 kr/kg, lokauppgjör fer fram í byrjun febrúar.
Af sérstöku framlagi til sauðfjárræktar - alls 140 millj. kr.
voru greiddar 202,91 kr/ærgildi þann 17. desember og 8,03 kr/kg af
innvegnu dilkakjöti þann 22. desember. Lokauppgjör vegna innleggs
fer fram í byrjun febrúar.
„Pési“ í Hrunamannahreppi
Vilja skoða samein-
ingu Breiðdals- og
Djúpavogshreppa
Met var slegið í sauðfjárslátrun
á Sauðárkróki á síðasta ári. Þá
var slátrað 99.444 kindum sem
er langmesti fjöldi sem farið
hefur í gegnum sláturhúsið á
einu ári frá því það var tekið í
notkun fyrir liðlega 30 árum.
Meðalfallþungi dilka yfir árið
var 15,42 kg en aukning
sláturfjár frá árinu 2002 var
81%. Féð kom nú víðar að en
áður og má segja að verulegur
hluti aukningarinnar komi úr
Borgarfjarðarhéraði.
Hægt að bjóða ferskt
kjöt í lengri tíma en áður
Í haust tók sláturhúsið í notkun
nýja vakúmpökkunarvél. Hún
gerir mögulegt að beita svokallaðri
gaspökkunaraðferð á kjötið. Þegar
kjötinu hefur verið pakkað í
lofttæmdar umbúðir er gasblöndu
skotið inn í þær. Með þessu er
geymsluþol kjötsins allt að þrír
mánuðir við rétt hitastig.
Að sögn Sigurðar Bjarna
Rafnssonar framleiðslustjóra hjá
kjötafurðastöðinni hefur vélin
reynst vel. Hann sagði að þeir
hefðu pakkað hluta af síðustu
slátrun í desember, um sex og
hálfu tonni, með þessari aðferð og
vonast eftir að það kjöt fari á
erlendan markað í þessum mánuði.
Aðferðin geri það mögulegt að
bjóða ferskt kjöt mun lengur en
áður auk þess sem
flutningskostnaður lækkar.
Sigurður gat þess að fyrirtækið
hefði einnig tekið aðra vél í notkun
í haust en hún býr til allar
plastumbúðir sem notaðar eru í
nýju pökkunarvélinni. Eins og
komið hefur fram áður í
Bændablaðinu hefur sláturhúsið á
Sauðárkróki byggt upp öfluga og
nýtískulega kjötvinnslu á
undanförnum árum. Þar starfa nú
35-40 manns að jafnaði allt árið
um kring.
Sigurður Bjarni Rafnsson fram-
leiðslustjóri sláturhússins á Sauð-
árkróki. Bændablaðsmynd: Örn
Þórarinsson
Met í sauðfjár-
slátrun á
Sauðárkróki