Bændablaðið - 13.01.2004, Page 17
Þriðjudagur 13. janúar 2004 17
Auglýsing um
lágmarksverð á mjólk til
framleiðenda
Verðlagsnefnd búvöru hefur ákveðið lágmarksverð á
mjólk til framleiðenda:
Lágmarksverð kr. pr. ltr.
Lágmarksverð 80,74
Meðalbeingreiðsla frá ríkissjóði 38,03
Greiðsla frá afurðastöð* 42,71
* Greiðsla miðast við 1. flokks mjólk með skilgreindu
efnainnihaldi. Leyfileg afföll vegna 2. flokks mjólkur eru
2% og 5% vegna 3. flokks.
Lágmarksverðið gildir frá og með 1. janúar 2004.
Reykjavík, 16. desember 2003
F. h. n.
Ólafur Friðriksson,
formaður.
BÆNDUR!
Kjötsagir og hakkavélar
ný sending á lager núna.
14 þúsund númera vörulisti.
NORDPOST PÓSTVERSLUN
Arnarberg ehf
sími 555 - 4631 & 568 - 1515
Dugguvogi 6 – 104 Reykjavík
Orðsending til
landeigenda
Nefnd undir forystu umhverfisráðuneytisins með þátttöku
fulltrúa Bændasamtaka Íslands er að kanna hvernig háttað
hefur verið vernd rjúpu á undanförnum árum.
Nefndinni er kunnugt um að allmargir bændur og aðrir
landeigendur hafa bannað rjúpnaveiði á löndum sínum að
undanförnu. Til að fá heildarmynd af friðun undanfarinna ára er
þess óskað að bændur send upplýsingar um friðun landa sinna
undanfarin 5 ár (afréttarlönd meðtalin). Æskilegt er að fram komi
áætluð stærð friðaðs lands í ferkílómetrum.
Upplýsingar berist fyrir 1. mars n.k. til Sigurðar Þráinssonar,
starfsmanns nefndarinnar, Umhverfisráðuneytinu, Vonarstræti 4,
150 Reykjavík. Sími 545-8600, tölvupóstur
sigurdur.thrainsson@umhverfisraduneyti.is, faxnúmer 462-4820,
Með fyrirfram þakklæti
F.h. nefndarinnar
Ingimar Sigurðsson, formaður
Tillaga til
þingsályktunar um
rannsóknir á áhrifum
háspennulína,
spennistöðva og
fjarskiptamastra á
mannslíkamann
Drífa Hjartardóttir er fyrsti
flutningsmaður að
þingsályktunartillögu sem er á
þessa leið: ,,Alþingi ályktar að
fela heilbrigðisráðherra að
standa fyrir faraldsfræðilegri
rannsókn á mögulegum áhrifum
háspennulína, spennistöðva og
fjarskiptamastra á
mannslíkamann, sérstaklega
með tilliti til nýgengis
krabbameins. Rannsóknin verði
framkvæmd á næstu tíu árum
og niðurstöðum hennar skilað
fyrir 1. október 2014. Ráðherra
gefi Alþingi skýrslu um
niðurstöður rannsóknarinnar
strax að henni lokinni."
Í greinargerð með
tillögunni segir m.a.
,,Erlendar rannsóknir leiða
æ meiri líkur að því að
rafsegulsvið hvers konar geti
haft alvarleg áhrif á heilsu og
líðan fólks og jafnvel valdið
krabbameini. Umræðan um
rafsegulsvið og áhrif þess á
mannslíkamann eykst stöðugt
og undanfarin ár hafa augu
almennings og fræðimanna
beinst æ meira að umhverfi
okkar til að skoða hvort orsakir
sjúkdóma og vanheilsu sé að
finna þar, þ.e. hvort
rafmagnsmannvirki geti valdið
heilsutjóni hjá þeim sem búa í
nágrenni þeirra. Opinber bresk
stofnun hefur viðurkennt
opinberlega að tengsl geti verið
milli krabba- meinstilfella og
háspennulína..."
Blómlegt
öldrunarstarf
í uppsveitum
Árnessýslu
Í lok síðasta árs störfuðu 28
manns að heimaþjónustu fyrir
aldraða í uppsveitum Árnessýslu
og eru velflestir í hlutastörfum.
Ísólfur Gylfi Pálmason,
sveitarstjóri í Hruna-
mannahreppi, sagði í samtali við
tíðindamann Bændablaðsins að
í hreppnum væri ekki elliheimili
en íbúðir fyrir aldraða. Mikið
tómstundastarf fer þar fram að
hans sögn, gólk bindur inn
bækur, málar myndir og föndrar
ýmisleg og einnig sé mikið
spilað á spil. Hann segir
heilmikið og blómlegt
öldrunarstarf í gangi.
Sólveig Pétursdóttir er
félagsmálastjóri fyrir uppsveitir
Árnessýslu. Undir embætti
félagsmálastjóra falla
öldrunarmál sem og mál
öryrkja. Heimaþjónustan felst í
því að farið er heim á bæi þar
sem aldrað fólk býr og þar fær
það þá aðstoð sem það þarf.
Mikið samstarf er í gangi hjá
hreppum í uppsveita Árnessýslu
á hinum ýmsu sameiginlegu
sviðum. Félagsmálastjórinn
hefur aðsetur að Flúðum en
ferðamálafulltrúinn í
Biskupstungum, skipulags- og
byggingarfulltrúi uppsveitanna
býr á Laugarvatni.
Samfara þeim miklu og hröðu
breytingum sem hafa orðið eða eru
fyrirsjáanlegar í landbúnaði og þar
með á málefnum dreifbýlis er bú-
skapur sem hlutastarf að verða æ
útbreiddari. Þótt þróunin sé að
þessu leyti seinna á ferðinni hér á
landi en í nágrannalöndunum ber
allt að sama brunni. Aukin tækni-
væðing, stækkun búa og því sífellt
færri bændur sem eru ábyrgir fyrir
meirihluta landbúnaðarfram-
leiðslunnar. Á sama tíma fjölgar
þeim sem leita starfa með hefð-
bundnum búskap, oft af illri
nauðsyn vegna bágs efnahags, en
einnig af frjálsum vilja, vilja til að
búa í sveit og stunda minni háttar
búskap með jafnvel fullu starfi
utan heimilis. Ljóst er að bændur í
hlutastarfi við búskap standa undir
litlum hluta búvöruframleiðslunn-
ar þegar á heildina er litið. Aftur á
móti gegna þeir veigamiklu hlut-
verki í viðhaldi sveitabyggðar,
einkum þar sem strjálbýlt er, og
hefur því búseta þeirra og bú-
skapur verulega félagslega þýð-
ingu í sveitunum. Hér á landi er
þetta greinilegast í sauðfjárbúskap
sem byggist á nýtingu viðáttu-
mikilla sumarbeitilanda þar sem
samhjálp og félagslegt framtak eru
enn í fullu gildi, einkum við fjall-
skil á haustin.
Norræna búfræðifélagið (NJF)
sem eru samtök norrænna bú-
vísindamanna er farið að láta þessa
þróun í landbúnaði til sín taka og
standa nokkrar deildir þess fyrir
sameiginlegri ráðstefnu í Billund í
Danmörku 22. - 24. apríl í vor. Þar
verða krufin til mergjar ýmis mál
sem varða búskap sem hlutastarf,
bæði í félagslegu og hagfræðilegu
samhengi. Þessi búskapur er um
margt frábrugðin sérhæfðum land-
búnaði í stórum framleiðslueining-
um og hefur því að nokkru leyti
annað hlutverk.
Að dómi okkar sem erum að
undirbúa ráðstefnuna hafa rann-
sóknir, þróunarstarf og leið-
beiningaþjónusta landbúnaðarins
miðast að mestu leyti við þarfir
þeirra bænda sem hafa allar eða
nær allar tekjur sínar af land-
búnaði. Vissulega fara hags-
munirnir oft saman en í ýmsum
atriðum eru þarfir bænda í hluta-
störfum aðrar. Á meðal efnisþátta
dagskrár ráðstefnunnar er lagaleg
staða hlutabúskapar, þáttur hans í
landbúnaðarstefnunni í viðkom-
andi löndum, hlutverk hans í
atvinnusköpun í sveitunum og þar
með áhrif á tekjumyndun, viðhorf
og takmarkanir, val á búgreinum,
markaðsmál og nýsköpun svo sem
í lífrænum búskap. Einnig mun
koma við sögu umfjöllun um
umhverfisvernd, þar með um land-
nýtingu og viðhald menningar-
landslags svo og framleiðslu sér-
afurða, einkum í smáum stíl.
Öllum sem áhuga hafa á
þessum málum er heimilt að sækja
ráðstefnuna. Þátttöku skal tilkynna
fyrir 1. mars nk. Þátttökugjald er
2.200 sænskar krónur fyrir NJF
félaga en 3.150 skr. fyrir aðra. Þeir
sem óska eftir að leggja fram efni
þurfa þó að hafa samband við
undirbúningsnefndina og senda
inn stutt yfirlit fyrir 1. febrúar nk.
Húsnæði og fæði í Billund kostar
2.080 danskar krónur og sér undir-
búningsnefndin einnig um þá
bókun. Sem fulltrúi Íslands í
undirbúningsnefndinni gef ég
nánari upplýsingar þeim sem
þeirra óska. Ráðstefnumálið
verður enska og er reiknað með
góðri þátttöku eftir fyrstu við-
brögðum að dæma. NJF félagar
eru minntir á upplýsingar um ráð-
stefnuna á bls. 14-15 í desember-
hefti NJF ritsins "Indkaldelse til
seminarer" nr. 4, 2003. Einnig er
að finna upplýsingar á vefsíðu
NFJ: www.njf.nu.
Ólafur R. Dýrmundsson
Bændasamtökum Íslands
sími 563-0300/0317,
bréfsími: 562-3058,
Tölvupóstfang: ord@bondi.is
Búskapur
sem hlutastarf
Ráðstefna í Danmörku