Bændablaðið - 13.01.2004, Síða 16

Bændablaðið - 13.01.2004, Síða 16
16 Þriðjudagur 13. janúar 2004 Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna Vond tíðindi ef skera á niður skotlaunin ,,Það eru vond tíðindi ef ríkisvaldið skaffar ekki betur en svo að skera verður niður hlutfall þess í kostnaði úr 50% í 30% því það er mikið baráttumál hjá bændum að herða frekar sóknina en veikja bæði gegn mink og ref," sagði Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, þegar hann var inntur álits á þeirra ákvörðun ríkisvaldsins að lækka hlutfall sitt í skotlaunum úr 50% í 30%. Hann segir að undanfarin ár hafi vantað fjármuni til greiðslu skotlauna en jafnan verið að einhverju leyti bætt úr á fjáraukalögum en það var ekki gert að þessu sinni. ,,Hins vegar hefur umhverfisráðherra nú skipað tvær nefndir og er markmið annarrar að reyna að finna leiðir til að útrýma mink úr náttúrunni. Ljóst er að það mun ekki takast ef skotlaun eru skorin niður. Til þess að útrýma minknum þarf aukna fjármuni. Ef þessi nefnd skilar tillögum snemma á þessu ári bind ég vonir við að það verði bætt í til þess að gera alvöru atlögu að minknum. Hin nefndin sem skipuð var varðar refinn. Þar eru menn ekki sammála um hversu langt eigi að ganga í fækkun hans. Það er ótvíræð skoðun okkar hjá Bændasamtökunum að það þurfi að gera miklu meira en gert er til að halda refnum í skefjum og fækka honum. Ef til vill skiptir það meira máli varðandi ástand rjúpnastofnsins heldur en margir vilja viðurkenna," segir Sigurgeir Þorgeirsson. Bæjarráð Ísafjarðarbæjar og hreppsnefnd Súðavíkurhrepps ákváðu í lok síðasta árs að hætta greiðslum skotlauna fyrir eyðingu refa og minka þar sem til þess ætluð fjárhæð var að fullu nýtt. Tilefni ákvörðunar- innar var bréf frá Umhverfis- stofnun, dagsett 4.12 2003, þar sem tilkynnt var að endur- greiðsla ríkisins vegna eyðingar refa og minka, sem verið hefur 50% af kostnaði, hafi verið lækkuð niður í 30% þar sem áætlun á fjárlögum ársins 2003 var ekki nægjanleg. Ákvörðunin er afturvirk til september 2002. Gert er ráð fyrir sömu upphæð til skotlauna á fjárlögum ársins 2004 þannig að 30% reglan verður áfram í gildi. Sveitarfélögin í land- inu geta ekki tekið þessa lækkun á sig þannig að mörg sveitarfélög verða aðgrípa til sömu ráða og Súðvíkingar og Ísfirðingar og höfðu mörg þeirra sett málið á dagskrá hjá sér fyrir jól. Guðni G. Jóhannesson, for- maður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar, sagði að ekki hafi verið um annað að ræða en stöðva greiðslurnar þegar ríkið lækkaði sinn hlut. Hann segir að það stangist á við það sem umhverfisráðuneytið hef- ur verið að gera með stofnun nefnda sem leita eiga leiða til að eyða mink og halda refastofninum í skefjum. Hann segir að mönnum sé líka farið að blöskra hvað ríkið lætur sveitarfélögin taka á sig án þess að sjá þeim fyrir auknum tekjustofnum um leið. Ómar M. Jónsson, sveitarstjóri í Súðavík, sagði að ekki hafi verið um annað að ræða en að hætta greiðslu skotlauna þegar ríkið lækkaði sinn hlut úr 50% í 30% því fyrir Súðavíkurhrepp þýddi þessi skerðing 500.000 krónur á ári. Hann sagði að sveitarfélagið Súðavíkurhreppur væri 750 fer- kílómetrar að stærð og hafi lagt metnað sinn í að halda niðri ref og mink á svæðinu. Til marks um það nefnir hann að á árinu 2002 var ráðstafað 2,6 milljónum króna í minka- og refaeyðingu sem er 5,4% af skatttekjum sveitarfélags- ins. Hann segir það undarlega ákvörðun að viðhalda friðun á ref á völdum svæðum þar sem vitað er að refurinn flytur sig að vild á milli svæða. Ríkið lækkar hlutdeild sína í skotverðlaun- um fyrir ref og mink Nefndin sem umhverfisráðu- neytið skipaði til að gera tillögur um aðgerðir til þess að styrkja rjúpnastofninn í framtíðinni, að loknu rjúpnaveiðibanni næstu 3ja ára, er tekin til starfa. Hún ætlar byrjar á því að safna saman upplýsingum um hvernig verndun rjúpna hefur verið háttað hér á landi undanfarin ár. Vitað er að margir bændur og landeigendur hafa bannað rjúpnaveiði í löndum sínum að undanförnu. Nú verður leitað til þeirra til að fá heildarmynd af friðun undanfarinna ára. Ingimar Sigurðsson, skrif- stofustjóri í umhverfisráðuneytinu, er formaður nefndarinnar. Hann segir að enda þótt nefndin þurfi ekki að skila af sér fyrr en 2005, vegna þess að rjúpnafriðunin gildir í 3 ár, þá sé ekki þar með sagt að nefndin geti ekki lagt fram ein- hverjar tillögur fyrr. ,,Við erum að safna að okkur gögnum um rjúpuna og nú erum við að afla okkur upplýsinga um hvar á landinu rjúpur hafa verið friðaðar, samkvæmt ákvörðun stjórnvalda sem nær ekki til stórs hluta landsins, nema suð- vestanlands, síðustu misserin. Hins vegar hafa bændur og land- eigendur víða friðað sín lönd. Nú óskum við eftir því við þessa bændur að þeir sendi okkur upp- lýsingar," segir Ingimar. Hann segir að nú þegar hafi nefndin upplýsingar frá nokkrum sem hafa verndað lönd sín en það gefi ekki tæmandi upplýsingar. Ingimar segir að næsta vor muni liggja fyrir niðurstöður úr vöktun og talningu og þá geti legið eitthvað nýtt fyrir sem nefndin getur unnið úr. Það sem þessi nefnd á að gera er að gera tillögur um stofnun griðlanda eða friðlanda á varp- og vetrarstöðvum rjúpunnar, veiði- kvóta, lengd og tímasetningu veiðitíma rjúpu, aðgang að veiði- svæðum og um veiðiaðferðir s.s. skotvopn og notkun veiðihunda og mögulegt bann við sölu á rjúpu. Í nefndinni eiga sæti Ingimar Sigurðsson, skrifstofustjóri um- hverfisráðuneytisins formaður, Kristinn Haukur Skarphéðinsson fuglafræðingur, Áki Ármann Jóns- son frá Umhverfisstofnun, Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson frá Sam- bandi sveitarfélaga, Ólafur Einars- son fuglafræðingur og Sigmar B. Hauksson, formaður Skotveiðifé- lags Íslands. Nefndin um aðgerðir til styrktar rjúpnastofninum byrjar á að kanna árangur eldri friðunar Á fundi atvinnu- og ferðamálanefndar Rangárþings ytra fyrir nokkru var lögð fram tillaga frá Ármanni Ólafssyni, Birki Ármannssyni, Elimar Helga Sigurbjarnar- syni, Óskari Ólafssyni, Sigurði Ásgeirssyni og Sverri Kristinssyni um greiðslur vegna refa- og minkaeyðingar. Ingvar P. Guð- björnsson, formaður nefndarinnar, var spurður hvort þetta tengdist lækkun ríkisins á greiðslu skotlauna. Hann sagði svo ekki vera beinlínis en að sjálfsögðu fari þeir illa út úr þeirri lækkun eins og önnur sveitarfélög. Sem kunnugt hafa þrír hreppar sameinast í Rangárþing ytra og að skotlaun fyrir ref og mink hafi verið mis- munandi milli hreppanna. Nú eigi að samræma skotlaunin. Skotveiðimennirnir hafi komið með tillögu um skotveiðilaun en ekki hafi náðst samkomulag um hana. Hann segir að á meðan nefndirnar, sem eru að skoða eyðingu minks í villtri náttúru og hvernig halda megi aftur af fjölgun refs, eru að störfum verði skotlaunum haldið óbreyttum í Rangár- þingi ytra. Hann segir menn vona að að loknu starfi nefndanna muni ríkið hækka sinn hlut í skotlaununum aftur. Ingvar segir að töluvert sé um ref og mink í Rangárþingi ytra og þeim fari fjölgandi og séu orðnir vandamál. Í sveitarfélaginu eru þrír mjög virkir veiðimenn og síðan aðrir þrír sem hafa sérhæft sig í minkaveiðum. Ref og mink fjölgar í Rangárþingi ytra Um 1000 manns sóttu endurmenntunarnámskeið Garðyrkjuskólans á árinu 2003. Alls voru haldin 34 námskeið sem þýðir að 29 þátttakendur sátu að meðtaltali hvert námskeið. Flest námskeiðin voru haldin fyrir fagfólk í græna geiranum en einnig var nokkuð um námskeið fyrir áhugafólk. Leiðbeinendur voru allt sérfræðingar á sínu sviði. Nú er unnið að námskeiðsáætlun fyrir árið 2004 en þar verður að finna mjög fjölbreytt úrval af námskeiðum sem snerta gróður á einn eða annan hátt auk frístundanámskeiða eins og "Lesið í skóginn - tálgað í tré" og blómaskreytinganámskeið svo eitthvað sé nefnt. Um 1000 manns á endurmenntunar- námskeiðum Garðyrkjuskólans

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.