Bændablaðið - 28.09.2004, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 28.09.2004, Blaðsíða 1
Auglýsingasíminn er 563 0300 Netfang augl@bondi.is Næsta blað kemur út 12. október Breytingar í kynningarbæklingi Ferðaþjónustu bænda Upplag Bændablaðsins 12.000 Þriðjudagur 28. september 2004 16. tölublað 10. árgangur Blað nr. 20318 Íslandsmeistarakeppni í ostagerð, ólympíuborð kokkalandsliðsins og frumsýning á nýjum ostum Sjá bls. 4 Nú efnum við til samkeppni um besta bændavefinn! Sjá bls. 14 Garðyrkjuskóli ríkisins að Reykjum Undirbúningur að byggingu nýs skólahúss að hefjast Fyrir tveimur árum var kennsluhúsnæði Garðyrkju- skóla ríkisins að Reykjum í Ölfusi dæmt ónýtt af Fram- kvæmdasýslu ríkisins. Húsið er svo illa farið að ódýrara er talið að byggja nýtt skólahús en að gera við það og verður hafist handa við byggingu nýs skóla- húss innan skamms. Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra sagði í samtali við Bændablaðið að hann hefði tekið skólabygginguna til umfjöllunar innan ríkisstjórnarinnar um miðjan september sl. Hann sagðist þar hafa gert ríkisstjórninni grein fyrir því að skólahúsið væri ónýtt. ,,Ég kynnti þar líka þá hug- mynd mína að selja hluta af landi Reykja sem skólinn hefur ekki not fyrir og nýta þá peninga sem fyrir landið fást til að byggja skóla- húsið. Þarna er um verðmætt land að ræða þar sem er jarðhiti og einnig er það mjög heppilegt til útivistar. Ég mun mjög fljótlega skipa bygginganefnd sem mun sjá um að láta hanna nýja húsið og þá verður farið af stað af fullum krafti," sagði Guðni Ágústsson. Sveinn Aðalsteinsson, skóla- meistari Garðyrkjuskólans, sagði að síðan skólahúsið var dæmt ónýtt fyrir tveimur árum hefði lítið verið fyrir það gert nema til að halda í horfinu enda vænlegra að skoða möguleika á nýju húsi. Varðandi sölu á landi til að fjármagna bygginguna sagði Sveinn að þarna væru ýmsar landnytjar eins og til að mynda borholur sem flæktu málið dálítið. Þær gerðu samningagerð og út- boðsgögn flóknari heldur en ef um venjulegt land væri að ræða en allt væri þetta tæknileg verkefni sem hægt væri að leysa. Guðlaugur Garðar Lárusson frá Reykjaflöt uppsker púrru í kennaraverkfalli. /Bbl. Soffía Verðhækkun til sauðfjárbænda Gengið hefur verið frá samkomulagi um ráðstöfun vaxta- og geymslugjalda milli Bændasamtaka Íslands, Landssamtaka sláturleyfishafa og Landssamtaka sauðfjárbænda fyrir afurðaárið 2004-2005. Efnislega er samkomulagið lítið breytt frá fyrra ári þar sem vaxta- og geymslugjöld greiðast í samræmi við framleiðslu og birgðir kindakjöts sem ætlað er til sölu á innanlandsmarkaði. Ennfremur er að finna ákvæði sem felur það í sér að verði heildarfjárþörf minni en umsamin fjárhæð, verður vaxtaprósenta endurreiknuð til þeirra sláturleyfihafa sem hækka verð til bænda um 2% frá áður auglýstri verðskrá. Þessa verðuppbót skal greiða eigi síðar 31. desember 2004. Þrír bændur á Snæfellsnesi, þeir Eggert Kjartansson á Hofs- stöðum í Eyja- og Miklaholts- hreppi, Ástþór Jóhannsson í Dal í sama hreppi og Bjarni Einars- son á Tröðum í Snæfellsbæ, eru byrjaðir að byggja 1,9 MW virkjun og hafa gert samning við Hitaveitu Suðurnesja um að kaupa orkuna. Þeir hyggjast taka rafstöðina í notkun 30. mars á næsta ári. Hún er í landi Hofstaða og Dals. Eggert sagði í samtali við Bændablaðið að eftir því sem best er vitað muni þetta vera fyrsti samningurinn eftir að nýju raf- orkulögin tóku gildi sem gerður er þar sem orkan er tengd inn á einum stað en tekin út annars staðar á landinu á landskerfinu. Hann sagði að þeir ætluðu ekki að nota sjálfir neitt af orkunni. Hér væri bara um fyrirtæki að ræða í formi einkahlutafélags. Fram- kvæmdaáætlunin fyrir virkjunina er upp á 260 milljónir króna. Eggert sagði þá félaga ekki vilja gefa upp á hve löngum tíma virkjunin myndi borga sig miðað við þann samning sem þeir hafa gert við Hitaveitu Suðurnesja. Rörin að vélahúsinu eru 1500 metra löng og sagði Eggert að þau væru komin til þeirra, byrjað að grafa fyrir þeim og í beinu fram- haldi yrði svo farið í að byggja stífluna. Undirbúningur að þessari framkvæmd hófst í byrjun árs 2003 en það hefur flýtt mjög fyrir hversu miklar upplýsingar lágu fyrir um svæðið m.a. vatnsmælingar til margra ára. Á myndinni t.v. má sjá að rörin sem bændurnir nota eru engin smásmíði. ÞRÍR BÆNDUR Á SNÆFELLSNESI ERU AÐ BYGGJA 1,9 MW VIRKJUN OG HITAVEITA SUÐURNESJA KAUPIR ORKUNA

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.