Bændablaðið - 13.01.2004, Síða 14

Bændablaðið - 13.01.2004, Síða 14
14 Þriðjudagur 13. janúar 2004 Verðskrá yfir nautgripakjöt helstu sláturleyfishafa í janúar 2004 Tekið saman af Landssambandi kúabænda Sláturh. Norð- KS Sölufélag SS Brákar- B. Slátur- Hellu lenska A-Hún. sund ehf. Jensen félag KVH UN 1 Ú A - holdanaut 350 340 340 340,41 350 341 UN 1 Ú B - holdanaut 350 323 340 323,01 350 341 UN 1 Ú C - holdanaut 300 284 295 UN 1 Ú A 310 306 340 316 306,52 310 307 UN 1 Ú A, léttari en 230 kg 310 292 292,92 302 293 UN 1 Ú B 300 301 340 301 291,97 310 302 UN 1 Ú B, léttari en 230 kg 300 291 281,3 295 292 UN 1 Ú C 270 260 248 269 260,47 267 261 UN 1 Ú C, léttari en 230 kg 280 260 UN 1 Ú M+ 280 262 265 278 270,49 255 263 UN 1 Ú M 280 250 260 269 260,47 240 251 UN 1 A 300 297 285 297,79 UN 1 A, þyngri en 230 kg 300 298 300 307 309 UN 1 A, léttari en 230 kg 280 285 285 287,1 294 287 UN 1 A, léttari en 200 kg 280 275 UN 1 B 290 281 285 282,27 282 291 UN 1 B, þyngri en 230 kg 290 298 281 290 293 UN 1 B, léttari en 230 kg 270 271 272 272,57 280 273 UN 1 B, léttari en 200 kg 270 275 UN 1 C 250 251 245 250 242,5 252 250 UN 1 C, þyngri en 230 kg 250 261 263 UN 1 C, léttari en 230 kg 230 235 UN 1 M+ 260 245 248 250 257,05 255 246 255 UN 1 M 250 235 238 240 243 240 236 240 UN 2 A 210 204 200 200 208,05 204 206 UN 2 B 210 204 200 200 208,05 204 206 UN 2 C 150 142 146 146,46 142 144 UN 2 M+ 200 190 194,49 200 UN 2 M 185 170 180 180 181,42 170 172 N 220 206 208,05 206 K 1 U A 230 229 215 218 230 219 230 210 K 1 U B 230 209 215 213 230 209 210 K 1 U C 190 175 175 175 190 175 176 175 K 1 A 220 208 200 200 216 208 209 205 K 1 B 200 194 195 190 201 194 195 194 K 1 C 150 140 130 146 149 130 142 130 K 2 175 150 160 170 173 150 152 150 K 3 155 130 120 146 154 130 132 K 4 155 45,6 MK 1 330 271 296 321,2 210 321 UK 1 220 160 170 188 210,43 145 210 UK 2 170 111 130 156 160 100 180 110 UK 3 130 91 110 120 130 75 100 90 AK 1 260 209 230 237 258,26 209 258 AK 2 190 130 150 180 180,43 130 180 AK 3 160 106 140 156 155,67 106 155 Seinagangur í afgreiðslu umsókna Meðal þess sem athugasemdir hefðu verið gerðar við var að stundum væri seinagangur í af- greiðslu lánsumsókna. Því væri til að svara að almennt væri vinnslu- tími umsókna 2-5 vinnudagar. Hins vegar væri afgreiðslutími lánveitinga oft lengri þegar afla þyrfti veðleyfa auk þess sem þinglýsing og önnur umsýsla við lánveitinguna tæki ávallt nokkurn tíma. Það væri þó staðföst stefna sjóðsins að stytta og einfalda eftir megni afgreiðslutíma lánsum- sókna, en þó án þess að það kæmi niður á vönduðum vinnubrögðum og öryggi í afgreiðslu. Einnig hefðu komið fram á fundunum ábendingar til sjóðsins að koma betur til móts við bændur með fjármögnun á framkvæmda- tíma. Guðmundur sagði að í reynd væri það gert með því að greiða út lánin eftir því sem framkvæmdum miðaði. Lánasjóðurinn væri þó opinn fyrir því að koma betur til móts við bændur í þessu efni og það mál væri til skoðunar. Gengistryggð lán Þá komu einnig fram óskir um að sjóðurinn tæki upp lánveitingar í erlendum gjaldmiðli. Guðmund- ur sagði að það mál hefði verið í skoðun um nokkurn tíma hjá sjóðnum og í lánareglum sem tóku gildi 1. janúar sl. væri gert ráð fyrir slíkum lánum. Vextir erlendra gjaldmiðla væru um þessar mundir mun lægri en krónunnar og því gæti verið hagstætt að taka lán í erlendri mynt. Slíkri lántöku fylgdi þó ávallt ákveðin áhætta ef tekjur lántakanda væru í annarri mynt en lántökumyntinni og því þyrftu flestir bændur að hugsa þessi mál vel áður en til ákvörðunar kæmi. Hins vegar mætti einnig segja að aðrir bænd- ur, t.d. loðdýrabændur, ættu frekar að taka lán í erlendri mynt því þeirra tekjur væru að mjög miklu leyti miðaðar við erlenda mynt. Rafrænar umsóknir Guðmundur sagði að mikill áhugi væri hjá sjóðnum að bjóða bændum möguleika á rafrænum umsóknum. Þau mál væru í vinnslu, en hingað til hefðu verið annmarkar á að afla með rafrænum hætti ýmissa gagna sem verða að fylgja umsókn, s.s. veðbókarvott- orða og skattskýrslna. Nú væri stutt í að veðbókarvottorð yrðu rafræn og mikill hluti skattskýrslna væri það nú þegar. Tími rafrænna umsókna væri því ekki upp runn- inn, en greinilegt væri að í það styttist. Þess væri örugglega ekki langt að bíða að bændur gætu notið þess hagræðis og þess sparnaðar sem mun fylgja rafrænum um- sóknum. Skoðanakönnun Í skoðanakönnun sem sjóður- inn gerði hjá fyrrgreindum bú- greinafélögum kom m.a. fram að þau eru öll hlynnt sérstökum lánasjóði fyrir landbúnaðinn og öll sem svöruðu eru einnig hlynnt því að bændur greiði sérstakt gjald til sjóðsins til að eiga aðgang að lægri vöxtum. Hins vegar taldi meirihluti að lækka ætti þetta gjald frá því sem nú er, jafnvel um helming. Þá var meirihluti bú- greinafélaganna á því að fella bæri niður kröfuna um 1. veðrétt. Guð- mundur sagði að vissulega væri hér um mikilvæg mál að ræða, bæði fyrir bændur og sjóðinn sem slíkan. Vaxtastig sjóðsins endur- speglaðist auðvitað að nokkru af hlutdeild hans í búnaðargjaldi og einnig í kröfunni um 1. veðrétt. Þetta væru þó mál sem heyrðu undir löggjafarvaldið en sjóðurinn fagnaði allri umræðu um þau og vildi gjarnan taka þátt í henni. Almennt hefði þó komið fram ánægja með starfsemi sjóðsins sem stjórn hans og starfsfólk væri þakklátt fyrir. Gengistryggð lán og rafrænar umsóknir Fundir stjórnar Lánasjóðs landbúnaðarins og búgreinafélaga Stjórn Lánasjóðs landbúnaðarins átti í nóvember fundi meðfulltrúum nokkurra búgreinafélaga um samskipti sjóðsins ogviðkomandi búgreina. Þau búgreinafélög sem um ræðir eru Landssamband kúabænda, Landssamtök sauðfjárbænda, Svína- ræktarfélag Íslands, Félag kjúklingabænda, Samband garðyrkjubænda og Samband ísl. loðdýrabænda. Tilgangur þessara funda var að kynnast viðhorfum fulltrúa umræddra búgreina varðandi starfsemi sjóðsins og hvernig hann gæti best þjónað þeim í framtíðinni. Í samtali við Bændablaðið sagði Guðmundur Stefáns- son, framkvæmdastjóri Lánasjóðsins, að þessir fundir hefðu að mati sjóðsins verið gagnlegir og ánægjulegir. Ýmsar gagnlegar ábend- ingar og athugasemdir hefðu komið fram hjá búgreinafélögunum sem hefðu þegar verið teknar til athugunar hjá sjóðnum. Samningamál Enn er vinnu við undirbúning á nýjum mjólkursamningi ekki lokið en stefnt er að því að þessum hluta samningaundirbúnings ljúki á næstu vikum. Í framhaldi af því munu samninganefndir bænda og ríkis setjast niður og er enn stefnt að því að klára þessa vinnu á skömmum tíma. Að gefnu tilefni er enn minnt á að núverandi samningur kúabænda við ríkið rennur út í lok ágúst eftir 19 mánuði og á meðan ekki er búið að semja við hið opinbera um hvað tekur við er mikilvægt að bændur taki þá óvissu inn í útreikninga á arðsemi hugsanlegra viðskipta með greiðslumark. Markaðsmál mjólkur Í desmber varð samdráttur í innvigtun mjólkur þriðja mánuðinn í röð samkvæmt bráðabirgðauppgjöri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði. Innvigtun mjólkur í desember varð 4,6% minni en á sama tíma fyrir ári og því til viðbótar voru fleiri sk. innvigtunardagar í desember sl., þannig að gera má ráð fyrir að samdrátturinn sé um 7-8% í raun. Heildarframleiðsla mjólkur frá september til ársloka er nú um 5% minni en á sama tíma fyrir ári. Ef skoðaðar eru hugsanlegar ástæður fyrir þessum mikla samdrætti, þá kemur fram í upplýsingum úr skýrsluhaldinu að mikil tilfærsla er á burði kúa nú. Þannig báru á tímabilinu janúar til apríl 2003 um 10% fleiri kýr en á sama tímabili árið 2002. Að sama skapi báru mun færri kýr nú í haust en haustið 2002, þannig að greinilegt er að burðartíminn er að færast nokkuð til sem vonandi skýrir að mestu minni mjólkurframleiðslu. Markaðsmál nautakjöts Nú fyrir áramótin var eins og undanfarin 4 ár lögð áhersla á nautakjötsauglýsingar. Sendir voru út um 25 þúsund uppskriftabæklingar og kjötsöluaðilar hvattir til dáða. Samkvæmt upplýsingum frá helstu söluaðilum gekk salan mjög vel og hefur salan nú vaxið jafnt og þétt 4 ár í röð. Ljóst er að nautakjöt er að ná góðum sess á hátíðarborðum landsmanna og er það vel. Sala á nautgripakjöti hefur almennt gengið þokkalega undanfarna mánuði. Þegar þetta er skrifað liggja þó ekki fyrir upplýsingar um slátrun í desember. Verð til bænda hefur heldur verið á uppleið og ágætit útlit með frekari hækkanir. Nánari upplýsingar má sjá á vef LK: www.naut.is. Kjarnfóðurverð heldur á uppleið Samkvæmt nýju yfirliti um verð á kjarnfóðri til kúabænda kemur fram að kjarnfóður stærstu fyrirtækjanna hefur heldur hækkað síðustu mánuði. Samkvæmt upplýsingum sem LK hefur borist felast skýringarnar í almennum hækkunum heimsmarkaðsverðs á korni og hækkun launa. Þrátt fyrir hækkanir hefur þó verð til bænda lækkað frá Bústólpa en eins og kunnugt er er það fyrirtæki í eigu Fóðurblöndunnar. Nánari upplýsingar má sjá á vef LK: www.naut.is. Skrifstofa LK Sími: 433 7077, fax: 433 7078. Netfang: lk@naut.is. Veffang: www.naut.is. Heimilisfang: Landssamband kúabænda, Hvanneyrargötu 3, Hvanneyri, 311 Borgarnesi. Umsjón: Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri LK

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.