Bændablaðið - 13.01.2004, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 13.01.2004, Blaðsíða 21
Þriðjudagur 13. janúar 2004 21 Notkun fagforrita BÍ við gæðastýringu í sauðfjárframleiðslu Gæðastýring í sauðfjárframleiðslu hefur nú að fullu tekið gildi samkvæmt reglugerð. Gæðahandbók sauðfjárframleiðenda inniheldur skráningareyðublöð fyrir þær upplýsingar sem framleiðendur eiga að skrásetja varðandi framleiðsluaðstæður og framleiðsluaðferðir. Það er tiltölulega handhægt að skrifa beint á blöðin en þessari umfjöllun er ætlað að kynna þá möguleika sem fyrir hendi eru við tölvuskráningu upplýsinganna. Slík tölvuskráning getur gefið þeirri vinnu sem fer í skráningu á upplýsingum aukið vægi en stefnt er að því að nær öll skráning upplýsinga í gæðastýringu í sauðfjárrækt verði í forritunum NPK og Fjárvís í framtíðinni. Við búfjáreftirlit í vor verða eyðublöðin Jarðrækt 1A, Uppskera 1A og Beit1A eða Beit 2A væntanlega yfirleitt ekki komin í notkun en önnur eyðublöð eiga að vera fyllt út frá 1. janúar 2004 eftir þeim kröfum sem settar eru fram á eyðublöðunum sjálfum. Framleiðsluaðstæður = 6 eyðublöð Í gæðahandbókinni eru alls 16 eyðublöð sem skylda er að fylla út auk kynbótaskýrsluhaldsins. Af þessum eyðublöðum eru 6 sem varða framleiðsluaðstæður og umhverfi búrekstrarins og 10 sem ná yfir framleiðsluaðferðir. Þau eyðublöð þar sem skrá þarf upplýsingar um framleiðsluaðferðir og umhverfi innihalda af þeim sökum upplýsingar sem breytast lítið milli ára. Óhætt er að benda mönnum á þann möguleika að vinna slík blöð í töflureikni (excel) eða ritvinnslu til þess að spara vinnu við að endurnýja þau við breytingar. Þarna er fyrst og fremst um að ræða Grunnupplýsingar 1A - 4A og skráningarblöð varðandi aðstæður og umhverfi, Aðstæður 1A og Aðstæður2A. Margir fylltu þessi blöð út á seinni hluta námskeiðs um gæðastýringuna en þeir sem eiga þetta enn eftir eru hvattir til þess að ljúka því hið fyrsta. Framleiðsluaðferðir = 10 eyðublöð Af þeim 10 eyðublöðum sem eftir eru og ná yfir framleiðsluaðferðir má vinna 7 með aðstoð fagforrita Bændasamtaka Íslands. Fjárvís Kynbótaskýrsluhaldið er best að inna af hendi í forritinu Fjárvís. Þar er um að ræða dos-forrit sem komið er nokkuð til ára sinna en sinnir sínu af stakri prýði. Skráning á heilsufari og lyfjanotkun hefur nú verið bætt við í Fjárvís, sem dreift var í desember síðastliðnum, og er því hægt að skrá upplýsingar sem beðið er um á eyðublöðunum Lyf 2A, Lyf 3A og Lyf 4A að fullu leyti í Fjárvís. NPK Þeir sem nota forritið NPK geta fyrirhafnarlítið prentað eyðublöðin Jarðrækt 1A og Uppskera 1A út úr forritinu. dkBúbót Einfalt er að skrá fóðurkaup í dkBúbót þannig að það standist þarfir gæðastýringar í sauðfjárframleiðslu. Einungis þarf að gæta þess að skrifa tegund fóðurs og framleiðanda í dagbókartexta og keypt magn í tilheyrandi svæði. Sé þetta gert er hægt að prenta eyðublaðið Fóðrun 1A út úr bókhaldinu. Athugið þó að ekki er hægt að skrá í fjárhagsbókhaldi fóður sem fengið er gefins og ef um slíkt er að ræða verður að handfæra það. Einnig er mögulegt að færa lyfjakaup í dkBúbót þannig að það standist þarfir gæðastýringar samkvæmt eyðublaðinu Lyf 1A. Nafn lyfs þarf þá að vera í dagbókartexta og styrkleiki lyfsins ef um slíkt er að ræða. Nafn þess sem lyfið er keypt af þarf að skrá og er best að skrá það sem tilvísun. Í dálkana magn og fjöldi er þá hægt að skrá millilítra/grömm og stykki eftir því sem við á. Þessu til viðbótar þarf að halda utan um hvenær notkun hvers lyfs er lokið og er hægt að gera það í minnisbók bókhaldslykilsins í dkBúbót (F5 - minnisbók) eða með annarri skráningu og færa síðan inn á útprentun úr bókhaldinu þegar hún er sett í gæðahandbók. Utan fagforritanna Þau skráningarblöð sem eru eftir eru ekki innifalin í fagforritum BÍ enn sem komið er en munu væntanlega verða hluti af windows útgáfu af forritinu Fjárvís þegar fram líða stundir. Það er því nauðsynlegt að handskrá á þessi blöð eða vinna þau í excel. Eyðublöðin sem um ræðir eru Atburðir 1A, Beit 1A eða Beit 2A og Fóðrun 2A sem fela í sér skráningu á meðferð fjárins. Hafa ber í huga að fyrst um sinn er gerð krafa um að þau eyðublöð sem unnin eru í tölvu séu prentuð út og sett á sinn stað í gæðahandbókinni. /SE Eyðublað Bæði standa fyrir rekstri Maki með reiknað endurgjald Maki hefur engar tekjur af búi en stendur ekki fyrir búi 10.22 Tilkynning um vsk-skylda Annað, hitt samrek.aðili Rekstraraðili skilar Rekstraraðili skilar starfsemi eitt vsk-númer 5.02 Tilkynning til launa- Bæði hjón skila Rekstraraðili skilar Rekstraraðili skilar greiðendaskrár staðgreiðslu 5.11 Greinargerð um reiknað Bæði hjón skila Bæði skila 5.11. Rekstraraðili Rekstraraðili skilar endurgjald sjálfstætt starfandi merkja við reit 15 merkir við reit 15 en hitt reit 16 manna 5.12 Staðgreiðsla opinberra gjalda, Bæði hjón skila Rekstraraðili skilar Rekstraraðili skilar skilagrein vegna launagreiðslna 5.06 Sundurliðun á staðgreiðslu Hvorugt, nema um Rekstraraðili fyllir út og skráir Rekstraraðili skilar opinberra gjalda launamanna launagreiðslur sé að ræða hinn aðilann á blaðið og merkir í reit 8 Hjón og skil eyðublaða Héraðsskógar Plantað hefur verið út 15,6 milljónum plantna frá upphafi Lög um Héraðsskóga voru samþykkt á Alþingi árið 1991 og var það í reynd fyrsta lands- hlutabundna skógarverkefnið á landinu en þau eru nú orðin 6 með á sjöunda hundrað þátttakendum. Héraðsskógar eru stjórnar- og skipulagsaðili við uppbyggingu skógræktar á Fljótsdalshéraði sem sjálfstæðr- ar atvinnugreinar meðal bænda. Meginmarkmið Héraðsskóga er að stuðla að þróun og viðgangi byggðar í Fljótsdalshéraði með ræktun nytjaskóga. Því er hér um að ræða bæði byggða- og skógræktarverkefni. Að sögn Sigbjörns Sævarsson- ar, framkvæmdastjóra Héraðs- skóga, hefur 15.673.673 plöntum verið plantað út frá því verkefnið hófst. Árið 2001 var plantað út 1.108.729 plöntum, árið 2002 voru þær 1.327.657 og í ár voru plönturnar 963.962. Starfsmenn Héraðsskóga eru 3 en í fyrra höfðu 15 bændur tíma- bundna vinnu við að grisja skóg eða tveggja til þriggja mánaða vinnu. Sigbjörn segir að enda þótt á þriðja tug aðila bíði eftir að komast inn í Héraðsskóga sé ekki um eiginlegan biðlista að ræða heldur taki það alltaf nokkurn tíma að afgreiða umsóknir manna en allir landeigendur geta orðið þátttakendur í verkefninu. Hjá Héraðsskógum hafa verið gerðir samningar við 109 bænd- ur/landeigendur. Land sem tekið er til skógræktar samkvæmt þess- um samningum er um 12.487 ha. Á árinu 2002 voru gróðursettar samtals 1.327.657 plöntur á 63 jörðum. Stærsti hlutinn var vor- gróðursetning samtals 880.443 plöntur. Mest var gróðursett af lerki eða 50,5 % og greni 22,9 %. Á árinu var gefinn áburður á 52 jörðum, samtals um 14,1 tonn. Þetta magn dugar til áburðargjafar á um 1.132 þús. plöntur. Lagðir voru út um 12,1 km af skjól- beltum. Vegna ræktunar skjólbelta voru gróðursettar 10.264 plöntur. Bændablaðið kemur næst út 27. janúar. Smáauglýsingasíminn 563 0300 Að frumkvæði Jafnréttisnefndar BÍ hafa starfsmenn hjá BÍ og RSK (ríkisskattstjóra) farið yfir samspil eyðublaða frá RSK sem varða launagreiðslur, reiknað endurgjald og virðisaukaskatt. Einnig var tenging upplýsinga RSK um reiknað endurgjald bænda og maka þeirra við Lífeyrissjóð bænda skoðuð. Eins og taflan sýnir er í grundvallaratriðum um þrjár leiðir að velja fyrir hjón og samskattað sambúðarfólk þegar kemur að skilum á eyðublöðum og skráningu fyrir rekstri. Rétt er að benda á að ef annar aðilinn vinnur umtalsvert við annað en búrekstur, hefur það áhrif á hvaða kost á að velja. Ekkert mælir á móti því í skattalögum að bæði hjónin séu skráð fyrir rekstrinum. Sérstök athygli er vakin á því að ríkið greiðir mótframlag atvinnurekanda (6%) vegna bænda og maka þeirra. Mikilvægt er að fylgjast með því að maki sé skráður í Lífeyrissjóð bænda til að njóta mótframlagsins frá ríkinu. Við frágang skattframtals er rétt að bera saman iðgjaldagreiðslur og reiknað endurgjald vegna landbúnaðar. Komi í ljós að vangreitt sé skal snúa sér til Lífeyrissjóðs bænda til að ganga frá greiðslu á mismuninum til að komast hjá óþarfa kostnaði við innheimtu. Standi bæði hjón eða samskattað sambúðarfólk að rekstrinum er fylgt þeim upplýsingum sem koma fram í fyrsta dálki. Hagnaði eða tapi er þá skipt á milli rekstraraðila í hlutfalli við reiknað endurgjald. Sérstök athygli er vakin á að heimilt er að skrá það hjóna sem ekki er skráð fyrir VSK-númeri sem samrekstraraðila. Reikningar vegna innkaupa sem tilheyra rekstrinum og eru á kennitölu samrekstraraðilans eru þá innskattshæfir í bókhaldinu. Öll sala verður hins vegar að fara fram á kennitölu þess sem skráður er fyrir VSK-númerinu. Starfi maki við búreksturinn en stendur ekki fyrir honum er farin leiðin í mið dálkinum. Gerð er grein fyrir reiknuðu endurgjaldi makans á eyðublaði RSK 5.11 og er þar skráður sem maki sem ekki stendur fyrir rekstri (reitur 16). Mikilvægt er þá að rekstraðili fylli út eyðublað RSK 5.06 svo tryggt sé að það skili sér að greitt hafi verið tryggingagjald af reiknuðu endurgjaldi maka. Hagnaður eða tap færist þá alfarið á þann aðila sem skráður er fyrir rekstrinum. Síðasti dálkurinn felur í sér að maki hefur engar tekjur af búinu og á eingöngu við ef maki starfar ekkert við reksturinn. EB/JÓ

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.