Bændablaðið - 13.01.2004, Page 11

Bændablaðið - 13.01.2004, Page 11
Þriðjudagur 13. janúar 2004 11 Verð á kjarnfóðri pr. tonn í lausu ef keypt eru 3 t eða meira, án vsk. ágú.03 jan.04 Mismunur milli tímabila Mjólkurfélag Reykjavíkur MR-K 23 kúafóður 34.855 35.097 0,7% Huppa 31.755 31.755 0,0% M.R. kúafóður kögglar 29.896 29.896 0,0% Búkollukúafóður kögglar 28.259 28.259 0,0% Orkublanda 30.086 31.116 3,4% Nautakögglar III 28.860 29.150 1,0% Kornkögglar 22.614 21.422 -5,3% Bústólpi ehf Alhliðablanda 30.900 30.073 -2,7% Orkublanda 33.100 33.070 -0,1% Lágpróteinblanda 30.000 29.274 -2,4% Vallhólmur fóðursmiðja Alhliða kögglar 31.749 31.749 0,0% Standard kögglar 33.076 33.076 0,0% Plús kögglar 37.250 37.250 0,0% Orku kögglar 31.502 31.502 0,0% Fóðurblandan hf Kúakögglar 12 27.788 27.987 0,7% Kúakögglar 16 30.400 30.609 0,7% Kúakögglar 20 32.443 32.671 0,7% Kúakögglar 23 34.818 35.065 0,7% Kálfakögglar 32.338 Nautaeldiskögglar 21.774 H-kögglar 31.493 31.721 0,7% /LK Þessa dagana streyma hross til þéttbýlisins úr hausthögum og áhugasamir hestamenn hefjast handa við þjálfun vetrarins. Framundan er lands- mót næsta sumar og metnaður hesteigenda og reið- manna mikill. Að mörgu ber þó að hyggja þegar hross eru tekin á hús og mikilvægt að huga að smáatriðunum sem skipta máli þótt margir telji sig vita allt um það hvernig hýsa eigi og fóðra hross. Fóðurbreyting og hreyfingarleysi Mikilvægt er að fara hægt í allar fóðurbreytingar og leyfa hrossunum að venjast heyinu hafi þeim ekki verið gefið úti. Hafi hrossin hins vegar verið á útigjöf eru þau fljótari að aðlagast breytingunni. Aðalatriðið er að gefa lítið í einu til að byrja með og gefa frekar oftar. Þegar hross eru á útigangi eru þau á stöðugri hreyfingu sem breytist mikið þegar þau eru tekin inn. Þess vegna ættu öll hross að fá að fara út til hreyfingar daglega og helst að vera í rúmgóðum stíum þar sem þau geta hreyft sig aðeins. Hrossasóttin er hættuleg Hrossasótt er hættulegur sjúkdómur sem oft kemur upp á þessum tíma þegar menn eru að taka hross inn. Algengustu einkennin eru áberandi og þau þekkja flestir hestamenn. Hrossin éta ekki, sýna merki um miklar kvalir í kviðarholi, slá upp í kviðinn á sér, eru óróleg og reyna að velta sér. Mikilvægt er að koma í veg fyrir að hrossin velti sér og ætti að kalla strax á dýralækni ef grunur um hrossasótt kemur upp því hún getur verið mjög alvarleg og leitt hrossið til dauða, auk þess sem hún er mjög kvalafull. Æskilegt er að ganga um með hrossið á meðan beðið er eftir dýralækni. Smitandi hitasóttin sem kom upp á Íslandi árið 1998 virðist einnig skjóta upp kollinum annað slagið og ættu hesteigendur að hafa það í huga að hún er nú til staðar í stofninum og getur verið hættuleg. Henni fylgir hár hiti og lystarleysi og geta hross farið illa út úr henni og verið lengi að jafna sig. Reglubundið eftirlit dýralækna Það er gömul og góð regla að fá dýralækni til að líta yfir hrossin þegar þau eru komin á hús. Ávallt ætti að skoða skaufa og skaufhús geldinga því það er ótrú- lega algengt að þar safnist fyrir óhreinindi og hland- steinn sem valda hestinum miklum óþægindum. Ef hross hafa fengið holdhnjúska, sem eru hrúður og sár oftast á lend og hrygg, má ekki brúka þau til reiðar fyrr en þau hafa jafnað sig og hnjúskarnir eru horfnir. Dýralæknar geta ráðlagt um meðferð þessa vandamáls sem og annarra. Einnig ætti alltaf að gefa ormalyf og skoða tennur hrossanna. Ef einhver hross hafa horast ótæpilega eða koma að öðru leyti illa út úr haustbeit ætti tvímælaust að fá ráðgjöf sérfræðinga um fóðrun, auk þess sem gott gæti verið að gefa þeim vítamínsprautu. Svo er það eins með hrossin á veturna og börnin á haustin að lúsin skýtur upp kollinum ár hvert! Þeir sem vilja forðast lús ættu að láta dýralækni sprauta hrossin við lús, hægt er að fá orma- og lúsalyf í einni sprautu en einnig er hægt að fá efni til að meðhöndla lús ef hún hefur þegar tekið sér bólfestu í hrossunum. Vert er að minna á að lús getur líka komið upp í hest- um í stóði, hún er ekki bundin við inniveru og því ættu þeir sem halda hrossastóð að fylgjast með lúsasmiti líka þegar eftirlit með stóðhrossum er viðhaft. Járningar Nauðsynlegt er að járna hrossin fljótlega eftir að þau eru tekin inn, sérstaklega ef mikið frost er eins og verið hefur í byrjun þessa árs. Hrossin verða fljótt sár- fætt ef þau ganga járnalaus og þótt fara eigi hægt í að byrja þjálfun hrossanna er allt í lagi að járna þau strax og þau koma inn. Best að byrja þjálfunina svo varlega, ríða rólega og stutt fyrstu dagana og gefa hrossunum tíma til að ná upp þoli og styrk. Þau þarf að byggja upp líkt og íþróttamenn, hægt og bítandi. Upphitun er einnig mikilvæg sem og slökun að loknum reiðtúr og því ávallt gott að byrja reiðtúra rólega og enda á feti síðasta spottann heim aftur. Góð aðstaða Hesthús hafa tekið algerum stakkaskiptum undanfarin ár og eru flest hver vel úr garði gerð í dag. Hvort sem um ný eða eldri hús er að ræða þarf rými að vera gott fyrir hrossin og á þar að fylgja reglugerð um aðbúnað hrossa sem landbúnaðarráðuneytið hefur gefið út. Athuga þarf að umhverfi hrossanna sé þannig að þau geti hvergi fest sig eða skorið sig. Loftræsting er einnig gríðarlega mikilvæg því öndunarfæri hrossa eru mjög viðkvæm. Aðalatriðið í umhirðu hrossanna er hið sama á þessum tíma sem öðrum. Að vera vakandi fyrir velferð þeirra og fylgjast vel með hegðun þeirra og at- ferli. Þannig má yfirleitt sjá vandamálin strax og koma í veg fyrir að þau verði alvarleg. HGG Hrossin tekin á hús Fjós eru okkar fag Landstólpi ehf. Lárus Pétursson Arnar Bjarni Eiríksson s: 4370023 / 8694275 s: 4865656 / 8989190 Skipulag fjósa, hönnun og ráðgjöf - Nýbyggingar, viðbyggingar, breytingar - Hafið samband - við mætum á staðinn Weelink - fóðrunarkerfi Ametrac - innréttingar í fjós Promat og AgriProm - dýnur Zeus og Appel - steinbitar Dairypower - flórsköfukerfi PropyDos - súrdoðabrjóturinn Urban - kjarnf.básar, kálfafóstrur Uno Borgstrand - loftræsting Ivar Haahr - opinn mænir Lynx - eftirlitsmyndavélar Carfed - plastgrindur í gólf

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.